Flogaveikum dæmdar bætur: Viðurkenningin mikilvægust Valur Grettisson skrifar 12. janúar 2011 15:43 Ágúst Hilmar Dearborn fær bætur eftir að hafa verið sviptur frelsinu. „Það mikilvægasta er að það hafi loksins verið viðurkennt að það hafi verið brotið á mér," segir Ágúst Hilmar Dearborn, sem sigraði skaðabótamál gegn ríkinu í dag, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða Ágústi sex og hálfa milljón fyrir ólögmæta frelsissviptingu. Málið er hið sérkennilegasta en Ágúst var handtekinn árið 2003 eftir að hann fékk flogakast undir stýri í Njarðvík. Hann ók út af veginum og kom lögreglan á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum. Ágúst missti meðvitund eftir flogakastið. Enginn læknir kallaður til Þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að honum vaknaði Ágúst og brást hinn versti við. Lögreglan fann sig knúna til þess að handtaka hann í kjölfarið. Héraðsdómur féllst á að handtakan hefði verið lögmæt. Hinsvegar fór lögreglan út fyrir valdsvið sitt þegar hún færði Ágúst handjárnaðann á lögreglustöð og lét hann dúsa í fangaklefa járnaðann fyrir aftan bak. Þar fékk hann að dúsa í um hálftíma án þess að læknir væri fenginn til þess að kanna ástand hans. Fyrir vikið þótti dóminum rétt að ríkið greiddi Ágústi á sjöundu milljón króna í skaðabætur, sem þykir afar há upphæð samkvæmt lögfróðum mönnum. Ágúst segir í viðtali við Vísi að hann sé himinlifandi yfir úrskurðinum en óttist ennfremur um að málinu sé hvergi lokið. Ekki er ljóst hvort ríkið áfrýji dómnum. Málið tekið á taugarnar „Þetta er búið að taka vel á mig sem og fjölskylduna mína," segir Ágúst sem hefur beðið eftir niðurstöðu í málinu í sjö ár. „Málinu var alltaf vísað frá þegar ég kvartaði undan meðferðinni í fyrstu. En þá hefði afsökunarbeiðni nægt mér," segir Ágúst Hilmar sem er afar sár og reiður yfir meðferðinni. Hann segist lítið muna eftir atvikinu annað en þegar hann vaknaði liggjandi á maganum í fangaklefa með hendur járnaðar fyrir aftan bak. Aðspurður hvernig flogaköstin lýsa sér svarar Ágúst því til að það sé erfitt að segja frá því. Hann segist missa meðvitund og í raun ekki ranka við sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar. Stundum man hann ekkert eftir aðdragandanum áður en hann fékk flogið. Án floga í nokkur ár „En svo er ég nýjum lyfjum núna þannig ég hef ekki fengið flogakast í nokkur ár," segir Ágúst sem hefur lært að lifa með sjúkdómnum. Þannig stundar hann heilbrigðan lífsstíl og hefur gert alla sína ævi. „Þetta helst allt í hendur," segir Ágúst um mikilvægi þess að hlúa vel að líkamanum til þess að halda flogaveikinni niðri. Ágúst Hilmar segist gríðarlega ánægður með niðurstöðu dómsins, „þegar maður fær þetta þá er maður í skýjunum," segir Ágúst sem segist fyrst og fremst vera þakklátur. Eins og fyrr segir þá er ekki ljóst hvort ríkið áfrýji málinu. Það er þó ekki ólíklegt en fjölskipaður dómur klofnaði og vildi einn dómarinn sýkna lögregluna. Tengdar fréttir Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri. 12. janúar 2011 13:45 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Það mikilvægasta er að það hafi loksins verið viðurkennt að það hafi verið brotið á mér," segir Ágúst Hilmar Dearborn, sem sigraði skaðabótamál gegn ríkinu í dag, þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða Ágústi sex og hálfa milljón fyrir ólögmæta frelsissviptingu. Málið er hið sérkennilegasta en Ágúst var handtekinn árið 2003 eftir að hann fékk flogakast undir stýri í Njarðvík. Hann ók út af veginum og kom lögreglan á vettvang ásamt sjúkraflutningamönnum. Ágúst missti meðvitund eftir flogakastið. Enginn læknir kallaður til Þegar sjúkraflutningamenn hlúðu að honum vaknaði Ágúst og brást hinn versti við. Lögreglan fann sig knúna til þess að handtaka hann í kjölfarið. Héraðsdómur féllst á að handtakan hefði verið lögmæt. Hinsvegar fór lögreglan út fyrir valdsvið sitt þegar hún færði Ágúst handjárnaðann á lögreglustöð og lét hann dúsa í fangaklefa járnaðann fyrir aftan bak. Þar fékk hann að dúsa í um hálftíma án þess að læknir væri fenginn til þess að kanna ástand hans. Fyrir vikið þótti dóminum rétt að ríkið greiddi Ágústi á sjöundu milljón króna í skaðabætur, sem þykir afar há upphæð samkvæmt lögfróðum mönnum. Ágúst segir í viðtali við Vísi að hann sé himinlifandi yfir úrskurðinum en óttist ennfremur um að málinu sé hvergi lokið. Ekki er ljóst hvort ríkið áfrýji dómnum. Málið tekið á taugarnar „Þetta er búið að taka vel á mig sem og fjölskylduna mína," segir Ágúst sem hefur beðið eftir niðurstöðu í málinu í sjö ár. „Málinu var alltaf vísað frá þegar ég kvartaði undan meðferðinni í fyrstu. En þá hefði afsökunarbeiðni nægt mér," segir Ágúst Hilmar sem er afar sár og reiður yfir meðferðinni. Hann segist lítið muna eftir atvikinu annað en þegar hann vaknaði liggjandi á maganum í fangaklefa með hendur járnaðar fyrir aftan bak. Aðspurður hvernig flogaköstin lýsa sér svarar Ágúst því til að það sé erfitt að segja frá því. Hann segist missa meðvitund og í raun ekki ranka við sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar. Stundum man hann ekkert eftir aðdragandanum áður en hann fékk flogið. Án floga í nokkur ár „En svo er ég nýjum lyfjum núna þannig ég hef ekki fengið flogakast í nokkur ár," segir Ágúst sem hefur lært að lifa með sjúkdómnum. Þannig stundar hann heilbrigðan lífsstíl og hefur gert alla sína ævi. „Þetta helst allt í hendur," segir Ágúst um mikilvægi þess að hlúa vel að líkamanum til þess að halda flogaveikinni niðri. Ágúst Hilmar segist gríðarlega ánægður með niðurstöðu dómsins, „þegar maður fær þetta þá er maður í skýjunum," segir Ágúst sem segist fyrst og fremst vera þakklátur. Eins og fyrr segir þá er ekki ljóst hvort ríkið áfrýji málinu. Það er þó ekki ólíklegt en fjölskipaður dómur klofnaði og vildi einn dómarinn sýkna lögregluna.
Tengdar fréttir Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri. 12. janúar 2011 13:45 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Flogaveikur fær bætur fyrir frelsissviptingu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni á þrítugsaldri sex og hálfa milljón í skaðabætur fyrir að hafa fært hann á lögreglustöð eftir að hann fékk flogakast undir stýri. 12. janúar 2011 13:45