Fjórða eldgosið síðan hléinu lauk 23. maí 2011 02:30 Brúin yfir Skeiðará skemmdist mikið og brúin yfir Gígjukvísl sópaðist burt í hlaupinu 1996. Fréttablaðið/ÞÖK Gosið í Grímsvötnum nú er hið fjórða í Vatnajökli síðan 1996, en þá hafði verið hlé á gosum þar að mestu í meira en hálfa öld. Gosið 1996 hófst 30. september og stóð til 14. október, en þá hófst gosið miðja vegu milli Grímsvatna og Bárðarbungu og bræddi 3,5 kílómetra langa sprungu í jökulinn. Hún fékk nafnið Gjálp, en þaðan streymdi vatn til Grímsvatna allt þangað til hlaup hófst í Skeiðará 5. nóvember. Hlaupið varð eitt hið stærsta í sögunni og skolaði burt brúnni yfir Gígju, olli verulegum skemmdum á Skeiðarárbrú og eyðilagði um 10 kílómetra kafla af þjóðveginum yfir sandana. Raflínur og símalínur sópuðust einnig burt á stórum köflum og var tjónið á þeim tíma metið á um milljarð króna. Talið er að rennslið í þessu hlaupi hafi numið 45 þúsund rúmmetrum á sekúndu. Næst gaus í Grímsvötnum í desember 1998 og síðan aftur í nóvember 2004. Öll þessi þrjú gos í Grímsvötnum voru mun minni en gosið núna. Síðustu 800 árin eða svo er vitað um að minnsta kosti sextíu gos á eldstöðvakerfi Grímsvatna. Að sögn vísindamanna á Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands eru Grímsvötn eitt öflugasta jarðhitasvæði jarðarinnar. Margt bendir til þess að virkni Grímsvatna komi í lotum, og standi hver lota í eina til eina og hálfa öld en síðan komi nokkurra áratuga hlé á milli. Á rólega tímabilinu frá 1938 til 1996 varð reyndar að minnsta kosti eitt lítið gos í Grímsvötnum árið 1983. Einnig hefur verið leitt getum að því að lítil eldgos hafi átt sér stað þar í lok Grímsvatnahlaupa árin 1945 og 1954, þótt ekki sé vitað um það með neinni vissu. Helstu fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Gosið í Grímsvötnum nú er hið fjórða í Vatnajökli síðan 1996, en þá hafði verið hlé á gosum þar að mestu í meira en hálfa öld. Gosið 1996 hófst 30. september og stóð til 14. október, en þá hófst gosið miðja vegu milli Grímsvatna og Bárðarbungu og bræddi 3,5 kílómetra langa sprungu í jökulinn. Hún fékk nafnið Gjálp, en þaðan streymdi vatn til Grímsvatna allt þangað til hlaup hófst í Skeiðará 5. nóvember. Hlaupið varð eitt hið stærsta í sögunni og skolaði burt brúnni yfir Gígju, olli verulegum skemmdum á Skeiðarárbrú og eyðilagði um 10 kílómetra kafla af þjóðveginum yfir sandana. Raflínur og símalínur sópuðust einnig burt á stórum köflum og var tjónið á þeim tíma metið á um milljarð króna. Talið er að rennslið í þessu hlaupi hafi numið 45 þúsund rúmmetrum á sekúndu. Næst gaus í Grímsvötnum í desember 1998 og síðan aftur í nóvember 2004. Öll þessi þrjú gos í Grímsvötnum voru mun minni en gosið núna. Síðustu 800 árin eða svo er vitað um að minnsta kosti sextíu gos á eldstöðvakerfi Grímsvatna. Að sögn vísindamanna á Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands eru Grímsvötn eitt öflugasta jarðhitasvæði jarðarinnar. Margt bendir til þess að virkni Grímsvatna komi í lotum, og standi hver lota í eina til eina og hálfa öld en síðan komi nokkurra áratuga hlé á milli. Á rólega tímabilinu frá 1938 til 1996 varð reyndar að minnsta kosti eitt lítið gos í Grímsvötnum árið 1983. Einnig hefur verið leitt getum að því að lítil eldgos hafi átt sér stað þar í lok Grímsvatnahlaupa árin 1945 og 1954, þótt ekki sé vitað um það með neinni vissu.
Helstu fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira