Fjármagn til meðferðar kynferðisbrotamanna fæst ekki Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. júlí 2015 07:00 Í dag eru tveir einstaklingar sem afplána skilorðsbundinn dóm gegn því að sæta meðferð. Myndin er sviðsett. nordicphotos/getty „Það er alltof lítið gert af því að dæma menn til meðferðar. Þó þarf einhver að greiða fyrir meðferðina, vandinn liggur kannski í því,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Anna bendir á að ekki sé til fjármagn og mannskapur til þess að sinna meðferðum fyrir kynferðisafbrotamenn þrátt fyrir heimild dómara til þess að dæma þá til meðferðar. Hjá Fangelsismálastofnun starfi tveir sálfræðingar sem sinna meðferðum þeirra sex hundruð einstaklinga sem hlotið hafa dóm. Anna er einn helsti talsmaður þess að gerendur kynferðisofbeldis fái meðferð og er ein af fáum hér á landi sem veita slíka meðferð. Hún telur að slík meðferð geti skipt miklu máli. Rannsóknir sýni að hægt sé að lækka ítrekunartíðni kynferðisbrota um helming með því að veita meðferð. „Aðalvandinn er sá að ekki er til markvisst úrræði né fjármagn til þess að veita kynferðisafbrotamönnum viðeigandi meðferð,“ segir Anna sem hefur þurft að veita kynferðisafbrotamönnum meðferðir án endurgjalds. „Það er þó ekki hægt að gera það endalaust ókeypis.“Anna Kristín Newtonvísir/ernirÍ dag er tveir einstaklingar sem afplána skilorðsbundinn dóm gegn því að þeir sæti meðferð. „Það var þó í raun óljóst hver ætti að veita þá meðferð. Fangelsismálastofnun fær enga fjármuni til þess að framkvæma hana. Hvernig eigum við þá að geta sinnt því? Í augnablikinu erum við bara með tvo slíka einstaklinga í meðferð hjá okkur og þá sinnum við því auðvitað þrátt fyrir að fá ekki fjármagn til þess.“ Þá bendir Anna á að það þurfi að vera skýrt þegar menn eru dæmdir til meðferðar um hvaða meðferð ræðir. Dómarar þurfi að ganga úr skugga um að hún sé viðunandi og til þess fallin að taka á hegðun gerandans. „Þú sendir ekki geranda kynferðisofbeldis í áfengismeðferð eða þunglyndismeðferð,“ segir sem kveður einstaklinga sem afplána refsidóm alla jafna ekki hættuleg samfélaginu á meðan þeir sitja í fangelsi. Áhættan komi hins vegar fram þegar einstaklingurinn hefur lokið afplánun og fer aftur út í samfélagið. „Þess vegna finnst mér að þrátt fyrir skort á fjármunum og sálfræðingum þá ætti að veita markvissari meðferðir sem hluta af dómi.“ Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
„Það er alltof lítið gert af því að dæma menn til meðferðar. Þó þarf einhver að greiða fyrir meðferðina, vandinn liggur kannski í því,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Anna bendir á að ekki sé til fjármagn og mannskapur til þess að sinna meðferðum fyrir kynferðisafbrotamenn þrátt fyrir heimild dómara til þess að dæma þá til meðferðar. Hjá Fangelsismálastofnun starfi tveir sálfræðingar sem sinna meðferðum þeirra sex hundruð einstaklinga sem hlotið hafa dóm. Anna er einn helsti talsmaður þess að gerendur kynferðisofbeldis fái meðferð og er ein af fáum hér á landi sem veita slíka meðferð. Hún telur að slík meðferð geti skipt miklu máli. Rannsóknir sýni að hægt sé að lækka ítrekunartíðni kynferðisbrota um helming með því að veita meðferð. „Aðalvandinn er sá að ekki er til markvisst úrræði né fjármagn til þess að veita kynferðisafbrotamönnum viðeigandi meðferð,“ segir Anna sem hefur þurft að veita kynferðisafbrotamönnum meðferðir án endurgjalds. „Það er þó ekki hægt að gera það endalaust ókeypis.“Anna Kristín Newtonvísir/ernirÍ dag er tveir einstaklingar sem afplána skilorðsbundinn dóm gegn því að þeir sæti meðferð. „Það var þó í raun óljóst hver ætti að veita þá meðferð. Fangelsismálastofnun fær enga fjármuni til þess að framkvæma hana. Hvernig eigum við þá að geta sinnt því? Í augnablikinu erum við bara með tvo slíka einstaklinga í meðferð hjá okkur og þá sinnum við því auðvitað þrátt fyrir að fá ekki fjármagn til þess.“ Þá bendir Anna á að það þurfi að vera skýrt þegar menn eru dæmdir til meðferðar um hvaða meðferð ræðir. Dómarar þurfi að ganga úr skugga um að hún sé viðunandi og til þess fallin að taka á hegðun gerandans. „Þú sendir ekki geranda kynferðisofbeldis í áfengismeðferð eða þunglyndismeðferð,“ segir sem kveður einstaklinga sem afplána refsidóm alla jafna ekki hættuleg samfélaginu á meðan þeir sitja í fangelsi. Áhættan komi hins vegar fram þegar einstaklingurinn hefur lokið afplánun og fer aftur út í samfélagið. „Þess vegna finnst mér að þrátt fyrir skort á fjármunum og sálfræðingum þá ætti að veita markvissari meðferðir sem hluta af dómi.“
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira