Fjögurra milljarða tap af björgun Sjóvár Magnús Halldórsson skrifar 10. ágúst 2012 19:44 Skattgreiðendur töpuðu fjórum milljörðum á björgun tryggingarfélagsins Sjóvár, en Seðlabankinn eignaðist kjölfestuhlut í tryggingarfélaginu eftir að ríkissjóður kom fyrirtækinu til bjargar eftir hrun. Fyrir ríflega þremur árum ákváðu íslensk stjórnvöld að koma tryggingafélaginu Sjóvá til bjargar með 11,6 milljarða króna framlagi. Seðlabanki Íslands eignaðist í kjölfarið ráðandi hlut í fyrirtækinu sem hann hefur nú selt frá sér. Niðurstaðan af þessari björgun er fjögurra milljarða króna tap skattgreiðenda. Þegar tilkynnt var um aðkomu ríkissjóðs að tryggingafélaginu Sjóvá, hinn áttunda júlí 2009, var tekið fram að aðkoma ríkissjóðs grundvallaðist að því að tryggja hagsmuni almennings. Fjármálaeftirlitið gerði kröfu um að tryggingarfélaginu yrði bjargað, og var aðkoma ríkisins byggð á því mati. Í gær lá fyrst endanlega fyrir hver útkoma þessarar björgunaraðgerðar væri, en þá var tilkynnt um Seðlabankinn hefði selt allan 73 prósent hlut sinn í Sjóvá til samlagshlutafélagsins SF1. Samtals fékk Seðlabankinn 7,4 milljarða fyrir hlut sinn. Eigendur Sjóvár eru, auk fyrrnefnds félags, þrotabú Glitnis og Íslandsbanki. Eigendur SF1 eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins auk fjárfestanna Steinunnar Jónsdóttur, Ernu Gísladóttur, Tómasar Kristjánssonar og Jóns Diðriks Jónssonar, meðal annarra. Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri Eignahaldsfélags Seðlabankans, gat ekki veitt fréttastofu viðtal í dag, en sagði niðurstöðu þessar viðskipta vera ásættanlega að mati Seðlabankans sem kappkostaði eins og hann gæti að endurheimta kröfur úr hruninu. Þá væri ekki síður mikilvægt að rekstur Sjóvár væri nú kominn á réttan kjöl, þó alltaf sé sársaukafullt að tapa peningum. Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Skattgreiðendur töpuðu fjórum milljörðum á björgun tryggingarfélagsins Sjóvár, en Seðlabankinn eignaðist kjölfestuhlut í tryggingarfélaginu eftir að ríkissjóður kom fyrirtækinu til bjargar eftir hrun. Fyrir ríflega þremur árum ákváðu íslensk stjórnvöld að koma tryggingafélaginu Sjóvá til bjargar með 11,6 milljarða króna framlagi. Seðlabanki Íslands eignaðist í kjölfarið ráðandi hlut í fyrirtækinu sem hann hefur nú selt frá sér. Niðurstaðan af þessari björgun er fjögurra milljarða króna tap skattgreiðenda. Þegar tilkynnt var um aðkomu ríkissjóðs að tryggingafélaginu Sjóvá, hinn áttunda júlí 2009, var tekið fram að aðkoma ríkissjóðs grundvallaðist að því að tryggja hagsmuni almennings. Fjármálaeftirlitið gerði kröfu um að tryggingarfélaginu yrði bjargað, og var aðkoma ríkisins byggð á því mati. Í gær lá fyrst endanlega fyrir hver útkoma þessarar björgunaraðgerðar væri, en þá var tilkynnt um Seðlabankinn hefði selt allan 73 prósent hlut sinn í Sjóvá til samlagshlutafélagsins SF1. Samtals fékk Seðlabankinn 7,4 milljarða fyrir hlut sinn. Eigendur Sjóvár eru, auk fyrrnefnds félags, þrotabú Glitnis og Íslandsbanki. Eigendur SF1 eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins auk fjárfestanna Steinunnar Jónsdóttur, Ernu Gísladóttur, Tómasar Kristjánssonar og Jóns Diðriks Jónssonar, meðal annarra. Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri Eignahaldsfélags Seðlabankans, gat ekki veitt fréttastofu viðtal í dag, en sagði niðurstöðu þessar viðskipta vera ásættanlega að mati Seðlabankans sem kappkostaði eins og hann gæti að endurheimta kröfur úr hruninu. Þá væri ekki síður mikilvægt að rekstur Sjóvár væri nú kominn á réttan kjöl, þó alltaf sé sársaukafullt að tapa peningum.
Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira