Flokkur femínista frá Fróni leggur Manhattan undir sig Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2016 12:50 Þeim einu sem datt í hug að hafa maka með í för voru tveir karlar af þremur í 25 manna sendinefnd. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra fer fyrir fríðum flokki kvenréttindafólks sem sækir 60. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem hefst í dag og stendur til 18. mars. Alls eru 25 fulltrúar frá Íslandi, þar af tveir makar og vekur athygli að þeir eru á vegum tveggja karlmanna af þremur sem eru í hópnum: Þeirra Matthíasar Imsland, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Þorsteins Sæmundssonar alþingismanns.Íslendingar fjalla um ofbeldi Í fréttaskeyti frá ráðuneytinu segir að „valdefling kvenna sé mikilvæg forsenda sjálfbærrar þróunar“ og er leiðarstef fundarins. Og óhætt er að segja að Íslendingar ætli að láta til sín taka í New York því þann 17. mars stendur Ísland fyrir viðburði á kvennanefndarfundinum. Sá viðburður er undir yfirskriftinni „Keep the Window Open“, svo enn sé vitnað til tilkynningar ráðuneytisins og fjallar um verkefni sem íslensk stjórnvöld hafa sett í forgang til að sporna við ofbeldi í samfélaginu. Þátttakendur verða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu ásamt Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðingi hjá embættinu, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og aðgerðasinni sem og verður fulltrúi Stígamóta.Femínistar áberandi í hópnum Þó karlpeningurinn veki athygli fyrir það að vilja hafa með sér maka á ráðstefnuna þá eru það einkum einstaklingar sem hafa látið til sín taka í kvenréttindabaráttunni og á vettvangi femínisma sem einkenna hópinn, svo sem Sóley Tómasdóttir sem fer sem forseti borgarstjórnar, móðir hennar Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta, Kartín Anna Guðmundsdóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Dagný Ósk Aradóttir, svo einhverjar séu nefndar, en þær eru á vegum Kvenréttindafélags Íslands. Listi þátttakenda er hér neðar en ráðherra ákvað að veita samtals tvær milljónir króna í styrki til að styðja við þátttöku frjálsra félagasamtaka og einnig frummælenda sem taka þátt í fundinum.Maki Matthíasar spenntur fyrir dagskránni Vísir náði tali af Matthíasi Imsland, aðstoðarmanni ráðherra og hann segir mikla eftirvæntingu ríkjandi í hópnum. Hópurinn var að hittast allur fyrsta sinni núna og eru allir komnir með þétt fundaplan. Til standi að láta til sín taka á fundinum en það er svo að Ísland er ákaflega virt á heimsvísu í þessum málaflokki og hafi alltaf verið áberandi á þessum fundum. Mattías sagðist aðspurður ekki vita hvers vegna það væru aðeins hann og Þorsteinn sem væru með sína maka með. „Mínum maka þótti dagskráin spennandi og þar af leiðandi ákvað hún að fara, en greiðir fyrir kostnað sjálf.“En, getur það þá verið svo að mökum hinna fulltrúa Íslands, körlunum þeim, hafi ekkert litist á dagskrána?„Nú get ég ekki svarað, kannski hef ég verið svona spenntur heima, að segja frá hversu skemmtilegt þetta yrði. Þetta er mjög spennandi. Og mjög áhugavert.“ Matthías þorði ekki að fara með það hver heildarkostnaður ráðuneytisins yrði vegna ráðstefnunnar en líta verði til þess að félagasamtök borga fyrir sína fulltrúa sjálf.Kostnaður ráðuneytisins eru tvær milljónir króna Uppfært 16:00 Vísir sendi fyrirspurn til Margrétar Erlendsdóttur upplýsingafulltrúa Velferðisráðuneytisins um kostnað þess vegna ferðarinnar á fund Kvennanefndar SÞ í New York. Í svari kemur fram að ráðuneytið stendur straum af kostnaði vegna ferðar Eyglóar Harðardóttur ráðherra, Önnu Lilju Gunnarsdóttur ráðuneytisstjóra, Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur sérfræðings, Inga Vals Jóhannssonar sérfræðings og Matthíasar Imsland aðstoðarmanns sem sækja Kvennanefndarfund SÞ frá Íslandi. „Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa nemur um 2,0 milljónum króna en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en ferðareikningar hafa borist ráðuneytinu. Á vef velferðarráðuneytisins má finna upplýsingar um kostnað vegna ferða ráðherra á fyrri kvennanefndarfundi. Hér má jafnframt finna svar við fyrirspurn um ferðakostnað ráðherra og starfsmanna frá 144. löggjafarþing 2014–2015.“Þátttakendur Eygló Harðardóttir VEL Ráðherra Anna Lilja Gunnarsdóttir VEL Ráðuneytisstjóri Rósa G. Erlingsdóttir VEL Sérfræðingur Ingi Valur Jóhannsson VEL Senior Adviser Matthías Páll Imsland Aðstm.ráðh. Sóley Ragnarsdóttir maki MPI Gréta Gunnarsdóttir UTN Sendiherra mannréttindamála Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Political Adviser Ministry of the Interior Guðrún Ögmundsdóttir Sérfræðingur á skrifstofu mannréttinda og sveitarfélaga Ministry of the Interior Þorsteinn Sæmundsson Alþingi Alþ.maður María J. Hauksdóttir maki ÞS Hafdís Karlsdóttir Soroptimist Int., Icel. Sóley Tómasdóttir Ráðhús RvkForseti borg.stjr. Dagný Ósk Aradóttir Pind Kvenréttindafélag Ísl. Katrín Anna Guðmundsd. Kvenréttindafélag Ísl. Bryndís Ísfold Hlöðversd. Kvenréttindafélag Ísl. Guðrún Jónsdóttir Stígamót Talskona Stígam. Hildur Helga Gísladóttir Kvenfélagasamb.Ísl Framkv.stjóri Kristín Árnadóttir Kvenfélagasamb.Ísl Guðrún Ögmundsdóttir UN Women á Ísl Form. landsnefnd. Inga Dóra Pétursdóttir UN Women á Ísl Hanna Eiríksdóttir UN Women á Ísl Herferðarstýra Þórdís Elva Þorvaldsdóttir The Nordic Council of Ministers Sigríður Björk Guðjónsd Metropolitan Police Chief of Rvk MP Alda Hrönn Jóhannsdóttir Metropolitan Police Chief Attorney Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra fer fyrir fríðum flokki kvenréttindafólks sem sækir 60. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem hefst í dag og stendur til 18. mars. Alls eru 25 fulltrúar frá Íslandi, þar af tveir makar og vekur athygli að þeir eru á vegum tveggja karlmanna af þremur sem eru í hópnum: Þeirra Matthíasar Imsland, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Þorsteins Sæmundssonar alþingismanns.Íslendingar fjalla um ofbeldi Í fréttaskeyti frá ráðuneytinu segir að „valdefling kvenna sé mikilvæg forsenda sjálfbærrar þróunar“ og er leiðarstef fundarins. Og óhætt er að segja að Íslendingar ætli að láta til sín taka í New York því þann 17. mars stendur Ísland fyrir viðburði á kvennanefndarfundinum. Sá viðburður er undir yfirskriftinni „Keep the Window Open“, svo enn sé vitnað til tilkynningar ráðuneytisins og fjallar um verkefni sem íslensk stjórnvöld hafa sett í forgang til að sporna við ofbeldi í samfélaginu. Þátttakendur verða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu ásamt Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðingi hjá embættinu, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og aðgerðasinni sem og verður fulltrúi Stígamóta.Femínistar áberandi í hópnum Þó karlpeningurinn veki athygli fyrir það að vilja hafa með sér maka á ráðstefnuna þá eru það einkum einstaklingar sem hafa látið til sín taka í kvenréttindabaráttunni og á vettvangi femínisma sem einkenna hópinn, svo sem Sóley Tómasdóttir sem fer sem forseti borgarstjórnar, móðir hennar Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta, Kartín Anna Guðmundsdóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Dagný Ósk Aradóttir, svo einhverjar séu nefndar, en þær eru á vegum Kvenréttindafélags Íslands. Listi þátttakenda er hér neðar en ráðherra ákvað að veita samtals tvær milljónir króna í styrki til að styðja við þátttöku frjálsra félagasamtaka og einnig frummælenda sem taka þátt í fundinum.Maki Matthíasar spenntur fyrir dagskránni Vísir náði tali af Matthíasi Imsland, aðstoðarmanni ráðherra og hann segir mikla eftirvæntingu ríkjandi í hópnum. Hópurinn var að hittast allur fyrsta sinni núna og eru allir komnir með þétt fundaplan. Til standi að láta til sín taka á fundinum en það er svo að Ísland er ákaflega virt á heimsvísu í þessum málaflokki og hafi alltaf verið áberandi á þessum fundum. Mattías sagðist aðspurður ekki vita hvers vegna það væru aðeins hann og Þorsteinn sem væru með sína maka með. „Mínum maka þótti dagskráin spennandi og þar af leiðandi ákvað hún að fara, en greiðir fyrir kostnað sjálf.“En, getur það þá verið svo að mökum hinna fulltrúa Íslands, körlunum þeim, hafi ekkert litist á dagskrána?„Nú get ég ekki svarað, kannski hef ég verið svona spenntur heima, að segja frá hversu skemmtilegt þetta yrði. Þetta er mjög spennandi. Og mjög áhugavert.“ Matthías þorði ekki að fara með það hver heildarkostnaður ráðuneytisins yrði vegna ráðstefnunnar en líta verði til þess að félagasamtök borga fyrir sína fulltrúa sjálf.Kostnaður ráðuneytisins eru tvær milljónir króna Uppfært 16:00 Vísir sendi fyrirspurn til Margrétar Erlendsdóttur upplýsingafulltrúa Velferðisráðuneytisins um kostnað þess vegna ferðarinnar á fund Kvennanefndar SÞ í New York. Í svari kemur fram að ráðuneytið stendur straum af kostnaði vegna ferðar Eyglóar Harðardóttur ráðherra, Önnu Lilju Gunnarsdóttur ráðuneytisstjóra, Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur sérfræðings, Inga Vals Jóhannssonar sérfræðings og Matthíasar Imsland aðstoðarmanns sem sækja Kvennanefndarfund SÞ frá Íslandi. „Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa nemur um 2,0 milljónum króna en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en ferðareikningar hafa borist ráðuneytinu. Á vef velferðarráðuneytisins má finna upplýsingar um kostnað vegna ferða ráðherra á fyrri kvennanefndarfundi. Hér má jafnframt finna svar við fyrirspurn um ferðakostnað ráðherra og starfsmanna frá 144. löggjafarþing 2014–2015.“Þátttakendur Eygló Harðardóttir VEL Ráðherra Anna Lilja Gunnarsdóttir VEL Ráðuneytisstjóri Rósa G. Erlingsdóttir VEL Sérfræðingur Ingi Valur Jóhannsson VEL Senior Adviser Matthías Páll Imsland Aðstm.ráðh. Sóley Ragnarsdóttir maki MPI Gréta Gunnarsdóttir UTN Sendiherra mannréttindamála Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Political Adviser Ministry of the Interior Guðrún Ögmundsdóttir Sérfræðingur á skrifstofu mannréttinda og sveitarfélaga Ministry of the Interior Þorsteinn Sæmundsson Alþingi Alþ.maður María J. Hauksdóttir maki ÞS Hafdís Karlsdóttir Soroptimist Int., Icel. Sóley Tómasdóttir Ráðhús RvkForseti borg.stjr. Dagný Ósk Aradóttir Pind Kvenréttindafélag Ísl. Katrín Anna Guðmundsd. Kvenréttindafélag Ísl. Bryndís Ísfold Hlöðversd. Kvenréttindafélag Ísl. Guðrún Jónsdóttir Stígamót Talskona Stígam. Hildur Helga Gísladóttir Kvenfélagasamb.Ísl Framkv.stjóri Kristín Árnadóttir Kvenfélagasamb.Ísl Guðrún Ögmundsdóttir UN Women á Ísl Form. landsnefnd. Inga Dóra Pétursdóttir UN Women á Ísl Hanna Eiríksdóttir UN Women á Ísl Herferðarstýra Þórdís Elva Þorvaldsdóttir The Nordic Council of Ministers Sigríður Björk Guðjónsd Metropolitan Police Chief of Rvk MP Alda Hrönn Jóhannsdóttir Metropolitan Police Chief Attorney
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira