Flautuleikari í Sinfóníunni býður þingmanni í kaffi Jón Júlíus Karlsson skrifar 13. nóvember 2013 16:22 Vilhjálmur Árnason á Alþingi í gær. Melkorka Ólafsdóttir er flautuleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Ég held að hann viti ekkert um hvað hann er að tala þannig að ég ákvað að bjóða honum í kaffi og fræða hann aðeins um Sinfóníuhljómsveitina,“segir Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur boðið Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í kaffi. Vilhjálmur hélt ræðu á Alþingi í gær þar sem hann tók undir málflutning Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmanneyjum, um mikilvægi forgangsröðunar í ríkisrekstri og nefndi þar Sinfóníuhljómsveit Íslands í því samhengi. Vilhjálmur bar saman í ræðu sinni dagvinnulaun kvenna í lögreglunni saman við dagvinnulaun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lögreglukonur eru með 305.700 krónur á mánuði samkvæmt Vilhjálmi en konur í Sinfóníuhljómsveit Íslands fá 416.960 krónur í meðallaunum á mánuði. Melkorka á að baki 8 ára háskólanám og var ráðin í hálft starf í vetur. Hún fær greitt rúmar 100 þúsund krónur fyrir starf sitt með hljómsveitinni. Hún sendi þingmanninum bréf í dag og bauð honum í kaffi til að fara yfir málin.Bréf Melkorku er eftirfarandi:Melkorka heiti ég og er flautuleikari. Ég á að baki langt nám, þar af 8 ára háskólanám. Ég spila stundum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, er ráðin þar í hálft starf í vetur og fæ fyrir það útborgaðar 105.780 krónur á mánuði, sem rétt nægja til þess að ég geti borgað af íbúðinni minni (en ekki til þess að ég geti borgað af námslánum).En tilgangurinn með þessu bréfi var ekki að væla yfir peningaleysi, heldur langar mig að bjóða þér í kaffibolla. Þetta er ekki grín eða hæðni og þaðan af síður flört. Mig langar einfaldlega að segja þér aðeins meira af fólki eins og mér, hvað við gerum og hvað við höfum unnið til þess, og hvernig tónlistarheimurinn virkar. Mér finnst ólíklegt annað en að þú myndir þyggja slíkt boð, þar sem þú ert kjörinn fulltrúi þessarar þjóðar á þingi og hefur mikið vald sem slíkur. Það hlýtur að vera í þinn hag að fá tækifæri til þess að hitta einhvern eins og mig og kynna þér hlutina frá sem flestum sjónarhornum. Ég er yfirleitt laus eftir fimm á daginn og gæti hitt þig einhvern næstu daga ef þú vilt.Með vinsemd,Melkorka Ólafdóttir Tengdar fréttir Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Elliði Vignisson veltir því fyrir sér hvort að 320 þúsund manna þjóð hafi efni á því að reka Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 4. nóvember 2013 16:48 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
„Ég held að hann viti ekkert um hvað hann er að tala þannig að ég ákvað að bjóða honum í kaffi og fræða hann aðeins um Sinfóníuhljómsveitina,“segir Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur boðið Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í kaffi. Vilhjálmur hélt ræðu á Alþingi í gær þar sem hann tók undir málflutning Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmanneyjum, um mikilvægi forgangsröðunar í ríkisrekstri og nefndi þar Sinfóníuhljómsveit Íslands í því samhengi. Vilhjálmur bar saman í ræðu sinni dagvinnulaun kvenna í lögreglunni saman við dagvinnulaun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lögreglukonur eru með 305.700 krónur á mánuði samkvæmt Vilhjálmi en konur í Sinfóníuhljómsveit Íslands fá 416.960 krónur í meðallaunum á mánuði. Melkorka á að baki 8 ára háskólanám og var ráðin í hálft starf í vetur. Hún fær greitt rúmar 100 þúsund krónur fyrir starf sitt með hljómsveitinni. Hún sendi þingmanninum bréf í dag og bauð honum í kaffi til að fara yfir málin.Bréf Melkorku er eftirfarandi:Melkorka heiti ég og er flautuleikari. Ég á að baki langt nám, þar af 8 ára háskólanám. Ég spila stundum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, er ráðin þar í hálft starf í vetur og fæ fyrir það útborgaðar 105.780 krónur á mánuði, sem rétt nægja til þess að ég geti borgað af íbúðinni minni (en ekki til þess að ég geti borgað af námslánum).En tilgangurinn með þessu bréfi var ekki að væla yfir peningaleysi, heldur langar mig að bjóða þér í kaffibolla. Þetta er ekki grín eða hæðni og þaðan af síður flört. Mig langar einfaldlega að segja þér aðeins meira af fólki eins og mér, hvað við gerum og hvað við höfum unnið til þess, og hvernig tónlistarheimurinn virkar. Mér finnst ólíklegt annað en að þú myndir þyggja slíkt boð, þar sem þú ert kjörinn fulltrúi þessarar þjóðar á þingi og hefur mikið vald sem slíkur. Það hlýtur að vera í þinn hag að fá tækifæri til þess að hitta einhvern eins og mig og kynna þér hlutina frá sem flestum sjónarhornum. Ég er yfirleitt laus eftir fimm á daginn og gæti hitt þig einhvern næstu daga ef þú vilt.Með vinsemd,Melkorka Ólafdóttir
Tengdar fréttir Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Elliði Vignisson veltir því fyrir sér hvort að 320 þúsund manna þjóð hafi efni á því að reka Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 4. nóvember 2013 16:48 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Elliði Vignisson veltir því fyrir sér hvort að 320 þúsund manna þjóð hafi efni á því að reka Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 4. nóvember 2013 16:48