Flókið stjórnskipulag Hörpu veldur núningi og árekstrum 8. ágúst 2012 04:45 Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg tóku Hörpuna yfir snemma árs 2009. Veruleg frávik hafa verið frá þeim rekstraráætlunum sem lagðar voru fram við það tilefni. Ráðstefnuhald hefur til að mynda skilað 80% minni tekjum en lagt var upp með. fréttablaðið/gva Flókið stjórnskipulag innan Hörpu-samstæðunnar hefur valdið núningi og árekstrum, verkaskipting, hlutverk og ábyrgð hafa ekki verið skýr og við ákveðnar aðstæður hefur verið óljóst hver á að taka hvaða ákvörðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu. Eigendur Hörpu; íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, sendu frá sér fréttatilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að á grundvelli þeirrar niðurstöðu sem úttektin sýndi þá muni skipulag Hörpu-samstæðunnar, sem taldi þegar mest lét átta mismunandi félög, verða einfaldað og ný rekstraráætlun lögð fram. Búist er við að rekstrartap Hörpu verði rúmlega 400 milljónir króna í ár. Til viðbótar greiða eigendur Hörpu tæpan milljarð króna í ár vegna afborgana á lánum sem tekin voru til að klára byggingu hússins. Þegar úttekt KPMG var gerð taldi skipulag Hörpu átta félög. Þeim hefur reyndar síðar verið fækkað um tvö með sameiningum. Yfirstjórn Hörpu var síðan skipuð fimm aðilum frá þessum félögum, þar af þremur starfandi stjórnarformönnum. Í úttekt KPMG segir að „verkaskipting og ábyrgð aðila hefur verið óljós, sem veldur núningi og árekstrum“. Ástæða hins flókna skipulags er sögð eiga sér rætur í því að einkaaðilar hafi upphaflega átt að fjármagna og eiga húsið. KPMG leggur til að þrjú félaganna verði sameinuð í eitt og önnur verði lögð niður til að einfalda og skýra samskipti, lækka kostnað og minnka hættu á „mistökum eða ruglingi“. Auk þess sé óeðilegt að sömu aðilar sitji í stjórnum margra tengdra félaga, en mörg dæmi þess eru innan Hörpu-samstæðunnar. Í úttektinni segir að „við þær aðstæður verður óljóst hvar ákvarðanir eiga að liggja og hagsmuna hvaða félags verið er að gæta. Ljóst er að erfitt yrði að fylgja reglum um góða stjórnarhætti“. Þrátt fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafi tekið yfir eignarhald og rekstur Hörpu snemma árs 2009 þá hefur stjórnskipulag samstæðunnar verið látið óáreitt í rúmlega þrjú ár. Tilgreind ástæða þess hefur verið sú að skattamál myndu gera einföldun þess erfiða. KPMG telur hins vegar að hægt yrði að ráðast í slíkar breytingar án þess að það myndi valda skattalegum vandkvæðum. Endurskoðunarfyrirtækið hefur óskað eftir staðfestingu skattayfirvalda á þeim skilningi. Samkvæmt upplýsingum úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu liggur slík staðfesting ekki fyrir. Hluti af þeirri endurskoðunarvinnu sem nú stendur yfir felur í sér að kanna hvort skilningur KPMG standist. Vonir standa til að nýtt skipulag og ný rekstraráætlun til fimm ára liggi fyrir í október næstkomandi.thordur@frettabladid.is Tengdar fréttir Austurhöfn tapaði 534 milljónum króna Austurhöfn-TR ehf., sem er í 54 prósenta eigu ríkisins og 46 prósenta eigu Reykjavíkurborgar, fer með eignarhald Hörpu og annarra tengdra eigna. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011 opinberlega. Í ríkisreikningi ársins 2011 kemur hins vegar fram að 534 milljóna króna taprekstur hafi verið á félaginu í fyrra. Eigið fé þess er neikvætt um 270 milljónir króna og skuldir þess nema 23,1 milljarði króna. Eignir þess, sem eru að langstærstu leyti Harpa og meðfylgjandi lóðir, voru metnar á 22,8 milljarða króna í lok síðasta árs. 8. ágúst 2012 06:15 Mest lesið „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Sjá meira
Flókið stjórnskipulag innan Hörpu-samstæðunnar hefur valdið núningi og árekstrum, verkaskipting, hlutverk og ábyrgð hafa ekki verið skýr og við ákveðnar aðstæður hefur verið óljóst hver á að taka hvaða ákvörðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu. Eigendur Hörpu; íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, sendu frá sér fréttatilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að á grundvelli þeirrar niðurstöðu sem úttektin sýndi þá muni skipulag Hörpu-samstæðunnar, sem taldi þegar mest lét átta mismunandi félög, verða einfaldað og ný rekstraráætlun lögð fram. Búist er við að rekstrartap Hörpu verði rúmlega 400 milljónir króna í ár. Til viðbótar greiða eigendur Hörpu tæpan milljarð króna í ár vegna afborgana á lánum sem tekin voru til að klára byggingu hússins. Þegar úttekt KPMG var gerð taldi skipulag Hörpu átta félög. Þeim hefur reyndar síðar verið fækkað um tvö með sameiningum. Yfirstjórn Hörpu var síðan skipuð fimm aðilum frá þessum félögum, þar af þremur starfandi stjórnarformönnum. Í úttekt KPMG segir að „verkaskipting og ábyrgð aðila hefur verið óljós, sem veldur núningi og árekstrum“. Ástæða hins flókna skipulags er sögð eiga sér rætur í því að einkaaðilar hafi upphaflega átt að fjármagna og eiga húsið. KPMG leggur til að þrjú félaganna verði sameinuð í eitt og önnur verði lögð niður til að einfalda og skýra samskipti, lækka kostnað og minnka hættu á „mistökum eða ruglingi“. Auk þess sé óeðilegt að sömu aðilar sitji í stjórnum margra tengdra félaga, en mörg dæmi þess eru innan Hörpu-samstæðunnar. Í úttektinni segir að „við þær aðstæður verður óljóst hvar ákvarðanir eiga að liggja og hagsmuna hvaða félags verið er að gæta. Ljóst er að erfitt yrði að fylgja reglum um góða stjórnarhætti“. Þrátt fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafi tekið yfir eignarhald og rekstur Hörpu snemma árs 2009 þá hefur stjórnskipulag samstæðunnar verið látið óáreitt í rúmlega þrjú ár. Tilgreind ástæða þess hefur verið sú að skattamál myndu gera einföldun þess erfiða. KPMG telur hins vegar að hægt yrði að ráðast í slíkar breytingar án þess að það myndi valda skattalegum vandkvæðum. Endurskoðunarfyrirtækið hefur óskað eftir staðfestingu skattayfirvalda á þeim skilningi. Samkvæmt upplýsingum úr mennta- og menningarmálaráðuneytinu liggur slík staðfesting ekki fyrir. Hluti af þeirri endurskoðunarvinnu sem nú stendur yfir felur í sér að kanna hvort skilningur KPMG standist. Vonir standa til að nýtt skipulag og ný rekstraráætlun til fimm ára liggi fyrir í október næstkomandi.thordur@frettabladid.is
Tengdar fréttir Austurhöfn tapaði 534 milljónum króna Austurhöfn-TR ehf., sem er í 54 prósenta eigu ríkisins og 46 prósenta eigu Reykjavíkurborgar, fer með eignarhald Hörpu og annarra tengdra eigna. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011 opinberlega. Í ríkisreikningi ársins 2011 kemur hins vegar fram að 534 milljóna króna taprekstur hafi verið á félaginu í fyrra. Eigið fé þess er neikvætt um 270 milljónir króna og skuldir þess nema 23,1 milljarði króna. Eignir þess, sem eru að langstærstu leyti Harpa og meðfylgjandi lóðir, voru metnar á 22,8 milljarða króna í lok síðasta árs. 8. ágúst 2012 06:15 Mest lesið „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Fleiri fréttir „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Sjá meira
Austurhöfn tapaði 534 milljónum króna Austurhöfn-TR ehf., sem er í 54 prósenta eigu ríkisins og 46 prósenta eigu Reykjavíkurborgar, fer með eignarhald Hörpu og annarra tengdra eigna. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011 opinberlega. Í ríkisreikningi ársins 2011 kemur hins vegar fram að 534 milljóna króna taprekstur hafi verið á félaginu í fyrra. Eigið fé þess er neikvætt um 270 milljónir króna og skuldir þess nema 23,1 milljarði króna. Eignir þess, sem eru að langstærstu leyti Harpa og meðfylgjandi lóðir, voru metnar á 22,8 milljarða króna í lok síðasta árs. 8. ágúst 2012 06:15