Innlent

Fjögurra ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða

Það var í þessum sumarbústað í Grímsnesi sem atvikið átti sér stað.
Það var í þessum sumarbústað í Grímsnesi sem atvikið átti sér stað.

Karlmaður sem ákærður var fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða var sakfelldur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Annar karlmaður og tvær konur voru ákærð fyrir brot gegn lífi og líkama með því að hafa látið fyrir farast að koma hinum látna undir læknishendur er hann hafði slasast lífshættulega vegna árásarinnar. Konurnar voru báðar sýknaðar af ákærunni en maðurinn var sakfelldur og dæmdur í sex mánaða fengelsi.

Til frádráttar báðum fangelsisdómunum kemur gæsluvarðhald sem mennirnir sættu vegna málsins

Það var 8. nóvember á síðasta ári að húsráðendur í sumarbústað í Oddsholti í Grímsnesi tilkynntu um að maður sem var gestkomandi hjá þeim væri látinn.

Lögregla og sjúkralið fór þegar á vettvang og hittu fyrir húsráðanda þar og sambýliskonu hans ásamt vinkonu þeirra og vísuðu þau á hinn látna í sófa í stofu í húsinu.

Fljótlega kom í ljós að fyrr um morguninn hafði eiginmaður vinkonunnar farið úr húsinu, akandi til Reykjavíkur, ásamt um ársgömlu barni þeirra hjóna. Hann var síðan handtekinn og sat í gæsluvarðhaldi meðan rannsókn málsins fór fram.

Hinn látni hét Almis Keraminas og var fæddur árið 1970 í Litháen. Hann var búsettur í Reykjavík






Fleiri fréttir

Sjá meira


×