Fjármálalæsi Sölvi Sveinsson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Rannsóknir Breka Karlssonar, forstöðumanns Stofnunar um fjármálalæsi, hafa sýnt að landsmenn eru illa að sér um fjármál, bæði ungir og aldnir. Allt of margir fá falleinkunn í könnunum Breka. Vitnisburður um fjármálaólæsi blasir við í fréttum flesta daga og er margsinnis ástæða fyrir ófarnaði einstaklinga. Og hvað er þá til ráða? Í námsefni fyrir grunnskóla er allvíða vikið að fjármálum, einkum í stærðfræði, lífsleikni og heimilisfræði; í reikningnum eru m.a. til sérstök þemahefti um efnið. Vandinn er hins vegar sá að það virðist vera tilviljun háð og kunnáttu kennara hvort og þá hvernig þetta efni er kennt. Á því verður að ráða bót. Fjármálalæsi kemur við sögu í nýrri námsskrá fyrir grunnskóla og nú er að því unnið að skilgreind verði sú hæfni sem unglingar eiga að búa yfir þegar þeir ljúka grunnskóla og hún verði þá hluti af einkunn þeirra. Ekki þarf að óttast námsefnisþurrð því að margar og góðar hugmyndir liggja fyrir hjá einstaklingum og forlögum til viðbótar við það efni sem þegar er til.Íhaldssemi skóla Í framhaldsskóla eru fjármál m.a. á dagskrá í lífsleikni og í viðskiptagreinum, þar sem þær eru kenndar. Brýnt er að skilgreina hæfniviðmið fyrir framhaldsskólann í þessum efnum því að hartnær allir unglingar eru a.m.k. tvö ár í framhaldsskóla. Þeir eru neytendur framtíðarinnar og verða að kunna fótum sínum fjárhagsleg forráð; ekki veitir heldur af að styrkja vitund þeirra sem neytenda, því að landsmenn eru að jafnaði afar ógagnrýnir miðað við það sem tíðkast í nágrannalöndum og vestur í Ameríku, en hér kyngja flestir neytendur möglunarlaust því sem að þeim er borið. Siðfræði er nauðsynleg námsgrein í þessu samhengi. Skólakerfið hefur vanrækt fjármálafræðslu og hún er ómarkviss og líklega endurtekningasöm milli grunn- og framhaldsskóla. Átaksverkefni sem nú er unnið að mætir nokkru tómlæti. Nú veit ég vissulega að þrýst er á skólana til að koma þar að ýmiss konar efni og finnst mörgum sem ekki sé á þá bætandi. En þá er líka á hitt að líta að skólar eru íhaldssamir. Kannski mótast þeir meira af fortíð kennara en framtíð nemenda. Lausleg athugun á námsskrám grunn- og framhaldsskóla á heimasíðum þeirra sýnir ljóslega að fjármálalæsi er höfundum þeirra ekki ofarlega í huga. Á þessu verður að ráða bót, það er hagur allra. Endurmenntun kennara er lykilatriði í þessum efnum og skólakerfið verður að vakna til vitundar um ábyrgð sína. Ráðuneyti menntamála þarf að geirnegla fræðslu um fjármál í námsskrár grunn- og framhaldsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir Breka Karlssonar, forstöðumanns Stofnunar um fjármálalæsi, hafa sýnt að landsmenn eru illa að sér um fjármál, bæði ungir og aldnir. Allt of margir fá falleinkunn í könnunum Breka. Vitnisburður um fjármálaólæsi blasir við í fréttum flesta daga og er margsinnis ástæða fyrir ófarnaði einstaklinga. Og hvað er þá til ráða? Í námsefni fyrir grunnskóla er allvíða vikið að fjármálum, einkum í stærðfræði, lífsleikni og heimilisfræði; í reikningnum eru m.a. til sérstök þemahefti um efnið. Vandinn er hins vegar sá að það virðist vera tilviljun háð og kunnáttu kennara hvort og þá hvernig þetta efni er kennt. Á því verður að ráða bót. Fjármálalæsi kemur við sögu í nýrri námsskrá fyrir grunnskóla og nú er að því unnið að skilgreind verði sú hæfni sem unglingar eiga að búa yfir þegar þeir ljúka grunnskóla og hún verði þá hluti af einkunn þeirra. Ekki þarf að óttast námsefnisþurrð því að margar og góðar hugmyndir liggja fyrir hjá einstaklingum og forlögum til viðbótar við það efni sem þegar er til.Íhaldssemi skóla Í framhaldsskóla eru fjármál m.a. á dagskrá í lífsleikni og í viðskiptagreinum, þar sem þær eru kenndar. Brýnt er að skilgreina hæfniviðmið fyrir framhaldsskólann í þessum efnum því að hartnær allir unglingar eru a.m.k. tvö ár í framhaldsskóla. Þeir eru neytendur framtíðarinnar og verða að kunna fótum sínum fjárhagsleg forráð; ekki veitir heldur af að styrkja vitund þeirra sem neytenda, því að landsmenn eru að jafnaði afar ógagnrýnir miðað við það sem tíðkast í nágrannalöndum og vestur í Ameríku, en hér kyngja flestir neytendur möglunarlaust því sem að þeim er borið. Siðfræði er nauðsynleg námsgrein í þessu samhengi. Skólakerfið hefur vanrækt fjármálafræðslu og hún er ómarkviss og líklega endurtekningasöm milli grunn- og framhaldsskóla. Átaksverkefni sem nú er unnið að mætir nokkru tómlæti. Nú veit ég vissulega að þrýst er á skólana til að koma þar að ýmiss konar efni og finnst mörgum sem ekki sé á þá bætandi. En þá er líka á hitt að líta að skólar eru íhaldssamir. Kannski mótast þeir meira af fortíð kennara en framtíð nemenda. Lausleg athugun á námsskrám grunn- og framhaldsskóla á heimasíðum þeirra sýnir ljóslega að fjármálalæsi er höfundum þeirra ekki ofarlega í huga. Á þessu verður að ráða bót, það er hagur allra. Endurmenntun kennara er lykilatriði í þessum efnum og skólakerfið verður að vakna til vitundar um ábyrgð sína. Ráðuneyti menntamála þarf að geirnegla fræðslu um fjármál í námsskrár grunn- og framhaldsskóla.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar