Innlent

Fjögurra flokka meirihluti í Reykjavík

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Meirihluti verður myndaður í borginni af fjórum flokkum; Samfylkingu, Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum og hefjast meirihlutaviðræður á morgun. Meirihlutinn skilar því níu borgarfulltrúum, en samstarf Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hefði skilað jafn mörgum fulltrúum.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar,  sagði í Eyjunni á Stöð 2 í dag að hann og S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, hefðu hvor um sig fengið fullt umboð borgarstjórnarflokka sinna til að leiða meirihlutaviðræður. Þeir hefðu verið í sambandi við Vinstri græn og Pírata og formlegar meirihlutaviðræður myndu byrja á morgun.

Samfylkingin fékk 31,9 prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa, Björt framtíð fékk 15,6 prósent og tvo borgarfulltrúa, Vinstri grænir fengu 8,3 prósent og einn borgarfulltrúa og Píratar náðu manni inn á lokasprettinum með 5,9 prósent.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×