Flokksmenn velja fjóra efstu fulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2013 11:21 Mikil samstaða var um Dag B. Eggertsson til áframhaldandi setu í leiðtogasæti flokksins í Reykjavík. mynd/daníel Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykkti með naumum meirihluta á fundi í gærkvöldi að fjórir efstu fulltrúar flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, verði valdir í flokksvali. Ekki náðist samstaða um það innan stjórnar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar hvaða leið skyldi farin við val á fulltrúum flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor og því lagði stjórnin til að valið yrði milli tveggja leiða á fundi í gærkvöldi. Annars vegar uppstillingu og hins vegar flokksvali, þar sem félagar í flokksfélögum í Reykjavík velja fulltrúa í fjögur efstu sætin. Arnar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi frjálslyndra jafnaðarmanna í fulltrúaráðinu var einn talsmanna flokksvalsins til að tryggja beina aðkomu flokksmanna að fulltrúavalinu, en 62 greiddu þeirri tillögu atkvæði en 58 studdu uppstillingu.Vel var mætt á fund Samfylkingarinnar í Reykjavík í gærkvöldi og fylgdist fyrrverandi leiðtogi flokksins og forsætisráðherra vel með því sem fram fór.mynd/daníel„Þar sem fannst ekki leið til að vera líkleg til að vera nógu skýr, fyrirsjánleg og líkleg til að skapa sátt um bæði framkvæmd og niðurstöðu, var það bein tillaga stjórnar að lagðar yrðu fram tvær tillögur og kosið á milli og það var tillaga stjórnarinnar í heild,“ segir Arnar. Arnar heldur að sátt verði um þessa niðurstöðu þótt mjótt hafi verið á mununum í atkvæðagreiðslunni. Þannig að nú geta allir samfylkingarfélagar í Reykjavík kosið milli frambjóðenda? „Jú í fjögur efstu sætin,“ segir Arnar. Restinni verður síðan stillt upp. Flokksvalið mun fara fram í lok janúar en Dagur B. Eggertsson oddviti flokksins í Reykjavík hefur einn lýst yfir framboði í fyrsta sætið. Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi hefur hins vegar ákveðið að bjóða sig ekki fram aftur, en flokkurinn hefur þrjá borgarfulltrúa í dag. Arnar telur að það verði ekki vandamál að finna álitlegar konur á listann. „Ég held að það verði lúxusvandamál fyrir okkur að þurfa að velja á milli þeirra öflugu kvenna sem gætu haft áhuga á að takast á við þetta verkefni,“ segir Arnar Guðmundsson. Tillaga um að frambjóðendur greiði 50 þúsund krónur fyrir þátttöku í flokksvalinu var felld á fundinum í gærkvöldi. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykkti með naumum meirihluta á fundi í gærkvöldi að fjórir efstu fulltrúar flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, verði valdir í flokksvali. Ekki náðist samstaða um það innan stjórnar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar hvaða leið skyldi farin við val á fulltrúum flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor og því lagði stjórnin til að valið yrði milli tveggja leiða á fundi í gærkvöldi. Annars vegar uppstillingu og hins vegar flokksvali, þar sem félagar í flokksfélögum í Reykjavík velja fulltrúa í fjögur efstu sætin. Arnar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi frjálslyndra jafnaðarmanna í fulltrúaráðinu var einn talsmanna flokksvalsins til að tryggja beina aðkomu flokksmanna að fulltrúavalinu, en 62 greiddu þeirri tillögu atkvæði en 58 studdu uppstillingu.Vel var mætt á fund Samfylkingarinnar í Reykjavík í gærkvöldi og fylgdist fyrrverandi leiðtogi flokksins og forsætisráðherra vel með því sem fram fór.mynd/daníel„Þar sem fannst ekki leið til að vera líkleg til að vera nógu skýr, fyrirsjánleg og líkleg til að skapa sátt um bæði framkvæmd og niðurstöðu, var það bein tillaga stjórnar að lagðar yrðu fram tvær tillögur og kosið á milli og það var tillaga stjórnarinnar í heild,“ segir Arnar. Arnar heldur að sátt verði um þessa niðurstöðu þótt mjótt hafi verið á mununum í atkvæðagreiðslunni. Þannig að nú geta allir samfylkingarfélagar í Reykjavík kosið milli frambjóðenda? „Jú í fjögur efstu sætin,“ segir Arnar. Restinni verður síðan stillt upp. Flokksvalið mun fara fram í lok janúar en Dagur B. Eggertsson oddviti flokksins í Reykjavík hefur einn lýst yfir framboði í fyrsta sætið. Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi hefur hins vegar ákveðið að bjóða sig ekki fram aftur, en flokkurinn hefur þrjá borgarfulltrúa í dag. Arnar telur að það verði ekki vandamál að finna álitlegar konur á listann. „Ég held að það verði lúxusvandamál fyrir okkur að þurfa að velja á milli þeirra öflugu kvenna sem gætu haft áhuga á að takast á við þetta verkefni,“ segir Arnar Guðmundsson. Tillaga um að frambjóðendur greiði 50 þúsund krónur fyrir þátttöku í flokksvalinu var felld á fundinum í gærkvöldi.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira