Innlent

Flóahreppur fékk einnig greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu

Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafullrúi Landsvirkjunar.
Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafullrúi Landsvirkjunar. Mynd/GVA
Flóahreppur, hefur eins og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, fengið greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að greiðslur til sveitarfélaganna séu að öllu í samræmi við lög og vísar því á bug að þær séu óeðlilegar.

Fyrrverandi sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps upplýsti í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að sveitarstjórnarmenn hefðu fengið greiðslur frá Landsvirkjun fyrir fundarsetur, auk þess sem hreppurinn hefði fengið milljónir króna frá fyrirtækinu vegna annarrar vinnu sem tengist skipulagi í hreppnum. Landsvirkjun ætlar að setja þar niður tvær virkjanir í neðri Þjórsá.

Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, vísar því á bug að nokkuð sé óeðlilegt við greiðslurnar og segir þær vera í samræmi við skipulags og byggingarlög. Þegar fyrirtæki eða einstaklingar fari fram á breytingar á skipulag sveitarfélagi sé heimilt að óska eftir að viðkomandi greiði fyrir vinnuna. Almenn stjórnsýsla sveitarfélaga margfaldist við að sinna verkefni eins og að undirbúa heila virkjun.

Þorsteinn segir að lagt hafi verið út fyrir fundarsetu og fleira sem sé umfram venjulega stjórnsýslu í sveitarfélögunum. Sama eigi við um Flóahrepps og rauninni önnur sveitarfélög, til dæmis á Austurlandi.


Tengdar fréttir

Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna út úr kortinu

„Þetta lyktar ekki vel,“ segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst þetta vera út úr kortinu,“ segir formaðurinn.

Landsvirkjun greiddi sveitarstjórnarmönnum fyrir skipulagsvinnu

Landsvirkjun greiddi fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um fyrirhugaðar virkjanir í hreppnum. Hver sveitarstjórnarmaður fékk 200 þúsund krónur, segir fyrrverandi sveitarstjóri. Oddviti hreppsins staðfestir að hafa fengið greiðslur frá Landsvirkjun, í gegnum hreppinn, en er ósáttur við að vera sakaður um mútuþægni.

Ekki mútugreiðslur

„Þarna er lítið sveitarfélag að takast á við gríðarlega stórt verkefni sem kostar mjög mikið og það er ekkert óeðlilegt að það sé farið fram á það við framkvæmdaaðila að hann greiði kostnað sem fellur á sveitarfélagið," segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra virkjana. Ekki sé um mútugreiðslur að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×