Fjölbreytt samstarf um Norðurslóðamál 8. mars 2012 10:00 Össur og Alain Juppé ræddu í gær hvernig mætti binda enda á fjöldamorð Sýrlandsstjórnar gegn þegnum sínum og koma á friði í landinu. mynd/franska sendiráðið Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, urðu ásáttir um víðtækt samstarf á sviði heimskautamálefna á fundi sínum í gær. Evrópa, aðildarviðræður að ESB og gjaldmiðlamál voru þungamiðja viðræðnanna. Fjölbreytt samstarf Frakklands og Íslands um málefni Norðurslóða og heimskautanna er í deiglunni eftir fund Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með starfsbróður sínum, Alain Juppé, í gær. Evrópumál í víðu samhengi voru þó efst á baugi. Juppé undrast hugmyndir hér á landi um upptöku annarrar myntar en evrunnar. Juppé segir Íslendinga eiga stuðning Frakka vísan í viðræðum um erfiða þætti aðildarviðræðna okkar að ESB. „Við urðum ásáttir um að gera samkomulag um samstarf þjóðanna um heimskautamálefni,“ segir Össur í viðtali við Fréttablaðið í gærdag. Og mikið stendur til. Frakkar bjóða íslenskum vísindamönnum aðstöðu í rannsóknarstöðvum sínum á Svalbarða og Suðurskautslandinu og senda sína sérfræðinga til starfa við norðurslóðarannsóknir á Akureyri. Vilji er fyrir að koma á aukinni samvinnu milli Háskólans á Akureyri og hinnar virtu Pierre og Marie Curie vísindastofnunar í París. Íslendingum verður sérstaklega boðin þátttaka í stóru verkefni um efnahagsleg og félagsleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Þá ætli löndin að halda sameiginlega ráðstefnu á vettvangi OECD um norðurslóðamál. „Þetta allt fellur undir þá stefnu okkar að ná tvíhliða samstarfi, með raunhæfum verkefnum, við sem flestar þjóðir á þessu sviði,“ segir Össur, sem fundaði einnig með Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka og nú sendiherra um málefni heimskautanna. Varðandi aðildarviðræðurnar að ESB lagði Össur áherslu á að þeim yrði hraðað og að efnislegar viðræður myndu hefjast sem fyrst, sérstaklega um sjávarútvegsmál. „Juppé sagðist hafa fullan skilning á þessari afstöðu okkar og sagði Íslendinga ekki þurfa að óttast annað en fullan stuðning Frakka,“ segir Össur og bætti við að áhugaverð umræða hafi spunnist um gjaldmiðlamál á fundinum. Hann gerði grein fyrir ókostum gjaldeyrishafta og lýsti þeirri skoðun sinni að án þess að taka upp aðra mynt gæti reynst erfitt að afnema þau. Juppé þekkti stöðuna hér vel og lýsti undrun sinni á vangaveltum um upptöku Kanadadollars. „Hann taldi að í okkar stöðu, og þá vegna mikilla viðskipta við ESB, væri evran eini raunhæfi kosturinn til að taka upp aðra mynt á Íslandi.“ Juppé vék að erfiðleikum á evrusvæðinu og aðgerðum til að hindra að þeir endurtækju sig. „Hann sagði reyndar að hann væri bjartsýnn og fullviss um að evran kæmi sterkari út úr brimskaflinum, en hún var áður,“ segir Össur. svavar@frettabladid.is Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Össur Skarphéðinsson og Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakka, urðu ásáttir um víðtækt samstarf á sviði heimskautamálefna á fundi sínum í gær. Evrópa, aðildarviðræður að ESB og gjaldmiðlamál voru þungamiðja viðræðnanna. Fjölbreytt samstarf Frakklands og Íslands um málefni Norðurslóða og heimskautanna er í deiglunni eftir fund Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með starfsbróður sínum, Alain Juppé, í gær. Evrópumál í víðu samhengi voru þó efst á baugi. Juppé undrast hugmyndir hér á landi um upptöku annarrar myntar en evrunnar. Juppé segir Íslendinga eiga stuðning Frakka vísan í viðræðum um erfiða þætti aðildarviðræðna okkar að ESB. „Við urðum ásáttir um að gera samkomulag um samstarf þjóðanna um heimskautamálefni,“ segir Össur í viðtali við Fréttablaðið í gærdag. Og mikið stendur til. Frakkar bjóða íslenskum vísindamönnum aðstöðu í rannsóknarstöðvum sínum á Svalbarða og Suðurskautslandinu og senda sína sérfræðinga til starfa við norðurslóðarannsóknir á Akureyri. Vilji er fyrir að koma á aukinni samvinnu milli Háskólans á Akureyri og hinnar virtu Pierre og Marie Curie vísindastofnunar í París. Íslendingum verður sérstaklega boðin þátttaka í stóru verkefni um efnahagsleg og félagsleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Þá ætli löndin að halda sameiginlega ráðstefnu á vettvangi OECD um norðurslóðamál. „Þetta allt fellur undir þá stefnu okkar að ná tvíhliða samstarfi, með raunhæfum verkefnum, við sem flestar þjóðir á þessu sviði,“ segir Össur, sem fundaði einnig með Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka og nú sendiherra um málefni heimskautanna. Varðandi aðildarviðræðurnar að ESB lagði Össur áherslu á að þeim yrði hraðað og að efnislegar viðræður myndu hefjast sem fyrst, sérstaklega um sjávarútvegsmál. „Juppé sagðist hafa fullan skilning á þessari afstöðu okkar og sagði Íslendinga ekki þurfa að óttast annað en fullan stuðning Frakka,“ segir Össur og bætti við að áhugaverð umræða hafi spunnist um gjaldmiðlamál á fundinum. Hann gerði grein fyrir ókostum gjaldeyrishafta og lýsti þeirri skoðun sinni að án þess að taka upp aðra mynt gæti reynst erfitt að afnema þau. Juppé þekkti stöðuna hér vel og lýsti undrun sinni á vangaveltum um upptöku Kanadadollars. „Hann taldi að í okkar stöðu, og þá vegna mikilla viðskipta við ESB, væri evran eini raunhæfi kosturinn til að taka upp aðra mynt á Íslandi.“ Juppé vék að erfiðleikum á evrusvæðinu og aðgerðum til að hindra að þeir endurtækju sig. „Hann sagði reyndar að hann væri bjartsýnn og fullviss um að evran kæmi sterkari út úr brimskaflinum, en hún var áður,“ segir Össur. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Sjá meira