Fjarstæða að hér sé bólumyndun Snærós Sindradóttir skrifar 22. júlí 2015 07:00 Mikill fjöldi byggingakrana er í Urriðaholti í Garðabæ. Þar rís nýtt hverfi við Urriðavatn og allt stefnir í að grunnskólar, leikskólar og atvinnuhúsnæði verði í hverfinu. vísir/andri marinó Byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um fimmtán á milli ára. Fjöldi krana hefur hingað til þótt gefa ákveðnar upplýsingar um efnahagsástand lands og hefur oft verið nefndur kranavísitala. „Það er bara alveg fjarstæðukennt að tala um einhverja bólumyndun. Við erum með bransa sem dróst saman á árunum 2009 og 2010 og var enn að dragast saman árið 2012 um 50, 60 og 70 prósent,“ segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann bendir á að byggingabransinn sé margfalt minni en hann var fyrir hrun. Fjárfestingarstigið allt saman er enn frekar lágt. Og í raun þyrfti það að vera miklu hærra.“ Helstu vankantarnir á framkvæmdum nú séu að það vantar litlar og meðalstórar íbúðir. „Það vantar réttu hvatana til að mæta þeirri eftirspurn sem við vitum að er fyrir hendi. Það er ekki brjáluð eftirspurn eftir dýrum og stórum íbúðum,“ segir Bjarni. Þeir sem hafa áhyggjur af þenslumyndun benda jafnan á að iðnaðarmenn vanti til að manna þær framkvæmdir sem eru á teikniborðinu. Bjarni segir að skorturinn sé vissulega til staðar. „Þá erum við ekki að taka tillit til þess að starfandi í þessari grein er bara um það bil helmingur af þeim sem voru starfandi hér árið 2007.“Bjarni Már GylfasonHann telur að enn sé töluvert svigrúm eftir í framkvæmdum áður en hægt sé að tala um bólumyndun. „Alveg klárlega. Það verður að taka tillit til þess að greinin meira en helmingaðist á árunum eftir hrun.“ Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar, félags byggingarmanna, hefur áhyggjur af þenslumyndun hér á landi. „Það er verið að ræða um töluvert mikið af verkefnum sem eru fram undan. Áður en við lendum í einhverri bólu þá vil ég að við setjumst niður og skoðum hvort það er ekki hægt að stýra þessu með einhverjum hætti þannig að við séum ekki að lenda í að vera með allt of mikið undir í einu.“Hann er þeirrar skoðunar að skortur á iðnaðarmönnum bendi til ofþenslu. Aðspurður hvort félag byggingarmanna hafi ekki ríka hagsmuni af því að hér sé framkvæmt mikið segir Finnbjörn: „Jú, mikil ósköp, en það verður að vera einhver smá einhver hugsun í því. Við erum búin að upplifa það að það verður algjört þensluástand og svo atvinnuleysi á eftir. Við viljum frekar hafa þetta svolítið jafnara.“ Guðjón Emilsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, hefur í gegnum árin fylgst með kranavísitölunni. „Það er merkilegt hvað þessar tölur hafa lýst íbúðafjárfestingu vel. Þetta er ekki að ná þessum hæðum eins og 2007. Í mínum huga erum við ekki á sama þensluskeiði og þá.“ Hann segir að vöxtur í íbúðarfjárfestingu hafi verið neikvæður á fyrsta ársfjórðungi. „Eins og staðan er virðist þetta vera í jafnvægi. Vísitölurnar sýna ákveðið jafnvægi.“ Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um fimmtán á milli ára. Fjöldi krana hefur hingað til þótt gefa ákveðnar upplýsingar um efnahagsástand lands og hefur oft verið nefndur kranavísitala. „Það er bara alveg fjarstæðukennt að tala um einhverja bólumyndun. Við erum með bransa sem dróst saman á árunum 2009 og 2010 og var enn að dragast saman árið 2012 um 50, 60 og 70 prósent,“ segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann bendir á að byggingabransinn sé margfalt minni en hann var fyrir hrun. Fjárfestingarstigið allt saman er enn frekar lágt. Og í raun þyrfti það að vera miklu hærra.“ Helstu vankantarnir á framkvæmdum nú séu að það vantar litlar og meðalstórar íbúðir. „Það vantar réttu hvatana til að mæta þeirri eftirspurn sem við vitum að er fyrir hendi. Það er ekki brjáluð eftirspurn eftir dýrum og stórum íbúðum,“ segir Bjarni. Þeir sem hafa áhyggjur af þenslumyndun benda jafnan á að iðnaðarmenn vanti til að manna þær framkvæmdir sem eru á teikniborðinu. Bjarni segir að skorturinn sé vissulega til staðar. „Þá erum við ekki að taka tillit til þess að starfandi í þessari grein er bara um það bil helmingur af þeim sem voru starfandi hér árið 2007.“Bjarni Már GylfasonHann telur að enn sé töluvert svigrúm eftir í framkvæmdum áður en hægt sé að tala um bólumyndun. „Alveg klárlega. Það verður að taka tillit til þess að greinin meira en helmingaðist á árunum eftir hrun.“ Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar, félags byggingarmanna, hefur áhyggjur af þenslumyndun hér á landi. „Það er verið að ræða um töluvert mikið af verkefnum sem eru fram undan. Áður en við lendum í einhverri bólu þá vil ég að við setjumst niður og skoðum hvort það er ekki hægt að stýra þessu með einhverjum hætti þannig að við séum ekki að lenda í að vera með allt of mikið undir í einu.“Hann er þeirrar skoðunar að skortur á iðnaðarmönnum bendi til ofþenslu. Aðspurður hvort félag byggingarmanna hafi ekki ríka hagsmuni af því að hér sé framkvæmt mikið segir Finnbjörn: „Jú, mikil ósköp, en það verður að vera einhver smá einhver hugsun í því. Við erum búin að upplifa það að það verður algjört þensluástand og svo atvinnuleysi á eftir. Við viljum frekar hafa þetta svolítið jafnara.“ Guðjón Emilsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, hefur í gegnum árin fylgst með kranavísitölunni. „Það er merkilegt hvað þessar tölur hafa lýst íbúðafjárfestingu vel. Þetta er ekki að ná þessum hæðum eins og 2007. Í mínum huga erum við ekki á sama þensluskeiði og þá.“ Hann segir að vöxtur í íbúðarfjárfestingu hafi verið neikvæður á fyrsta ársfjórðungi. „Eins og staðan er virðist þetta vera í jafnvægi. Vísitölurnar sýna ákveðið jafnvægi.“
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira