Innlent

Flestar ljósmyndir teknar í Reykjavík, við Gullfoss og í Bláa lóninu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hallgrímskirkja er vinsælt myndefni.
Hallgrímskirkja er vinsælt myndefni.
Reykjavík, Gullfoss og Bláa lónið eru þeir staðir á Íslandi sem eru mest ljósmyndaðir, samkvæmt gögnum frá veffyrirtækinu Google. Fyrirtækið býður nú upp á nýja þjónustu, sem ber titilinn Sightsmap, þar sem sjá má þá staði í heiminum sem flestar myndir eru teknar af útfrá gögnum sem Google safnar.

New York, Róm og Barcelona og eru vinsælustu staðirnir til þess að mynda. Reykjavík er í 546. sæti á heimsvísu og Gullfoss númer 807. Þetta eru einu tveir staðirnir sem komast á lista yfir þúsund vinsælustu staðina til að ljósmynda.

Hér er hægt að nálgast Sightsmap þjónustuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×