Innlent

Flestir vilja Ólaf áfram - Ragna fylgir fast á eftir

Ólafur Ragnar Grímsson forseti hlaut flest atkvæði í könnun sem Vísir gerði á meðal lesenda sinna um hver eigi að verða næsti forseti íslenska lýðveldisins. Um fimm þúsund manns tóku þátt í könnuninni sem stóð yfir í tæpan sólarhring og gátu lesendur valið á milli 25 einstaklinga sem oft hafa verið nefndir sem mögulegir frambjóðendur.

Ólafur Ragnar hlaut 22 prósent atkvæða en fast á hæla hans kom Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Landsvirkjunar og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þriðja sæti kom Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og í því fjórða hafnaði poppstjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson.

Niðurstöðurnar voru á þessa leið:

  1. Ólafur Ragnar Grímsson
  2. Ragna Árnadóttir
  3. Davíð Oddsson
  4. Páll Óskar Hjálmtýsson
  5. Jón Gnarr
  6. Salvör Nordal
  7. Páll Skúlason
  8. Þorsteinn Pálsson
  9. Dorrit Moussaieff
  10. Andri Snær Magnason
  11. Bergþór Pálsson
  12. Kristín Ingólfsdóttir
  13. Jón Baldvin Hannibalsson
  14. Þorvaldur Gylfason
  15. Ólafur Jóhann Ólafsson
  16. Elín Hirst
  17. Herdís Þorgeirsdóttir
  18. Björk Guðmundsdóttir
  19. Jakob Frímann Magnússon
  20. Linda Pétursdóttir
  21. Gerður Kristný Guðjónsdóttir
  22. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
  23. Guðmundur Andri Thorsson
  24. Tryggvi Gunnarsson
  25. Ágúst Einarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×