Flestir myndu kjósa rafrænt Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júní 2016 07:00 Um það bil átta af hverjum tíu, sem afstöðu taka, segja að þeir myndu kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar. Tuttugu prósent segjast ekki myndu gera það. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið gerði mánudaginn 13. júní. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir rafrænar kosningar mjög flókið fyrirbæri. Hann myndi ekki vilja heimila rafrænar kosningar um mikilvæg mál, eins og þegar forseti Íslands er kosinn, þegar kosið er til þings, eða þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um mikilvæg mál færi fram. „Ekki eins og er, kannski í framtíðinni,“ segir Helgi. Helgi segir að með rafrænum kosningum vakni upp spurningar um öryggi, möguleika á endurtalningu og leynd. „Þetta eru allt saman flóknar spurningar þegar kemur að rafrænum kosningum,“ segir Helgi en bætir þó við að hin hefðbundna leið sé alls ekki gallalaus. „Einfalt dæmi sem varðar kosningaleynd í internetkosningum er að þú getur ekki treyst því að kjósandinn sé einn þegar hann situr fyrir framan tölvuna. Og þá þarf að vega og meta hvað er heppilegt og við hvaða aðstæður,“ segir Helgi Hrafn. Hann vekur athygli á því að það sé ekki það sama að taka ákvörðun í félagasamtökum eða á sveitarstjórnarstiginu annars vegar og svo flóknari mál eins og alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. „Málið snýst ekki bara um að skrifa eitthvað forrit og skella því á netið og þá er komið eitthvað rafrænt lýðræði. Þetta er miklu flóknara en það,“ segir Helgi Hrafn. Hann bætir því við að hann vilji þó gera tilraunir, til dæmis á sveitarstjórnarstiginu og í félagasamtökum. „Við gerum þetta og Samfylkingin gerir þetta líka,“ segir hann. Í sveitarstjórnarlögum er tilraunaákvæði um rafrænar íbúakosningar í sveitarfélögum sem gildir fram á mitt ár 2018. Samkvæmt því getur ráðherra heimilað sveitarfélögum, sem á annað borð eru að framkvæma íbúakosningar samkvæmt lögum, að þær kosningar verði rafrænar. Á grundvelli þessara laga hefur verið sett reglugerð og tvisvar verið haldnar rafrænar íbúakosningar. Annars vegar í Ölfusi og hins vegar í Reykjanesbæ. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 13. júní. Hringt var í 926 manns þar til náðist í 802 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Myndir þú kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 93,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Um það bil átta af hverjum tíu, sem afstöðu taka, segja að þeir myndu kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar. Tuttugu prósent segjast ekki myndu gera það. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið gerði mánudaginn 13. júní. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir rafrænar kosningar mjög flókið fyrirbæri. Hann myndi ekki vilja heimila rafrænar kosningar um mikilvæg mál, eins og þegar forseti Íslands er kosinn, þegar kosið er til þings, eða þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um mikilvæg mál færi fram. „Ekki eins og er, kannski í framtíðinni,“ segir Helgi. Helgi segir að með rafrænum kosningum vakni upp spurningar um öryggi, möguleika á endurtalningu og leynd. „Þetta eru allt saman flóknar spurningar þegar kemur að rafrænum kosningum,“ segir Helgi en bætir þó við að hin hefðbundna leið sé alls ekki gallalaus. „Einfalt dæmi sem varðar kosningaleynd í internetkosningum er að þú getur ekki treyst því að kjósandinn sé einn þegar hann situr fyrir framan tölvuna. Og þá þarf að vega og meta hvað er heppilegt og við hvaða aðstæður,“ segir Helgi Hrafn. Hann vekur athygli á því að það sé ekki það sama að taka ákvörðun í félagasamtökum eða á sveitarstjórnarstiginu annars vegar og svo flóknari mál eins og alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. „Málið snýst ekki bara um að skrifa eitthvað forrit og skella því á netið og þá er komið eitthvað rafrænt lýðræði. Þetta er miklu flóknara en það,“ segir Helgi Hrafn. Hann bætir því við að hann vilji þó gera tilraunir, til dæmis á sveitarstjórnarstiginu og í félagasamtökum. „Við gerum þetta og Samfylkingin gerir þetta líka,“ segir hann. Í sveitarstjórnarlögum er tilraunaákvæði um rafrænar íbúakosningar í sveitarfélögum sem gildir fram á mitt ár 2018. Samkvæmt því getur ráðherra heimilað sveitarfélögum, sem á annað borð eru að framkvæma íbúakosningar samkvæmt lögum, að þær kosningar verði rafrænar. Á grundvelli þessara laga hefur verið sett reglugerð og tvisvar verið haldnar rafrænar íbúakosningar. Annars vegar í Ölfusi og hins vegar í Reykjanesbæ. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 13. júní. Hringt var í 926 manns þar til náðist í 802 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Myndir þú kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 93,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira