Innlent

Flestir gestir í flugi útlendingar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Útlendingar sækja í Grímsey jafnt að vetri sem sumri.
Útlendingar sækja í Grímsey jafnt að vetri sem sumri. Fréttablaðið/Björn Þór
Samkvæmt farþegatölum frá Grímseyjarferjunni Sæfara voru farþegar meira en tvöfalt fleiri í fyrra en þeir voru árið 2007. Farþegar ferjunnar voru 6.535 í fyrra en 3.088 árið 2007. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Grímseyjarferjan, sem tekur 108 farþega, siglir þrisvar sinnum í viku á milli Dalvíkur og Grímseyjar allt árið. Sex mánuði ársins eru erlendir farþegar Sæfara í meirihluta. Fyrir utan ferjusiglingarnar er von á fjórum skemmtiferðaskipum til Grímseyjar næsta sumar.

Fjöldi flugfarþega milli ára er svipaður en forsvarsmenn Norlandair segja áhuga útlendinga yfir vetrartímann greinilega að aukast. Á árunum 2008 til 2012 hafi hlutfall erlendra flugfarþega á sumrin verið allt að 62 prósentum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×