Innlent

Flugfreyjur fresta verkfalli

Flugfreyjur hjá Icelandair undirrituðu nýjan kjarasamning við félagið hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi og verður hann nú borinn undir atkvæði.

Boðuðum verkfallsaðgerðum hefur verið frestað fram yfir atkvæðagreiðsluna, en flugfreyjur hafa tvívegis fellt gerða samninga að undanförnu.

Eftir það sagði samninganefnd þeirra af sér og var það ný skipuð smaninganefnd sem gerði samkomulagið í gærkvöldi.  Ekkert verður af tveggja daga verkfalli sem átti að hefjast á mánudag, en upp úr því á atkvæðagreiðslu að ljúka og þá skýrist hvort boðuðum aðgerðum síðar verður aflýst eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×