Fjármálakerfi á eigin fótum Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 25. október 2012 06:00 Í Evrópu á sér stað mikil umræða um færar leiðir til að láta fjármálakerfi álfunnar standa á eigin fótum. Ekki er það að ósekju enda ógnar óstöðugleiki fjármálakerfisins lífskjörum heillar álfu. Og þó svo að Ísland sé komið í skjól af sinni fjármálakreppu og efnahagsbatinn ásættanlegur, þegar horft er til umfangs hrunsins, er ástæða til að staldra við og hugsa til framtíðarskipanar fjármálakerfisins hér á landi. Mögulega geta reynst dýrmætar lexíur í hrakförum landsins þegar kemur að bankastarfsemi. InnstæðutryggingarkerfiÍslandi, sem aðila að EES, er skylt að hafa virkt kerfi tryggingarsjóðs innstæðueigenda. Rík ástæða er til að efast um gagnsemi slíks kerfis og það sem verra er, slíkt kerfi getur verið blekkjandi. Fjármálastofnunum er skylt að borga tiltekna upphæð í tryggingarkerfi til að mæta áföllum ef slík stofnun skyldi ekki geta staðið við skuldbindingar sínar. Það er þó ljóst að tryggingarkerfið þolir ekki einu sinni fall meðalstórrar fjármálastofnunar enda þyrftu bankarnir að reiða fram ógnarfjárhæðir inn í tryggingarsjóðinn til að slíkt væri gerlegt. Neyðarlögin færa okkur svo sannindin um það að aldrei verður hægt að reiða sig á tryggingarsjóð þegar komið er að stóru fjármálalegu áfalli. Með þeim er farin sú leið að veita sparifjáreigendum forgang í eignir fallinna fjármálastofnana enda ekki hægt að reiða sig á tryggingarsjóðinn til að mæta sparifjáreigendum. Sparifé landsmanna var yfir 1.000 milljarðar við hrun en tryggingarsjóður innstæðueiganda hafði nokkra milljarða til ráðstöfunar. Forgangur sparifjáreigendaTil framtíðar væri því rétt að festa í lög forgang sparifjáreigenda í þrotabú fallinna fjármálastofnana og leggja niður tryggingarsjóð innstæðueigenda. Með þessu eru nokkur mikilvæg atriði tryggð. Í fyrsta lagi eru sparifjáreigendur raunverulega tryggðir í stað þess að þurfa að reiða sig á tryggingarkerfi sem getur ekki með nokkrum hætti staðið undir þeirri tryggingu sem heitið er. Í öðru lagi er kröfuhöfum ljóst að þeir koma á eftir sparifjáreigendum þegar kemur að uppgjöri búa sem tryggir gagnsæi og vonandi að þeir vandi sig í frekari lánveitingum til fjármálastofnana. Í þriðja lagi er skýrt að eignir bankanna eiga að vera trygging sparifjáreigenda og að skattgreiðendur eða ríkið eru algjörlega fyrir utan mögulegt áfall í fjármálageiranum. Sparifjáreigendur verða því að velja fjármálastofnanir sem álitið er að fjárfesti skynsamlega því á endanum verður það stofnunin sem þarf að gera reikningsskil á innstæðum fari illa. Með þessu er ríkisábyrgð á innstæðum algjörlega afnumin með skýrum hætti sem ekki er ljóst að sé reyndin þegar horft er á tryggingarsjóðskerfið. Aðskilnaður fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemiTalsmönnum þeirra er telja aðskilnað á fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi vera skynsamlegan ættu að sjá að þau markmið sem búa að baki slíkum aðskilnaði eru tryggð. Einn helsti ókostur slíkrar leiðar er að það er vandkvæðum bundið að draga landamæri milli fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi. Slíkt er ekki vandamál með forgang innstæðueiganda en hún tryggir jafnframt að viðskiptabankastarfsemin nýtur forgangs á kostnað fjárfestingabankastarfseminnar. Þannig þurfa bankar að gera það upp við sig hvort þeir starfræki innlánastarfsemi vitandi það að ef illa fer njóta innlánseigendur forgangs í þrotabúið. Þetta dregur einnig úr áhættusækni fjármálastofnana, gerir það jafnframt ljóst að ríkið mun ekki koma föllnum fjármálastofnunum til hjálpar og trygging sparifjáreigenda verður í formi eigna bankans. Einn lærdómur hrunsins er nefnilega sá að á meðan ófullburða tryggingarsjóðskerfi er til staðar ályktuðu margir sem svo að ríkið kæmi alltaf til hjálpar m.a. til að leysa vanda sparifjáreigenda. Að lokum má nefna að þær upphæðir sem fjármálastofnanir borga inn í tryggingarsjóðinn í dag geta runnið til ríkisins og þannig mætt þeirri skuldsetningu sem ríkissjóður varð fyrir þegar íslenska efnahagsundrið hrundi. Það er þó ekki forsenda fyrir því að þessi leið gangi upp og væri æskilegt að stjórnmálamenn næðu saman um útfærslu á raunverulegu tryggingarsjóðskerfi. Leiðin sem hér er reifuð ætti að geta náð samhljómi meðal stjórnmálamanna þvert á hið pólitíska litróf enda flestir sammála um að fjármálakerfi eigi að standa á eigin fótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Evrópu á sér stað mikil umræða um færar leiðir til að láta fjármálakerfi álfunnar standa á eigin fótum. Ekki er það að ósekju enda ógnar óstöðugleiki fjármálakerfisins lífskjörum heillar álfu. Og þó svo að Ísland sé komið í skjól af sinni fjármálakreppu og efnahagsbatinn ásættanlegur, þegar horft er til umfangs hrunsins, er ástæða til að staldra við og hugsa til framtíðarskipanar fjármálakerfisins hér á landi. Mögulega geta reynst dýrmætar lexíur í hrakförum landsins þegar kemur að bankastarfsemi. InnstæðutryggingarkerfiÍslandi, sem aðila að EES, er skylt að hafa virkt kerfi tryggingarsjóðs innstæðueigenda. Rík ástæða er til að efast um gagnsemi slíks kerfis og það sem verra er, slíkt kerfi getur verið blekkjandi. Fjármálastofnunum er skylt að borga tiltekna upphæð í tryggingarkerfi til að mæta áföllum ef slík stofnun skyldi ekki geta staðið við skuldbindingar sínar. Það er þó ljóst að tryggingarkerfið þolir ekki einu sinni fall meðalstórrar fjármálastofnunar enda þyrftu bankarnir að reiða fram ógnarfjárhæðir inn í tryggingarsjóðinn til að slíkt væri gerlegt. Neyðarlögin færa okkur svo sannindin um það að aldrei verður hægt að reiða sig á tryggingarsjóð þegar komið er að stóru fjármálalegu áfalli. Með þeim er farin sú leið að veita sparifjáreigendum forgang í eignir fallinna fjármálastofnana enda ekki hægt að reiða sig á tryggingarsjóðinn til að mæta sparifjáreigendum. Sparifé landsmanna var yfir 1.000 milljarðar við hrun en tryggingarsjóður innstæðueiganda hafði nokkra milljarða til ráðstöfunar. Forgangur sparifjáreigendaTil framtíðar væri því rétt að festa í lög forgang sparifjáreigenda í þrotabú fallinna fjármálastofnana og leggja niður tryggingarsjóð innstæðueigenda. Með þessu eru nokkur mikilvæg atriði tryggð. Í fyrsta lagi eru sparifjáreigendur raunverulega tryggðir í stað þess að þurfa að reiða sig á tryggingarkerfi sem getur ekki með nokkrum hætti staðið undir þeirri tryggingu sem heitið er. Í öðru lagi er kröfuhöfum ljóst að þeir koma á eftir sparifjáreigendum þegar kemur að uppgjöri búa sem tryggir gagnsæi og vonandi að þeir vandi sig í frekari lánveitingum til fjármálastofnana. Í þriðja lagi er skýrt að eignir bankanna eiga að vera trygging sparifjáreigenda og að skattgreiðendur eða ríkið eru algjörlega fyrir utan mögulegt áfall í fjármálageiranum. Sparifjáreigendur verða því að velja fjármálastofnanir sem álitið er að fjárfesti skynsamlega því á endanum verður það stofnunin sem þarf að gera reikningsskil á innstæðum fari illa. Með þessu er ríkisábyrgð á innstæðum algjörlega afnumin með skýrum hætti sem ekki er ljóst að sé reyndin þegar horft er á tryggingarsjóðskerfið. Aðskilnaður fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemiTalsmönnum þeirra er telja aðskilnað á fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi vera skynsamlegan ættu að sjá að þau markmið sem búa að baki slíkum aðskilnaði eru tryggð. Einn helsti ókostur slíkrar leiðar er að það er vandkvæðum bundið að draga landamæri milli fjárfestinga- og viðskiptabankastarfsemi. Slíkt er ekki vandamál með forgang innstæðueiganda en hún tryggir jafnframt að viðskiptabankastarfsemin nýtur forgangs á kostnað fjárfestingabankastarfseminnar. Þannig þurfa bankar að gera það upp við sig hvort þeir starfræki innlánastarfsemi vitandi það að ef illa fer njóta innlánseigendur forgangs í þrotabúið. Þetta dregur einnig úr áhættusækni fjármálastofnana, gerir það jafnframt ljóst að ríkið mun ekki koma föllnum fjármálastofnunum til hjálpar og trygging sparifjáreigenda verður í formi eigna bankans. Einn lærdómur hrunsins er nefnilega sá að á meðan ófullburða tryggingarsjóðskerfi er til staðar ályktuðu margir sem svo að ríkið kæmi alltaf til hjálpar m.a. til að leysa vanda sparifjáreigenda. Að lokum má nefna að þær upphæðir sem fjármálastofnanir borga inn í tryggingarsjóðinn í dag geta runnið til ríkisins og þannig mætt þeirri skuldsetningu sem ríkissjóður varð fyrir þegar íslenska efnahagsundrið hrundi. Það er þó ekki forsenda fyrir því að þessi leið gangi upp og væri æskilegt að stjórnmálamenn næðu saman um útfærslu á raunverulegu tryggingarsjóðskerfi. Leiðin sem hér er reifuð ætti að geta náð samhljómi meðal stjórnmálamanna þvert á hið pólitíska litróf enda flestir sammála um að fjármálakerfi eigi að standa á eigin fótum.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar