Lífið

Flóttamenn sem breyttu heiminum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklum vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þeir geta til að koma sér og sínum í öruggt skjól.

Á vefsíðu CNN má sjá fréttaskýringu þar sem farið er yfir flóttamenn sem hafa heldur betur sett svip sinn á heiminn, og það á öllum sviðum. Hvort sem það er í menningu, íþróttaheiminum, tónlist eða í stjórnmálum.

Marlene Dietrich
Dietrichmynd/cnn
Leik- og söngkona sem varð mjög fræg í Þýskalandi um 1920. Tíu árum síðar varð hún að flýja land og hélt á leið til Hollywood þar sem hún varð heimsfræg. 

Freddie Mercury
Mercury
Einn allra þekktasti söngvari allra tíma sem fór fyrir hljómsveitinni Queen. Fæddist í Zanzibar en fjölskylda hans varð að yfirgefa landið þar sem blóðug styrjöld geisaði í landinu árið 1964. Þau fluttu saman til London þar sem hann kynntist meðlimum Queen. 

Albert Einstein
Einstein
Sennilega einn mikilvægasti fræðimaður sögunnar og braut hann blað í sögu eðlisfræðinnar.  Varð að flýja frá Þýskalandi eftir að hafa verið ofsóttur af nasistum. Hann fór til Bandaríkjanna árið 1933 og sneri aldrei til baka. 

Gloria Estefan
Estefan
Oft kölluð drottningin í suðrænu poppi en hún bjó fyrstu tvö ár lífs síns á Kúbu. Fjölskylda hennar varð að yfirgefa landið árið 1959 og hélt til Miami í Bandaríkjunum. Estefan hefur selt yfir 100 milljónir platna og unnið nokkur Grammy-verðlaun. 

Luol Deng
Deng
Fæddist árið 1985 í Súdan. Gríðarlega erfitt ástand var í landinu á þeim tíma og flúði hann ásamt fjölskyldu sinni til Egyptalands og þaðan til Englands.

Hann fór í nám í Bandaríkjunum, varð síðar atvinnumaður í körfubolta og hefur spilað með Chicago Bulls, Cleveland Cavaliers og Miami Heat í NBA – deildinni. 

Madeleine Albright
Albright
Varð fyrsti kvenkyns utanríkisráðherra Bandaríkjanna en hún fæddist árið 1937 í Tékklandi.

Fjölskylda hennar varð að flýja frá nasistum í síðari heimsstyrjöldinni á sínum tíma. Hún sneri síðar til baka en fór fyrir fullt og allt árið 1948.

Sigmund Freud
Freud
Oft kallaður faðir sálfræðinnar en hann endurskilgreindi hvernig fólk um allan heim horfir á starfsemi hugans. Varð flóttamaður undir lok ævi sinnar þegar nasistar tóku völdin í Austurríki  og  brenndu til að mynda bækur Freud. Hann flúði, ásamt eiginkonu sinni, frá Vín til London árið 1938. 

Victor Hugo
Hugo
Maðurinn sem skrifaði Vesalingana eða Les Miserables. Varð að yfirgefa Frakkland um miðja 19. öld þar sem hann var á móti hugmyndfræði Napoleon III. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.