Fjármagn til meðferðar kynferðisbrotamanna fæst ekki Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. júlí 2015 07:00 Í dag eru tveir einstaklingar sem afplána skilorðsbundinn dóm gegn því að sæta meðferð. Myndin er sviðsett. nordicphotos/getty „Það er alltof lítið gert af því að dæma menn til meðferðar. Þó þarf einhver að greiða fyrir meðferðina, vandinn liggur kannski í því,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Anna bendir á að ekki sé til fjármagn og mannskapur til þess að sinna meðferðum fyrir kynferðisafbrotamenn þrátt fyrir heimild dómara til þess að dæma þá til meðferðar. Hjá Fangelsismálastofnun starfi tveir sálfræðingar sem sinna meðferðum þeirra sex hundruð einstaklinga sem hlotið hafa dóm. Anna er einn helsti talsmaður þess að gerendur kynferðisofbeldis fái meðferð og er ein af fáum hér á landi sem veita slíka meðferð. Hún telur að slík meðferð geti skipt miklu máli. Rannsóknir sýni að hægt sé að lækka ítrekunartíðni kynferðisbrota um helming með því að veita meðferð. „Aðalvandinn er sá að ekki er til markvisst úrræði né fjármagn til þess að veita kynferðisafbrotamönnum viðeigandi meðferð,“ segir Anna sem hefur þurft að veita kynferðisafbrotamönnum meðferðir án endurgjalds. „Það er þó ekki hægt að gera það endalaust ókeypis.“Anna Kristín Newtonvísir/ernirÍ dag er tveir einstaklingar sem afplána skilorðsbundinn dóm gegn því að þeir sæti meðferð. „Það var þó í raun óljóst hver ætti að veita þá meðferð. Fangelsismálastofnun fær enga fjármuni til þess að framkvæma hana. Hvernig eigum við þá að geta sinnt því? Í augnablikinu erum við bara með tvo slíka einstaklinga í meðferð hjá okkur og þá sinnum við því auðvitað þrátt fyrir að fá ekki fjármagn til þess.“ Þá bendir Anna á að það þurfi að vera skýrt þegar menn eru dæmdir til meðferðar um hvaða meðferð ræðir. Dómarar þurfi að ganga úr skugga um að hún sé viðunandi og til þess fallin að taka á hegðun gerandans. „Þú sendir ekki geranda kynferðisofbeldis í áfengismeðferð eða þunglyndismeðferð,“ segir sem kveður einstaklinga sem afplána refsidóm alla jafna ekki hættuleg samfélaginu á meðan þeir sitja í fangelsi. Áhættan komi hins vegar fram þegar einstaklingurinn hefur lokið afplánun og fer aftur út í samfélagið. „Þess vegna finnst mér að þrátt fyrir skort á fjármunum og sálfræðingum þá ætti að veita markvissari meðferðir sem hluta af dómi.“ Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Sjá meira
„Það er alltof lítið gert af því að dæma menn til meðferðar. Þó þarf einhver að greiða fyrir meðferðina, vandinn liggur kannski í því,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Anna bendir á að ekki sé til fjármagn og mannskapur til þess að sinna meðferðum fyrir kynferðisafbrotamenn þrátt fyrir heimild dómara til þess að dæma þá til meðferðar. Hjá Fangelsismálastofnun starfi tveir sálfræðingar sem sinna meðferðum þeirra sex hundruð einstaklinga sem hlotið hafa dóm. Anna er einn helsti talsmaður þess að gerendur kynferðisofbeldis fái meðferð og er ein af fáum hér á landi sem veita slíka meðferð. Hún telur að slík meðferð geti skipt miklu máli. Rannsóknir sýni að hægt sé að lækka ítrekunartíðni kynferðisbrota um helming með því að veita meðferð. „Aðalvandinn er sá að ekki er til markvisst úrræði né fjármagn til þess að veita kynferðisafbrotamönnum viðeigandi meðferð,“ segir Anna sem hefur þurft að veita kynferðisafbrotamönnum meðferðir án endurgjalds. „Það er þó ekki hægt að gera það endalaust ókeypis.“Anna Kristín Newtonvísir/ernirÍ dag er tveir einstaklingar sem afplána skilorðsbundinn dóm gegn því að þeir sæti meðferð. „Það var þó í raun óljóst hver ætti að veita þá meðferð. Fangelsismálastofnun fær enga fjármuni til þess að framkvæma hana. Hvernig eigum við þá að geta sinnt því? Í augnablikinu erum við bara með tvo slíka einstaklinga í meðferð hjá okkur og þá sinnum við því auðvitað þrátt fyrir að fá ekki fjármagn til þess.“ Þá bendir Anna á að það þurfi að vera skýrt þegar menn eru dæmdir til meðferðar um hvaða meðferð ræðir. Dómarar þurfi að ganga úr skugga um að hún sé viðunandi og til þess fallin að taka á hegðun gerandans. „Þú sendir ekki geranda kynferðisofbeldis í áfengismeðferð eða þunglyndismeðferð,“ segir sem kveður einstaklinga sem afplána refsidóm alla jafna ekki hættuleg samfélaginu á meðan þeir sitja í fangelsi. Áhættan komi hins vegar fram þegar einstaklingurinn hefur lokið afplánun og fer aftur út í samfélagið. „Þess vegna finnst mér að þrátt fyrir skort á fjármunum og sálfræðingum þá ætti að veita markvissari meðferðir sem hluta af dómi.“
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Sjá meira