Fjórtán ára og rekur hjólaleigu Sara McMahon skrifar 6. júlí 2013 07:00 Eydís Sól Steinarrsdóttir, fjórtán ára, rekur hjólaleiguna Sunny Bikes við Klapparstíg. Fréttablaðið/valli „Þetta er mjög gaman, fólk er hresst og það er mikið stuð á svæðinu við Hjartagarðinn. Leigan hefur gengið rosalega vel og ég hef meira að segja þurft að leigja út hjólið mitt og hans pabba,“ segir Eydís Sól Steinarrsdóttir sem rekur hjólaleiguna Sunny Bikes við Klapparstíg 30. Eydís keypti tíu borgarhjól fyrir sumarið og leigir þau út til ferðamanna. „Hjólin voru flutt inn fyrir álverið í Straumsvík, en svo seld því vegna öryggisástæðna var bannað að nota þau í álverinu. Það gekk illa að selja þau því þetta eru einsgíra borgarhjól og ég fékk þau því öll á lægra verði,“ útskýrir Eydís. Hjólaleiguna rekur hún í sama húsnæði og hýsir bílaleiguna Kúkú Campers sem faðir hennar, Steinarr Lár, rekur. Eydís segist hafa fengið ýmis góð ráð frá föður sínum enda sé hann reynslunni ríkari. „Hann hefur sagt mér til og gefið mér ráð. Það er að mörgu að huga og ég sé um flestallt sjálf, líka bókhaldið og pappírsvinnuna. En þetta kemur mestallt með reynslunni,“ segir hún. Eydís lætur ekki nægja að reka hjólaleiguna, því hún hannaði einnig lógó fyrirtækisins sjálf. „Ég var vön að skrifa nafnið mitt, Eydís, og svo sól fyrir aftan og ákvað að nota það í lógóið,“ útskýrir hún. Eydís byrjar í 10. bekk í Garðaskóla í haust og kveðst hlakka mikið til. Í frítíma sínum iðkar hún bæði snjó- og brimbrettaíþróttina með föður sínum. „Ég held ég sé eina stelpan á mínum aldri sem fer á brimbretti, yfirleitt fer ég bara ein með pabba og vinum hans. Við fórum líka saman til Austurríkis á snjóbretti í vetur og það var rosalega gaman. Pabbi hefur orðið Íslandsmeistari á snjóbretti og ég stefni á að verða betri en hann,“ segir hún að lokum. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Þetta er mjög gaman, fólk er hresst og það er mikið stuð á svæðinu við Hjartagarðinn. Leigan hefur gengið rosalega vel og ég hef meira að segja þurft að leigja út hjólið mitt og hans pabba,“ segir Eydís Sól Steinarrsdóttir sem rekur hjólaleiguna Sunny Bikes við Klapparstíg 30. Eydís keypti tíu borgarhjól fyrir sumarið og leigir þau út til ferðamanna. „Hjólin voru flutt inn fyrir álverið í Straumsvík, en svo seld því vegna öryggisástæðna var bannað að nota þau í álverinu. Það gekk illa að selja þau því þetta eru einsgíra borgarhjól og ég fékk þau því öll á lægra verði,“ útskýrir Eydís. Hjólaleiguna rekur hún í sama húsnæði og hýsir bílaleiguna Kúkú Campers sem faðir hennar, Steinarr Lár, rekur. Eydís segist hafa fengið ýmis góð ráð frá föður sínum enda sé hann reynslunni ríkari. „Hann hefur sagt mér til og gefið mér ráð. Það er að mörgu að huga og ég sé um flestallt sjálf, líka bókhaldið og pappírsvinnuna. En þetta kemur mestallt með reynslunni,“ segir hún. Eydís lætur ekki nægja að reka hjólaleiguna, því hún hannaði einnig lógó fyrirtækisins sjálf. „Ég var vön að skrifa nafnið mitt, Eydís, og svo sól fyrir aftan og ákvað að nota það í lógóið,“ útskýrir hún. Eydís byrjar í 10. bekk í Garðaskóla í haust og kveðst hlakka mikið til. Í frítíma sínum iðkar hún bæði snjó- og brimbrettaíþróttina með föður sínum. „Ég held ég sé eina stelpan á mínum aldri sem fer á brimbretti, yfirleitt fer ég bara ein með pabba og vinum hans. Við fórum líka saman til Austurríkis á snjóbretti í vetur og það var rosalega gaman. Pabbi hefur orðið Íslandsmeistari á snjóbretti og ég stefni á að verða betri en hann,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira