Innlent

Fjögurþúsund tonna flutningaskip strandaði við Langanes

Varðskipið Þór var kallað að strandstað til að vera til taks.
Varðskipið Þór var kallað að strandstað til að vera til taks.
Betur fór en á horfðist þegar fjögur þúsund tonna erlent flutningaskip, Green Maloy strandaði í höfninni á Þórshöfn á Langanesi upp úr klukkan eitt í nótt, þegar skipið var á útleið. Björgunarsveit var kölluð á vettvang og kallað var á varðskipið Þór, sem statt var austur af landinu.

Skipverjar komu taug í land og var reynt að losa skipið með því að beita spilum um borð til að toga í taugina og sjó var dælt úr stefnistanki,  en skipið sat sem fastast. Gerðar voru ráðstafanir til að bregðast við mengun, ef leki kæmi að skipinu.

Það var svo upp úr klukkan fjögur í nótt, eða á háflóðinu, að skipið losnaði af sjálfu sér og þar sem engin ummerki voru um leka eða alvarlegar skemmdir, hélt það út og siglir nú samkvæmt áætlun áleiðis til Hjaltlandseyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×