Fjórða M-ið á Landspítala: Mýs í húsi húð- og kynsjúkdómadeildar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 14:18 Ekki liggur fyrir hvernig mýsnar komust inn í hús húð-og kynsjúkdómadeildar en þær komust aldrei inn á deildina sjálfar þar sem sjúklingar eru. „Þetta er nú sem betur fer ekki algengt,“ segir Aðalsteinn Pálsson, deildarstjóri fasteignadeildar Landspítalans aðspurður um mýs sem voru í húsnæði húð-og kynsjúkdómadeildar. „Það var ein mús veidd núna fyrir um þremur dögum og svo var annað tilfelli í húsinu fyrir um tveimur mánuðum síðan. Í hvorugt skiptið komust mýsnar samt inn á deildina sjálfa þar sem sjúklingar eru,“ segir Aðalsteinn. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig mýsnar komust inn; hvort það hafi verið í gegnum opnar dyr, lausa klæðningu eða eitthvað annað. Aðalsteinn segir nú sé verið að yfirfara húsið til að sjá hvort og þá hvar mýsnar hafi getað komist inn. Húð-og kynsjúkdómadeild stendur í gömlu timburhúsi austan megin á lóð Landspítalans í Fossvogi. Þar var áður trésmíðaverkstæði og saumastofa og var húsið ekki byggt til að vera í notkun í áratugi, eins og það hefur nú verið. „Þetta er í rauninni bráðabirgðahúsnæði sem var byggt til að standa í nokkur ár. Það er ef til vill ekki nógu þétt eða nógu vel einangrað, og þá er auðvitað ákveðin hætta á að mýs komist inn. Svo stendur húsið auðvitað við grænt svæði hérna í Fossvoginum og það er auðvitað alþekkt að mýs leita inn í hlýjuna þegar hausta tekur.“ Aðalsteinn ítrekar þó að þetta gerist ekki oft en hafi þekkst af og til í gegnum árin, sérstaklega í þeim húsum spítalans sem standa við græn svæði.Mauraeitrið lofar góðu Aðspurður um hvernig gangi að ráða að niðurlögum faraó-mauranna, sem gerðu sig heimakomna í einu af húsum spítalans á Hringbraut, segir Aðalsteinn það ganga vel: „Það var eitrað fyrir þeim aðfaranótt sunnudags og eitrið lofar góðu. Það er farið á hverju kvöldi og svæðið vaktað til að fylgjast með hvernig eitrið virkar. Sums staðar eru maurarnir alveg horfnir og annars staðar sjást nokkrir enn. Okkur er sagt að maurarnir geti lifað í allt að 2-3 mánuði svo við verðum að vakta svæðið að minnsta kosti næstu tvo mánuði.“ Þá bætir Aðalsteinn að kannað hafi verið með maura á öðrum deildum spítalans við Hringbraut og enginn staðfest tilfelli komið upp. Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, segir aðstöðuna á Landspítalanum síst til þess fallna að lokka lækna heim sem farið hafa erlendis til náms og starfa. 5. nóvember 2014 14:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
„Þetta er nú sem betur fer ekki algengt,“ segir Aðalsteinn Pálsson, deildarstjóri fasteignadeildar Landspítalans aðspurður um mýs sem voru í húsnæði húð-og kynsjúkdómadeildar. „Það var ein mús veidd núna fyrir um þremur dögum og svo var annað tilfelli í húsinu fyrir um tveimur mánuðum síðan. Í hvorugt skiptið komust mýsnar samt inn á deildina sjálfa þar sem sjúklingar eru,“ segir Aðalsteinn. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig mýsnar komust inn; hvort það hafi verið í gegnum opnar dyr, lausa klæðningu eða eitthvað annað. Aðalsteinn segir nú sé verið að yfirfara húsið til að sjá hvort og þá hvar mýsnar hafi getað komist inn. Húð-og kynsjúkdómadeild stendur í gömlu timburhúsi austan megin á lóð Landspítalans í Fossvogi. Þar var áður trésmíðaverkstæði og saumastofa og var húsið ekki byggt til að vera í notkun í áratugi, eins og það hefur nú verið. „Þetta er í rauninni bráðabirgðahúsnæði sem var byggt til að standa í nokkur ár. Það er ef til vill ekki nógu þétt eða nógu vel einangrað, og þá er auðvitað ákveðin hætta á að mýs komist inn. Svo stendur húsið auðvitað við grænt svæði hérna í Fossvoginum og það er auðvitað alþekkt að mýs leita inn í hlýjuna þegar hausta tekur.“ Aðalsteinn ítrekar þó að þetta gerist ekki oft en hafi þekkst af og til í gegnum árin, sérstaklega í þeim húsum spítalans sem standa við græn svæði.Mauraeitrið lofar góðu Aðspurður um hvernig gangi að ráða að niðurlögum faraó-mauranna, sem gerðu sig heimakomna í einu af húsum spítalans á Hringbraut, segir Aðalsteinn það ganga vel: „Það var eitrað fyrir þeim aðfaranótt sunnudags og eitrið lofar góðu. Það er farið á hverju kvöldi og svæðið vaktað til að fylgjast með hvernig eitrið virkar. Sums staðar eru maurarnir alveg horfnir og annars staðar sjást nokkrir enn. Okkur er sagt að maurarnir geti lifað í allt að 2-3 mánuði svo við verðum að vakta svæðið að minnsta kosti næstu tvo mánuði.“ Þá bætir Aðalsteinn að kannað hafi verið með maura á öðrum deildum spítalans við Hringbraut og enginn staðfest tilfelli komið upp.
Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, segir aðstöðuna á Landspítalanum síst til þess fallna að lokka lækna heim sem farið hafa erlendis til náms og starfa. 5. nóvember 2014 14:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12
M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, segir aðstöðuna á Landspítalanum síst til þess fallna að lokka lækna heim sem farið hafa erlendis til náms og starfa. 5. nóvember 2014 14:27