Innlent

Flestir segja sig úr Þjóðkirkjunni

Biskup Íslands
Biskup Íslands Mynd úr safni / Stefán
Þann 1. janúar voru fullorðin sóknarbörn í Þjóðkirkjunni (18 ára og eldri) 183.697 eða 77,2% mannfjöldans. Fyrir ári síðan voru fullorðnir félagsmenn Þjóðkirkjunnar 3.000 fleiri og hlutfallið 78,8% af mannfjöldanum.

Kaþólska kirkjan er næstfjölmennasta trúfélag landsins með 6.366 félagsmenn 18 ára og eldri.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Utan trúfélaga voru 11.868 fullorðnir einstaklingar skráðir 1. janúar 2011, eða 5% mannfjöldans. Á síðasta ári voru8.483 utan trúfélaga, eða 3,6%, og fjölgar því fólki utan trúfélaga á milli ára.

Um áramótin voru 14.846 í óskráðu trúfélagi eða með ótilgreinda trúfélagsaðild.

Alls voru 6.810 breytingar á trúfélagsaðild skráðar árið 2010.

Flestir skráðu sig úr Þjóðkirkjunni, alls 5.092. Það eru rúmlega helmingi fleiri en skráðu sig úr Þjóðkirkjunni árið 2009 (1.982).

Flestir þeirra létu skrá sig utan trúfélaga, 3.619, en allnokkrir í einhvern fríkirkjusafnaðanna þriggja (960).

Flestar nýskráningar voru utan trúfélaga árið 2010, alls 3.855. Af trúfélögum voru flestar nýskráningar í Kaþólsku kirkjuna (653). Flestir þeirra voru áður í óskráðu trúfélagi eða ótilgreindu (617).

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×