Fjögur hundruð prósent aukning hjá björgunarsveitum 19. mars 2012 18:30 Björgunarsveitir á landinu öllu fóru að meðaltali í fjögur útköll á dag í janúarmánuði. Þetta er um fjögurhundruð prósenta aukning frá fyrra ári. Björgunarsveitarmenn unnu sannkallað þrekvirki þegar þeir björguðu tveimur Belgum af Vatnajökli um helgina. „Ég held að það séu komnir fimm eða sex hópar sem við höfum sótt frá áramótum, ég held að við höfum sótt alla hopa nema einn sem hafa farið þarna, af erlendum ferðamönnum, sjálfstætt," segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsbjörgu. Gríðarleg aukning hefur orðið á fjölda útkalla í vetur um landið allt. Björgunarsveitir fóru í 99 útköll í desembermánuði. Útköllin voru 43 í desember árið 2010 og er þetta því ríflega hundrað prósenta aukning. Fjöldinn var enn meiri í janúar. Þá fjölgaði útköllum milli ára úr 28 í janúar 2011, í 132, sem gera að jafnaði um fjögur útköll á dag. „það er auðvitað margt sem spilar inn í, við höfum verið með ansi umhleypingasama tíð í vetur, það er búið að vera leiðindaveður oft," segir Jónas. Markaðsátakið Ísland allt árið hófst í haust en því er meðal annars ætla að fjölga ferðamönnum sem koma í vetrarferðir til Íslands. „Hversu stór hluti það er, það get ég náttúrulega ekki svarað til um frekar en aðrir, en klárlega erum við að merkja aukinn áhuga á vetrarferðalögum á íslandi, hvort sem það er á Vatnajökli, á hálendinu eða á vegum landsins." Jónas telur upplýsingagjöf til ferðamanna algjört lykilatriði, og vekur í því sambandi sérstaka athygli á slysavarnarvefnum Safetravel.is. Þar geta ferðamenn skilið eftir ferðaáætlun sína sem aðstoðar björgunarsveitarmenn til muna ef til leitar kemur. Það er einmitt það sem Belgarnir gerðu áður en þeir lögðu á jökulinn. „Ég held að þeir hafi undirbúið sig vel, þeir voru með góðan búnað, Hillebert tjöld, sem er nú talið eitt það besta í heimi . þannig að ég held að þarna hafi bara aðstæðurnar spilað inn. mikið frost og kuldi og vindur, og því fór sem fór," segir Jónas að lokum. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Björgunarsveitir á landinu öllu fóru að meðaltali í fjögur útköll á dag í janúarmánuði. Þetta er um fjögurhundruð prósenta aukning frá fyrra ári. Björgunarsveitarmenn unnu sannkallað þrekvirki þegar þeir björguðu tveimur Belgum af Vatnajökli um helgina. „Ég held að það séu komnir fimm eða sex hópar sem við höfum sótt frá áramótum, ég held að við höfum sótt alla hopa nema einn sem hafa farið þarna, af erlendum ferðamönnum, sjálfstætt," segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsbjörgu. Gríðarleg aukning hefur orðið á fjölda útkalla í vetur um landið allt. Björgunarsveitir fóru í 99 útköll í desembermánuði. Útköllin voru 43 í desember árið 2010 og er þetta því ríflega hundrað prósenta aukning. Fjöldinn var enn meiri í janúar. Þá fjölgaði útköllum milli ára úr 28 í janúar 2011, í 132, sem gera að jafnaði um fjögur útköll á dag. „það er auðvitað margt sem spilar inn í, við höfum verið með ansi umhleypingasama tíð í vetur, það er búið að vera leiðindaveður oft," segir Jónas. Markaðsátakið Ísland allt árið hófst í haust en því er meðal annars ætla að fjölga ferðamönnum sem koma í vetrarferðir til Íslands. „Hversu stór hluti það er, það get ég náttúrulega ekki svarað til um frekar en aðrir, en klárlega erum við að merkja aukinn áhuga á vetrarferðalögum á íslandi, hvort sem það er á Vatnajökli, á hálendinu eða á vegum landsins." Jónas telur upplýsingagjöf til ferðamanna algjört lykilatriði, og vekur í því sambandi sérstaka athygli á slysavarnarvefnum Safetravel.is. Þar geta ferðamenn skilið eftir ferðaáætlun sína sem aðstoðar björgunarsveitarmenn til muna ef til leitar kemur. Það er einmitt það sem Belgarnir gerðu áður en þeir lögðu á jökulinn. „Ég held að þeir hafi undirbúið sig vel, þeir voru með góðan búnað, Hillebert tjöld, sem er nú talið eitt það besta í heimi . þannig að ég held að þarna hafi bara aðstæðurnar spilað inn. mikið frost og kuldi og vindur, og því fór sem fór," segir Jónas að lokum.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira