Innlent

Fjögurra og hálfs árs fangelsi í Exeter-málinu

JHH og MH skrifar
Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti í dag vegna Exeter málsins. Mál Styrmis Bragasonar, fyrrverandi forstjóra MP banka, var sent aftur í hérað.

Héraðsdómur hafði áður sýknað alla mennina af ákærum en sérstakur saksóknari áfrýjaði til Hæstaréttar. Ragnar Z var í dómnum þegar hann var kveðinn upp í dag. Hann neitaði viðtali, þegar Vísir óskaði eftir því.

Málið snýst um 1100 milljóna króna lán sem Byr veitti Exeter Holding á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði.

Exeter-málið er fyrsta málið sem sérstakur saksóknari ákærði í, en næsta mál var mál Baldurs Guðlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×