Erlent

Fjórtan milljónir orðið fyrir barðinu á flóðunum í Pakistan

Flóðin hafa haft áhrif á fyrir fjórtán milljón manns
Flóðin hafa haft áhrif á fyrir fjórtán milljón manns Mynd/AFP
Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum í Pakistan. Mikil rigning er í landinu og óttast er að ástandið versni enn frekar. Samkvæmt frétt BBC hafa um 1.600 manns látist í flóðunum.

Haft er eftir starfsmanni Sameinuðu þjóðanna að reynt sé að útvega þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum hreint vant og læknis aðstoð.

Yfir 650 þúsund heimili hafa eyðilagst í borginni Khyber Pakhtunkhwa og Punjab héraðinu.

Búið er að flytja yfir hálfa milljón manna frá svæðum þar sem ástandið er sem verst.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×