Fleygðu fimmhundruð plastgítörum yfir Heklu 10. ágúst 2010 13:24 Tveir slökkviliðsmenn voru fengnir til þess að láta farminn gossa. Margt hefur á daga Þristsins, DC3 flugvélar Þristavina drifið þá áratugi sem vélin hefur verið á flugi en sennilega hefur hún aldrei farið í eins skrítið verkefni og á dögunum. Afraksturinn má nú sjá á Youtube og fleiri netsíðum en um er að ræða auglýsingu frá tölvuleikjaframleiðanda. Í myndbandinu má sjá þegar Þristurinn er fylltur af um fimm hundruð plast-gítörum sem notaðir eru til þess að stjórna tölvuleikjum á borð við Guitar Hero og Rockband. Síðan er flogið af stað frá Reykjavíkurflugvelli og áleiðis að eldfjalli einu miklu. Þegar vélin er yfir gíg fjallsins er farmurinn látinn gossa út og ofan í kraumandi hraunið en eitthvað hefur dramatíkin verið aukin með tölvubrellum eins og sjá má hér að neðan. Með auglýsingunni vill fyrirtækið undirstrika að leikurinn „Power Gig: Rise of the Six-String“, taki hinum leikjunum tveimur langt fram að gæðum enda er notast við alvöru gítara með alvöru strengjum í þeim leik en ekki plasteftirlíkingar. Karl Hjartarson hjá Þristavinum segir að verkefnið hafi verið eftirminnilegt í meira lagi. Bandarísk auglýsingastofa hafi falast eftir vélinni og síðan hafi verið farið í breytingar á henni því öll merki á henni voru hulin. Síðan var flogið með mennina um landið til þess að finna hentugan tökustað og á endanum var ákveðið að taka upp við Heklu. Í fyrstu höfðu auglýsingamennirnir þó í hyggju að taka auglýsinguna upp yfir Eyjafjallajökli en af því gat ekki orðið. Þyrla með í för Þá þurfti einnig að taka hurðirnar af vélinni og smíða þartilgerðan pall um borð að sögn Karls auk þess sem myndavél var fest undir Þristinn. Þá var þyrla einnig með í för til þess að mynda vélina á flugi. „Eftir talsverðan undirbúning var síðan ákveðið að henda þessu út í tveimur hollum 250 gítörum í einu," segir hann. Mennirnir sem sjást í myndbandinu henda gítörunum út eru slökkviliðsmenn úr Reykjavík að sögn Karls en á jörðu niðri biðu björgunarsveitarmenn frá Hellu sem fengu það verkefni að tína gítarana upp. „Það var strax sett fram skýr krafa um það að alla gítarana yrði að endurheimta," segir Karl og bætir við að öll tilskilin leyfi hafi verið fengin fyrir uppákomunni. Auglýsinguna má sjá hér. Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Margt hefur á daga Þristsins, DC3 flugvélar Þristavina drifið þá áratugi sem vélin hefur verið á flugi en sennilega hefur hún aldrei farið í eins skrítið verkefni og á dögunum. Afraksturinn má nú sjá á Youtube og fleiri netsíðum en um er að ræða auglýsingu frá tölvuleikjaframleiðanda. Í myndbandinu má sjá þegar Þristurinn er fylltur af um fimm hundruð plast-gítörum sem notaðir eru til þess að stjórna tölvuleikjum á borð við Guitar Hero og Rockband. Síðan er flogið af stað frá Reykjavíkurflugvelli og áleiðis að eldfjalli einu miklu. Þegar vélin er yfir gíg fjallsins er farmurinn látinn gossa út og ofan í kraumandi hraunið en eitthvað hefur dramatíkin verið aukin með tölvubrellum eins og sjá má hér að neðan. Með auglýsingunni vill fyrirtækið undirstrika að leikurinn „Power Gig: Rise of the Six-String“, taki hinum leikjunum tveimur langt fram að gæðum enda er notast við alvöru gítara með alvöru strengjum í þeim leik en ekki plasteftirlíkingar. Karl Hjartarson hjá Þristavinum segir að verkefnið hafi verið eftirminnilegt í meira lagi. Bandarísk auglýsingastofa hafi falast eftir vélinni og síðan hafi verið farið í breytingar á henni því öll merki á henni voru hulin. Síðan var flogið með mennina um landið til þess að finna hentugan tökustað og á endanum var ákveðið að taka upp við Heklu. Í fyrstu höfðu auglýsingamennirnir þó í hyggju að taka auglýsinguna upp yfir Eyjafjallajökli en af því gat ekki orðið. Þyrla með í för Þá þurfti einnig að taka hurðirnar af vélinni og smíða þartilgerðan pall um borð að sögn Karls auk þess sem myndavél var fest undir Þristinn. Þá var þyrla einnig með í för til þess að mynda vélina á flugi. „Eftir talsverðan undirbúning var síðan ákveðið að henda þessu út í tveimur hollum 250 gítörum í einu," segir hann. Mennirnir sem sjást í myndbandinu henda gítörunum út eru slökkviliðsmenn úr Reykjavík að sögn Karls en á jörðu niðri biðu björgunarsveitarmenn frá Hellu sem fengu það verkefni að tína gítarana upp. „Það var strax sett fram skýr krafa um það að alla gítarana yrði að endurheimta," segir Karl og bætir við að öll tilskilin leyfi hafi verið fengin fyrir uppákomunni. Auglýsinguna má sjá hér.
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira