Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn ekki breyst í 64 ár sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. janúar 2016 12:44 Íslendingar eru yfir helmingi fleiri en þeir voru þegar fyrstu forsetakosningarnar fóru fram. vísir/gva Lög um framboð og kjör forseta Íslands hafa lítið sem ekkert breyst frá fyrstu forsetakosningunum árið 1952. Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn fimm vikum fyrir kjördag hefur til að mynda haldist óbreyttur frá upphafi. Lögin kveða meðal annars á um að forsetaefni þurfi að skila inn meðmælum frá minnst fimmtán hundruð manns úr öllum landsfjórðungum. Engin breyting hefur orðið í þeim efnum frá forsetakosningunum árið 1952. Þá voru Íslendingar rúmlega 146 þúsund talsins, en eru yfir helmingi fleiri í dag - eða um 329 þúsund.Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor.„Maður skyldi nú ætla það að það hefði átt að uppfæra þetta eftir því sem fólkinu í landinu hefur fjölgað. Þetta er nú orðin tvöföld tala íbúa og þar með kjósenda miðað við þegar þetta tók gildi. Því er þetta orðið miklu miklu auðveldara að bjóða sig fram heldur en það var á þeim tíma. Einhverjum kann það að vera lýðræðislegra og öðrum kannski kann að finnast það að þetta valdi því að það verði of mikil krafa gagnvart frambjóðendum," segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur. Hann bætir við að þörf sé á heildarendurskoðun. „Ætli það væri ekki best að fara í heildarendurskoðun á þessu með þeim hætti að það geti enginn orðið forseti nema hann hafi meira en helming atkvæða. Þá kannski gerir þetta minna til, það er að segja þá myndu þeir sem fá atkvæði hreinsast út eftir fyrri umferðina. Kannski það sé það módel sem við ættum að horfa til í framtíðinni.“ Samkvæmt lögum fara forsetakosningar alltaf fram síðasta laugardag í júnímánuði, sem í ár er sá tuttugasti og fimmti. Alls hafa sex einstaklingar boðað framboð til embættis forseta. Um er að ræða Þorgrím Þráinsson rithöfund, Elísabetu Jökulsdóttur skáld, Árna Björn Guðjónsson listmálara og húsgagnasmið, Ástþór Magnússon stofnanda Friðar 2000, Hildi Þórðardóttur rithöfund og Ara Jósepsson leikara. Fleiri hafa verið orðaðir við embættið en kjörgengir til forseta Íslands eru íslenskir ríkisborgarar, þrjátíu og fimm ára og eldri. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi fær á baukinn: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega óþolandi“ Þorgrímur Þráinsson hefur mátt þola töluverða gagnrýni vegna ummæla um brjóstagjöf. 4. janúar 2016 10:04 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20 Komið að ögurstundu Andri Snær Magnason telur komið að ögurstundu í baráttu fyrir vernd hálendisins, en það eru ekki einu verkefnin sem hann hefur ástríðu fyrir. Hann hefur í mörg ár talað fyrir auknu lýðræði og framtíðarsýn sem byggir á hugviti og sköpunarkrafti. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til forseta. En spyr sig í anda þeirra kvenna sem hann lítur upp til. Þori ég, get ég, vil ég? 2. janúar 2016 00:01 Skoðanakönnun: Katrín Jakobsdóttir nýtur mests stuðnings lesenda Vísis Flestir völdu þó valkostinn "einhvern annan.“ 4. janúar 2016 10:30 Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Lög um framboð og kjör forseta Íslands hafa lítið sem ekkert breyst frá fyrstu forsetakosningunum árið 1952. Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn fimm vikum fyrir kjördag hefur til að mynda haldist óbreyttur frá upphafi. Lögin kveða meðal annars á um að forsetaefni þurfi að skila inn meðmælum frá minnst fimmtán hundruð manns úr öllum landsfjórðungum. Engin breyting hefur orðið í þeim efnum frá forsetakosningunum árið 1952. Þá voru Íslendingar rúmlega 146 þúsund talsins, en eru yfir helmingi fleiri í dag - eða um 329 þúsund.Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor.„Maður skyldi nú ætla það að það hefði átt að uppfæra þetta eftir því sem fólkinu í landinu hefur fjölgað. Þetta er nú orðin tvöföld tala íbúa og þar með kjósenda miðað við þegar þetta tók gildi. Því er þetta orðið miklu miklu auðveldara að bjóða sig fram heldur en það var á þeim tíma. Einhverjum kann það að vera lýðræðislegra og öðrum kannski kann að finnast það að þetta valdi því að það verði of mikil krafa gagnvart frambjóðendum," segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur. Hann bætir við að þörf sé á heildarendurskoðun. „Ætli það væri ekki best að fara í heildarendurskoðun á þessu með þeim hætti að það geti enginn orðið forseti nema hann hafi meira en helming atkvæða. Þá kannski gerir þetta minna til, það er að segja þá myndu þeir sem fá atkvæði hreinsast út eftir fyrri umferðina. Kannski það sé það módel sem við ættum að horfa til í framtíðinni.“ Samkvæmt lögum fara forsetakosningar alltaf fram síðasta laugardag í júnímánuði, sem í ár er sá tuttugasti og fimmti. Alls hafa sex einstaklingar boðað framboð til embættis forseta. Um er að ræða Þorgrím Þráinsson rithöfund, Elísabetu Jökulsdóttur skáld, Árna Björn Guðjónsson listmálara og húsgagnasmið, Ástþór Magnússon stofnanda Friðar 2000, Hildi Þórðardóttur rithöfund og Ara Jósepsson leikara. Fleiri hafa verið orðaðir við embættið en kjörgengir til forseta Íslands eru íslenskir ríkisborgarar, þrjátíu og fimm ára og eldri.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi fær á baukinn: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega óþolandi“ Þorgrímur Þráinsson hefur mátt þola töluverða gagnrýni vegna ummæla um brjóstagjöf. 4. janúar 2016 10:04 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20 Komið að ögurstundu Andri Snær Magnason telur komið að ögurstundu í baráttu fyrir vernd hálendisins, en það eru ekki einu verkefnin sem hann hefur ástríðu fyrir. Hann hefur í mörg ár talað fyrir auknu lýðræði og framtíðarsýn sem byggir á hugviti og sköpunarkrafti. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til forseta. En spyr sig í anda þeirra kvenna sem hann lítur upp til. Þori ég, get ég, vil ég? 2. janúar 2016 00:01 Skoðanakönnun: Katrín Jakobsdóttir nýtur mests stuðnings lesenda Vísis Flestir völdu þó valkostinn "einhvern annan.“ 4. janúar 2016 10:30 Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Forsetaframbjóðandi fær á baukinn: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega óþolandi“ Þorgrímur Þráinsson hefur mátt þola töluverða gagnrýni vegna ummæla um brjóstagjöf. 4. janúar 2016 10:04
Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15
Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20
Komið að ögurstundu Andri Snær Magnason telur komið að ögurstundu í baráttu fyrir vernd hálendisins, en það eru ekki einu verkefnin sem hann hefur ástríðu fyrir. Hann hefur í mörg ár talað fyrir auknu lýðræði og framtíðarsýn sem byggir á hugviti og sköpunarkrafti. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til forseta. En spyr sig í anda þeirra kvenna sem hann lítur upp til. Þori ég, get ég, vil ég? 2. janúar 2016 00:01
Skoðanakönnun: Katrín Jakobsdóttir nýtur mests stuðnings lesenda Vísis Flestir völdu þó valkostinn "einhvern annan.“ 4. janúar 2016 10:30
Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16