Fjármálakerfi á eigin fótum Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 25. október 2012 06:00 Í Evrópu á sér stað mikil umræða um færar leiðir til að láta fjármálakerfi álfunnar standa á eigin fótum. Ekki er það að ósekju enda ógnar óstöðugleiki fjármálakerfisins lífskjörum heillar álfu. Og þó svo að Ísland sé komið í skjól af sinni fjármálakreppu og efnahagsbatinn ásættanlegur, þegar horft er til umfangs hrunsins, er ástæða til að staldra við og hugsa til framtíðarskipanar fjármálakerfisins hér á landi. Mögulega geta reynst dýrmætar lexíur í hrakförum landsins þegar kemur að bankastarfsemi. InnstæðutryggingarkerfiÍslandi, sem aðila að EES, er skylt að hafa virkt kerfi tryggingarsjóðs innstæðueigenda. Rík ástæða er til að efast um gagnsemi slíks kerfis og það sem verra er, slíkt kerfi getur verið blekkjandi. Fjármálastofnunum er skylt að borga tiltekna upphæð í tryggingarkerfi til að mæta áföllum ef slík stofnun skyldi ekki geta staðið við skuldbindingar sínar. Það er þó ljóst að tryggingarkerfið þolir ekki einu sinni fall meðalstórrar fjármálastofnunar enda þyrftu bankarnir að reiða fram ógnarfjárhæðir inn í tryggingarsjóðinn til að slíkt væri gerlegt. Neyðarlögin færa okkur svo sannindin um það að aldrei verður hægt að reiða sig á tryggingarsjóð þegar komið er að stóru fjármálalegu áfalli. Með þeim er farin sú leið að veita sparifjáreigendum forgang í eignir fallinna fjármálastofnana enda ekki hægt að reiða sig á tryggingarsjóðinn til að mæta sparifjáreigendum. Sparifé landsmanna var yfir 1.000 milljarðar við hrun en tryggingarsjóður innstæðueiganda hafði nokkra milljarða til ráðstöfunar. Forgangur sparifjáreigendaTil framtíðar væri því rétt að festa í lög forgang sparifjáreigenda í þrotabú fallinna fjármálastofnana og leggja niður tryggingarsjóð innstæðueigenda. Með þessu eru nokkur mikilvæg atriði tryggð. Í fyrsta lagi eru sparifjáreigendur raunverulega tryggðir í stað þess að þurfa að reiða sig á tryggingarkerfi sem getur ekki með nokkrum hætti staðið undir þeirri tryggingu sem heitið er. Í öðru lagi er kröfuhöfum ljóst að þeir koma á eftir sparifjáreigendum þegar kemur að uppgjöri búa sem tryggir gagnsæi og vonandi að þeir vandi sig í frekari lánveitingum til fjármálastofnana. Í þriðja lagi er skýrt að eignir bankanna eiga að vera trygging sparifjáreigenda og að skattgreiðendur eða ríkið eru algjörlega fyrir utan mögulegt áfall í fjármálageiranum. Sparifjáreigendur verða því að velja fjármálastofnanir sem álitið er að fjárfesti skynsamlega því á endanum verður það stofnunin sem þarf að gera reikningsskil á innstæðum fari illa. Með þessu er ríkisábyrgð á innstæðum algjörlega afnumin með skýrum hætti sem ekki er ljóst að sé reyndin þegar horft er á tryggingarsjóðskerfið. Aðskilnaður fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemiTalsmönnum þeirra er telja aðskilnað á fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi vera skynsamlegan ættu að sjá að þau markmið sem búa að baki slíkum aðskilnaði eru tryggð. Einn helsti ókostur slíkrar leiðar er að það er vandkvæðum bundið að draga landamæri milli fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi. Slíkt er ekki vandamál með forgang innstæðueiganda en hún tryggir jafnframt að viðskiptabankastarfsemin nýtur forgangs á kostnað fjárfestingabankastarfseminnar. Þannig þurfa bankar að gera það upp við sig hvort þeir starfræki innlánastarfsemi vitandi það að ef illa fer njóta innlánseigendur forgangs í þrotabúið. Þetta dregur einnig úr áhættusækni fjármálastofnana, gerir það jafnframt ljóst að ríkið mun ekki koma föllnum fjármálastofnunum til hjálpar og trygging sparifjáreigenda verður í formi eigna bankans. Einn lærdómur hrunsins er nefnilega sá að á meðan ófullburða tryggingarsjóðskerfi er til staðar ályktuðu margir sem svo að ríkið kæmi alltaf til hjálpar m.a. til að leysa vanda sparifjáreigenda. Að lokum má nefna að þær upphæðir sem fjármálastofnanir borga inn í tryggingarsjóðinn í dag geta runnið til ríkisins og þannig mætt þeirri skuldsetningu sem ríkissjóður varð fyrir þegar íslenska efnahagsundrið hrundi. Það er þó ekki forsenda fyrir því að þessi leið gangi upp og væri æskilegt að stjórnmálamenn næðu saman um útfærslu á raunverulegu tryggingarsjóðskerfi. Leiðin sem hér er reifuð ætti að geta náð samhljómi meðal stjórnmálamanna þvert á hið pólitíska litróf enda flestir sammála um að fjármálakerfi eigi að standa á eigin fótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Evrópu á sér stað mikil umræða um færar leiðir til að láta fjármálakerfi álfunnar standa á eigin fótum. Ekki er það að ósekju enda ógnar óstöðugleiki fjármálakerfisins lífskjörum heillar álfu. Og þó svo að Ísland sé komið í skjól af sinni fjármálakreppu og efnahagsbatinn ásættanlegur, þegar horft er til umfangs hrunsins, er ástæða til að staldra við og hugsa til framtíðarskipanar fjármálakerfisins hér á landi. Mögulega geta reynst dýrmætar lexíur í hrakförum landsins þegar kemur að bankastarfsemi. InnstæðutryggingarkerfiÍslandi, sem aðila að EES, er skylt að hafa virkt kerfi tryggingarsjóðs innstæðueigenda. Rík ástæða er til að efast um gagnsemi slíks kerfis og það sem verra er, slíkt kerfi getur verið blekkjandi. Fjármálastofnunum er skylt að borga tiltekna upphæð í tryggingarkerfi til að mæta áföllum ef slík stofnun skyldi ekki geta staðið við skuldbindingar sínar. Það er þó ljóst að tryggingarkerfið þolir ekki einu sinni fall meðalstórrar fjármálastofnunar enda þyrftu bankarnir að reiða fram ógnarfjárhæðir inn í tryggingarsjóðinn til að slíkt væri gerlegt. Neyðarlögin færa okkur svo sannindin um það að aldrei verður hægt að reiða sig á tryggingarsjóð þegar komið er að stóru fjármálalegu áfalli. Með þeim er farin sú leið að veita sparifjáreigendum forgang í eignir fallinna fjármálastofnana enda ekki hægt að reiða sig á tryggingarsjóðinn til að mæta sparifjáreigendum. Sparifé landsmanna var yfir 1.000 milljarðar við hrun en tryggingarsjóður innstæðueiganda hafði nokkra milljarða til ráðstöfunar. Forgangur sparifjáreigendaTil framtíðar væri því rétt að festa í lög forgang sparifjáreigenda í þrotabú fallinna fjármálastofnana og leggja niður tryggingarsjóð innstæðueigenda. Með þessu eru nokkur mikilvæg atriði tryggð. Í fyrsta lagi eru sparifjáreigendur raunverulega tryggðir í stað þess að þurfa að reiða sig á tryggingarkerfi sem getur ekki með nokkrum hætti staðið undir þeirri tryggingu sem heitið er. Í öðru lagi er kröfuhöfum ljóst að þeir koma á eftir sparifjáreigendum þegar kemur að uppgjöri búa sem tryggir gagnsæi og vonandi að þeir vandi sig í frekari lánveitingum til fjármálastofnana. Í þriðja lagi er skýrt að eignir bankanna eiga að vera trygging sparifjáreigenda og að skattgreiðendur eða ríkið eru algjörlega fyrir utan mögulegt áfall í fjármálageiranum. Sparifjáreigendur verða því að velja fjármálastofnanir sem álitið er að fjárfesti skynsamlega því á endanum verður það stofnunin sem þarf að gera reikningsskil á innstæðum fari illa. Með þessu er ríkisábyrgð á innstæðum algjörlega afnumin með skýrum hætti sem ekki er ljóst að sé reyndin þegar horft er á tryggingarsjóðskerfið. Aðskilnaður fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemiTalsmönnum þeirra er telja aðskilnað á fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi vera skynsamlegan ættu að sjá að þau markmið sem búa að baki slíkum aðskilnaði eru tryggð. Einn helsti ókostur slíkrar leiðar er að það er vandkvæðum bundið að draga landamæri milli fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi. Slíkt er ekki vandamál með forgang innstæðueiganda en hún tryggir jafnframt að viðskiptabankastarfsemin nýtur forgangs á kostnað fjárfestingabankastarfseminnar. Þannig þurfa bankar að gera það upp við sig hvort þeir starfræki innlánastarfsemi vitandi það að ef illa fer njóta innlánseigendur forgangs í þrotabúið. Þetta dregur einnig úr áhættusækni fjármálastofnana, gerir það jafnframt ljóst að ríkið mun ekki koma föllnum fjármálastofnunum til hjálpar og trygging sparifjáreigenda verður í formi eigna bankans. Einn lærdómur hrunsins er nefnilega sá að á meðan ófullburða tryggingarsjóðskerfi er til staðar ályktuðu margir sem svo að ríkið kæmi alltaf til hjálpar m.a. til að leysa vanda sparifjáreigenda. Að lokum má nefna að þær upphæðir sem fjármálastofnanir borga inn í tryggingarsjóðinn í dag geta runnið til ríkisins og þannig mætt þeirri skuldsetningu sem ríkissjóður varð fyrir þegar íslenska efnahagsundrið hrundi. Það er þó ekki forsenda fyrir því að þessi leið gangi upp og væri æskilegt að stjórnmálamenn næðu saman um útfærslu á raunverulegu tryggingarsjóðskerfi. Leiðin sem hér er reifuð ætti að geta náð samhljómi meðal stjórnmálamanna þvert á hið pólitíska litróf enda flestir sammála um að fjármálakerfi eigi að standa á eigin fótum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun