Fjórðungur treystir Hönnu Birnu minnst 29. ágúst 2014 20:00 Traust til ráðherra í ríkisstjórninni mælist ekki mikið samkvæmt nýrri könnun fréttastofu Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Hringt var í 1.056 manns en þarf af náðist í 650 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og svarhlutfall var 61,5%. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Annars vegar var spurt: "Til hvaða ráðherra í ríkisstjórninni berðu mest traust?". Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælist með mest traust eða 11%, en þar á eftir kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Athygli vekur að 21% treystir engum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, og 37% eru óákveðin. „Ég man ekki eftir að hafa séð lakari traustyfirlýsingu til ráðherra heldur en hér kemur fram. Þetta er viðvörunarljós til stjórnmálamanna að þeir geti ekki gengið að stuðningi almennings vísum og þeir halda á brothættu eggi sem þeim ber að halda upp á,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Hins vegar var spurt: "Til hvaða ráðherra í ríkisstjórninni berðu minnst traust?". Þar kemur fram að fjórðungur aðspurðra bera minnst traust til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, en þar á eftir kemur forsætisráðherra með 15% og fjármálaráðherra með 8%. 35% aðspurðra eru óákveðin. Er þetta áhyggjuefni fyrir Hönnu Birnu? „Ég myndi segja að þetta væri mikið áhyggjuefni fyrir hana, en ekki bara fyrir hana heldur líka fyrir stjórnarflokkana því að þeir verða auðvitað að passa upp á að þeir hafi traust kjósenda, því vantraust í einum málaflokki yfirfærist yfir á aðra málaflokka. Það kann að skapast andrými í þjóðfélaginu sem að verður ríkisstjórninni erfitt ef að hún passar ekki upp á að halda þessum trúnaðartengslum við kjósendur,“ segir Stefanía. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Traust til ráðherra í ríkisstjórninni mælist ekki mikið samkvæmt nýrri könnun fréttastofu Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Hringt var í 1.056 manns en þarf af náðist í 650 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og svarhlutfall var 61,5%. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Annars vegar var spurt: "Til hvaða ráðherra í ríkisstjórninni berðu mest traust?". Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælist með mest traust eða 11%, en þar á eftir kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Athygli vekur að 21% treystir engum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, og 37% eru óákveðin. „Ég man ekki eftir að hafa séð lakari traustyfirlýsingu til ráðherra heldur en hér kemur fram. Þetta er viðvörunarljós til stjórnmálamanna að þeir geti ekki gengið að stuðningi almennings vísum og þeir halda á brothættu eggi sem þeim ber að halda upp á,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Hins vegar var spurt: "Til hvaða ráðherra í ríkisstjórninni berðu minnst traust?". Þar kemur fram að fjórðungur aðspurðra bera minnst traust til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, en þar á eftir kemur forsætisráðherra með 15% og fjármálaráðherra með 8%. 35% aðspurðra eru óákveðin. Er þetta áhyggjuefni fyrir Hönnu Birnu? „Ég myndi segja að þetta væri mikið áhyggjuefni fyrir hana, en ekki bara fyrir hana heldur líka fyrir stjórnarflokkana því að þeir verða auðvitað að passa upp á að þeir hafi traust kjósenda, því vantraust í einum málaflokki yfirfærist yfir á aðra málaflokka. Það kann að skapast andrými í þjóðfélaginu sem að verður ríkisstjórninni erfitt ef að hún passar ekki upp á að halda þessum trúnaðartengslum við kjósendur,“ segir Stefanía.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira