Fleiri vilja niðurskurð en skattahækkanir 1. mars 2011 09:00 Meirihluti landsmanna vill frekar að ríki og sveitarfélög skeri niður þjónustu en að þau hækki skatta og álögur vegna erfiðrar fjárhagsstöðu, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 62,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni að frekar ætti að beita niðurskurði. Um 37,1 prósent vildi frekar skattahækkanir. Mikill meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en Vinstri grænna vill frekar niðurskurð en skattahækkanir. Af þeim sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til þingkosninga nú sögðust ríflega 77 prósent frekar vilja niðurskurð. Sama sagði tæplega 61 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og 60 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn Vinstri grænna skáru sig úr hópnum. Í þeim hópi vildu aðeins tæplega 22 prósent frekar niðurskurð, en rúmlega 78 prósent sögðust frekar vilja skattahækkanir. Ekki reyndist marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar. Talsverður munur var á svörum kynjanna. Tæplega 60 prósent kvenna kjósa frekar niðurskurð en skattahækkanir en ríflega 66 prósent karla. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að vilja frekar niðurskurð en skattahækkanir. Alls vilja tæplega 66 prósent borgarbúa frekar niðurskurð, en ríflega 58 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 23. febrúar og fimmtudaginn 24. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort finnst þér að eigi heldur að beita niðurskurði eða skattahækkunum í glímu ríkis og sveitarfélaga við erfiða fjárhagsstöðu? Alls tóku 52,6 prósent afstöðu. - bj Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira
Meirihluti landsmanna vill frekar að ríki og sveitarfélög skeri niður þjónustu en að þau hækki skatta og álögur vegna erfiðrar fjárhagsstöðu, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 62,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni að frekar ætti að beita niðurskurði. Um 37,1 prósent vildi frekar skattahækkanir. Mikill meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en Vinstri grænna vill frekar niðurskurð en skattahækkanir. Af þeim sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til þingkosninga nú sögðust ríflega 77 prósent frekar vilja niðurskurð. Sama sagði tæplega 61 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og 60 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn Vinstri grænna skáru sig úr hópnum. Í þeim hópi vildu aðeins tæplega 22 prósent frekar niðurskurð, en rúmlega 78 prósent sögðust frekar vilja skattahækkanir. Ekki reyndist marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar. Talsverður munur var á svörum kynjanna. Tæplega 60 prósent kvenna kjósa frekar niðurskurð en skattahækkanir en ríflega 66 prósent karla. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru líklegri til að vilja frekar niðurskurð en skattahækkanir. Alls vilja tæplega 66 prósent borgarbúa frekar niðurskurð, en ríflega 58 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 23. febrúar og fimmtudaginn 24. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort finnst þér að eigi heldur að beita niðurskurði eða skattahækkunum í glímu ríkis og sveitarfélaga við erfiða fjárhagsstöðu? Alls tóku 52,6 prósent afstöðu. - bj
Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira