Flugi rússneskra sprengjuflugvéla við Ísland ekki mótmælt formlega Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2015 20:44 Utanríkisráðherra telur ekki þörf á að mótmæla formlega flugi tveggja langdrægra rússneskra sprengjuflugvéla inn í flugeftirlitssvæði NATO við Ísland í gær. Rússar séu með þessu að sýna NATO tennurnar en vissulega hafi viss hætta skapast af fluginu. Loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, sem Landhelgisgæslan starfrækir, greindi tvær Tupalev 95 sprengjuflugvélar austur og suður af landinu í gær, en þessar flugvélar eru oft kallaðar Björninn vegna stærðar sinnar. Flugvélarnar flugu upp að austur- og suðurströnd Íslands og áfram suður eftir með ströndum Bretlandseyja þar sem þeim var mætt af breska flughernum. Í bakaleiðinni komust þær næst Íslandi þegar þær voru í 26 sjómílna fjarlægð frá Stokksnesi. Rússneskar sprengjuflugvélar af þessari gerð hafa ekki flogið svo nálægt Íslandi frá því bandaríski herinn fór árið 2006.Sjá einnig: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Utanríkisráðherra segir æskilegt að Rússar hefðu látið vita af þessum æfingum sínum enda sendi þessar flugvélar engin radarmerki frá sér þegar þær fljúgi hér inn í skilgreit svæði fyrir almannaflug og því geti þetta skapað hættu. „Það sem við höfum hins vegar séð er að okkar góða loftrýmiskerfi er að virka. Það sást til þessara flugvéla og fylgst með þeim sem segir okkur að þessi búnaður sem við erum að reka hér, eða Gæslan er að reka fyrir okkur, er sannarlega að virka,“ segir Gunnar Bragi. NATO hafi aukið viðbúnað sinn gagnvart Rússum strax og Úkraínudeilan hófst og það dyljist engum að Rússar séu að sýna NATO tennurnar með þessu flugi. „Ég held að menn megi nú samt ekki gera of mikið veður úr þessu. Við þekkjum þessi flug upp að Íslandi og við höndlum þau bara eins og við höfum gert áður,“ segir hann. „Við munum ræða að sjálfsögðu einhvertíma við Rússa um það, minna þá á hvað okkur finnst um þetta, en það er engin ástæða til að kalla sendiherrann inn akkúrat núna.“ Tengdar fréttir Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 19. febrúar 2015 12:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Utanríkisráðherra telur ekki þörf á að mótmæla formlega flugi tveggja langdrægra rússneskra sprengjuflugvéla inn í flugeftirlitssvæði NATO við Ísland í gær. Rússar séu með þessu að sýna NATO tennurnar en vissulega hafi viss hætta skapast af fluginu. Loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, sem Landhelgisgæslan starfrækir, greindi tvær Tupalev 95 sprengjuflugvélar austur og suður af landinu í gær, en þessar flugvélar eru oft kallaðar Björninn vegna stærðar sinnar. Flugvélarnar flugu upp að austur- og suðurströnd Íslands og áfram suður eftir með ströndum Bretlandseyja þar sem þeim var mætt af breska flughernum. Í bakaleiðinni komust þær næst Íslandi þegar þær voru í 26 sjómílna fjarlægð frá Stokksnesi. Rússneskar sprengjuflugvélar af þessari gerð hafa ekki flogið svo nálægt Íslandi frá því bandaríski herinn fór árið 2006.Sjá einnig: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Utanríkisráðherra segir æskilegt að Rússar hefðu látið vita af þessum æfingum sínum enda sendi þessar flugvélar engin radarmerki frá sér þegar þær fljúgi hér inn í skilgreit svæði fyrir almannaflug og því geti þetta skapað hættu. „Það sem við höfum hins vegar séð er að okkar góða loftrýmiskerfi er að virka. Það sást til þessara flugvéla og fylgst með þeim sem segir okkur að þessi búnaður sem við erum að reka hér, eða Gæslan er að reka fyrir okkur, er sannarlega að virka,“ segir Gunnar Bragi. NATO hafi aukið viðbúnað sinn gagnvart Rússum strax og Úkraínudeilan hófst og það dyljist engum að Rússar séu að sýna NATO tennurnar með þessu flugi. „Ég held að menn megi nú samt ekki gera of mikið veður úr þessu. Við þekkjum þessi flug upp að Íslandi og við höndlum þau bara eins og við höfum gert áður,“ segir hann. „Við munum ræða að sjálfsögðu einhvertíma við Rússa um það, minna þá á hvað okkur finnst um þetta, en það er engin ástæða til að kalla sendiherrann inn akkúrat núna.“
Tengdar fréttir Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 19. febrúar 2015 12:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 19. febrúar 2015 12:46