Innlent

Flestar líkamsárásir á Suðurnesjum

Reykjanesbær. Flestar líkamsárásir eiga sér stað á Suðurnesjum miðað við íbúafjölda en þeim hefur þó fækkað milli ára.
Reykjanesbær. Flestar líkamsárásir eiga sér stað á Suðurnesjum miðað við íbúafjölda en þeim hefur þó fækkað milli ára. Mynd/GVA
Flestar líkamsárásir eiga sér stað á Suðurnesjum miðað við íbúafjölda en þeim hefur þó fækkað milli ára. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði nokkurra lögregluembætta fyrir síðustu þrjú ár.

Tölurnar ná yfir fjölda brota á hverja 10.000 íbúa árin 2007 til 2009, en tölurnar fyrir árið 2009 eru bráðabirgðatölur. Skoðuð eru brot sem skráð hafa verið hjá embættum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, Selfossi og Suðurnesjum. Brotið er skráð í því embætti þar sem brotavettvangur er, en brotamaður getur búið í öðrum landshluta. Þá ber að hafa í huga að flugvellir, stórar hafni og bæjarhátíðir geta haft áhrif á fjöldatölur.

Undir manndráp og líkamsmeiðingar falla meðal annars líkamsárásir, bæði meiriháttar og minniháttar. Þessum brotum fer fækkandi milli ára en flest eru þau þó á Suðurnesjum árið 2009 eða 49 á hverja 10.00 íbúa. 42 eru á Akureyri, 33 á höfuðborgarsvæðinu og 37 á Selfossi.

Fíkniefnabrotum hefur fækkað umtalsvert milli ára en á síðasta ári voru þau 70 á Suðurnesjum, samanborið við 107 árið áður og 102 árið 2007. Flest eru fíkniefnabrotin þó á Suðurnesjum.

Kynferðisbrotum hefur einnig fækkað töluvert hjá öllum fjórum lögregluembættunum á milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×