Fjöldauppsagnir ríkisins á ungum vísindamönnum Vísindamenn skrifa skrifar 24. október 2013 06:00 Samkvæmt fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er stefnt að um 30-40% niðurskurði á nýjum framlögum til Rannsóknarsjóðs Rannís verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega fyrir unga vísindamenn, en sjóðurinn stendur að miklu leyti undir launakostnaði þeirra. Um 80% af því fjármagni sem veitt er úr Rannsóknasjóði árlega, fer í laun til ungra vísindamanna sem eru í framhaldsnámi við íslenska háskóla, eru nýdoktorar eða jafnvel með enn meiri reynslu en gegna tímabundnum störfum. Atvinnuöryggi ungra vísindamanna er nánast ekkert og reiða þeir sig mjög á styrki frá Rannís til fjármögnunar launa sinna. Þessi niðurskurður sem nú er efnt til í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 jafngildir því að um 30-40 ungum vísindamönnum verði sagt upp störfum með áframhaldandi uppsögnum næstu tvö árin. Afleiðingar þessa eru óumdeilanlegar. Íslenskt samfélag hefur tjaldað miklu til við þjálfun ungs íslensks vísindafólks sem nú mun ekki lengur eiga kost á að stunda nýsköpun sem leiðir til þjóðhagslegs ávinnings þegar til lengri tíma er litið. Vísindafólkið okkar mun snúa sér að öðru og að öllum líkindum hverfa til annarra landa þar sem því standa til boða störf og nám við hæfi. Mannauðsfjárfesting í menntun mun því ekki skila sér til baka til samfélagsins þegar grunnstoðir nýsköpunar eru brostnar með harkalegum niðurskurði til samkeppnissjóða Rannís. Þetta eru ekki aðeins alvarleg tíðindi fyrir íslenska vísindamenn heldur þjóðina alla. Hún stendur nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort æskilegt sé að fjármagna framhaldsmenntun á sviði nýsköpunar, og stuðla þannig að fjölbreytni í íslensku atvinnulífi með spennandi störfum sem mörg hver yrðu ómetanleg og myndu tvímælalaust leiða til aukinnar verðmætasköpunar.Ein verðmætasta auðlindin Það þarf ekki að leita lengra en til nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, sem nú styður við bakið á tólf sprotafyrirtækjum sem runnin eru beint úr íslensku rannsóknaumhverfi og munu gefa af sér útflutningsafurðir á næstu árum. Það er eflaust orðin gömul tugga að minnast á fyrirtæki eins og Marel, Össur, Actavis og Íslenska erfðagreiningu, en öll þessi fyrirtæki hafa dafnað í íslensku nýsköpunarumhverfi og reiða sig að miklu leyti á þá uppsprettu sem felst í mannauði íslenskra vísinda. Það er viðurkennd staðreynd að fjárfesting í grunnrannsóknum sé ein besta leið samfélagsins til þess að hvetja til langvarandi hagvaxtar. Því má nefna að þjóðir eins og Bretar sem eru í fararbroddi í nýsköpun á sviði grunnrannsókna tóku þá ákvörðun að hlífa samkeppnissjóðum sínum við niðurskurði eftir fjármálahrunið árið 2008. Það mun verða þungur róður að snúa stefnunni þó niðurskurður vari aðeins í nokkur ár. Fyrir hvern vísindamann sem tapast úr samfélaginu verður meira tap en sem nemur vitneskju og þjálfun þess eina starfsmanns vegna eðlis og uppbyggingar nýsköpunar- og rannsóknarsamfélagsins. Fyrir hvert ár sem skorið er niður mun taka mörg ár að ná aftur að þeim stað sem samfélagið var á þegar niðurskurður hófst. Það er nefnilega ekki bara hægt að ýta á „pásu“ þegar kemur að uppbyggingu þekkingariðnaðar og nýsköpunar. Á meðan heltast vísindamenn og frumkvöðlar úr lestinni og með þeim ein verðmætasta auðlind íslensks samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er stefnt að um 30-40% niðurskurði á nýjum framlögum til Rannsóknarsjóðs Rannís verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega fyrir unga vísindamenn, en sjóðurinn stendur að miklu leyti undir launakostnaði þeirra. Um 80% af því fjármagni sem veitt er úr Rannsóknasjóði árlega, fer í laun til ungra vísindamanna sem eru í framhaldsnámi við íslenska háskóla, eru nýdoktorar eða jafnvel með enn meiri reynslu en gegna tímabundnum störfum. Atvinnuöryggi ungra vísindamanna er nánast ekkert og reiða þeir sig mjög á styrki frá Rannís til fjármögnunar launa sinna. Þessi niðurskurður sem nú er efnt til í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 jafngildir því að um 30-40 ungum vísindamönnum verði sagt upp störfum með áframhaldandi uppsögnum næstu tvö árin. Afleiðingar þessa eru óumdeilanlegar. Íslenskt samfélag hefur tjaldað miklu til við þjálfun ungs íslensks vísindafólks sem nú mun ekki lengur eiga kost á að stunda nýsköpun sem leiðir til þjóðhagslegs ávinnings þegar til lengri tíma er litið. Vísindafólkið okkar mun snúa sér að öðru og að öllum líkindum hverfa til annarra landa þar sem því standa til boða störf og nám við hæfi. Mannauðsfjárfesting í menntun mun því ekki skila sér til baka til samfélagsins þegar grunnstoðir nýsköpunar eru brostnar með harkalegum niðurskurði til samkeppnissjóða Rannís. Þetta eru ekki aðeins alvarleg tíðindi fyrir íslenska vísindamenn heldur þjóðina alla. Hún stendur nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort æskilegt sé að fjármagna framhaldsmenntun á sviði nýsköpunar, og stuðla þannig að fjölbreytni í íslensku atvinnulífi með spennandi störfum sem mörg hver yrðu ómetanleg og myndu tvímælalaust leiða til aukinnar verðmætasköpunar.Ein verðmætasta auðlindin Það þarf ekki að leita lengra en til nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, sem nú styður við bakið á tólf sprotafyrirtækjum sem runnin eru beint úr íslensku rannsóknaumhverfi og munu gefa af sér útflutningsafurðir á næstu árum. Það er eflaust orðin gömul tugga að minnast á fyrirtæki eins og Marel, Össur, Actavis og Íslenska erfðagreiningu, en öll þessi fyrirtæki hafa dafnað í íslensku nýsköpunarumhverfi og reiða sig að miklu leyti á þá uppsprettu sem felst í mannauði íslenskra vísinda. Það er viðurkennd staðreynd að fjárfesting í grunnrannsóknum sé ein besta leið samfélagsins til þess að hvetja til langvarandi hagvaxtar. Því má nefna að þjóðir eins og Bretar sem eru í fararbroddi í nýsköpun á sviði grunnrannsókna tóku þá ákvörðun að hlífa samkeppnissjóðum sínum við niðurskurði eftir fjármálahrunið árið 2008. Það mun verða þungur róður að snúa stefnunni þó niðurskurður vari aðeins í nokkur ár. Fyrir hvern vísindamann sem tapast úr samfélaginu verður meira tap en sem nemur vitneskju og þjálfun þess eina starfsmanns vegna eðlis og uppbyggingar nýsköpunar- og rannsóknarsamfélagsins. Fyrir hvert ár sem skorið er niður mun taka mörg ár að ná aftur að þeim stað sem samfélagið var á þegar niðurskurður hófst. Það er nefnilega ekki bara hægt að ýta á „pásu“ þegar kemur að uppbyggingu þekkingariðnaðar og nýsköpunar. Á meðan heltast vísindamenn og frumkvöðlar úr lestinni og með þeim ein verðmætasta auðlind íslensks samfélags.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun