Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Snærós Sindradóttir skrifar 2. maí 2014 08:00 Flugstjóri með fimmtán ára starfsreynslu hefur ríflega milljón krónur í föst laun á mánuði. Mynd/HAG Flugmenn hjá Icelandair vilja margfalt meiri hækkun en samið hefur verið um á almennum markaði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa hafnað samningi með almennri launahækkun upp á 2,8 prósent sem gildir til eins árs. Samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) við Icelandair hefur flugstjóri með fimmtán ára starfsreynslu ríflega milljón krónur í föst laun á mánuði. Byrjunarlaun nýs flugmanns hjá fyrirtækinu eru um hálf milljón króna á mánuði. Boðað hefur verið til tólf tíma verkfalls hjá félaginu þann 9. maí næstkomandi. „Við erum ekki partur af ASÍ og erum ekki skuldbundnir af því,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA. Samningaviðræður hafa farið fram síðastliðnar vikur en ekki hefur þokast í átt að samkomulagi. „Það hefur ekkert gengið. Þetta snýst ekki bara um launaprósentur heldur kjarasamninginn í heild sinni,“ segir Hafsteinn. Enginn flugmaður greiddi atkvæði gegn verkfalli. Í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag sagði Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, flugmenn ekki vera að loka landinu því farþegar gætu enn ferðast með öðrum flugfélögum hingað til lands. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ummælin hafa vakið furðu hjá starfsfólki Icelandair. „Við trúum því ekki að formaðurinn mæli fyrir munn allra flugmanna þegar hann hvetur fólk til þess að beina viðskiptum sínum til samkeppnisaðila.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að verkfall muni hafa verulega neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustunnar. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum boðuðu verkfallsaðgerðum. Við erum að áætla að tapaðar gjaldeyristekjur séu milljarður á dag á þessum árstíma. Hver einasta klukkustund í þessari óvissu hefur mikil áhrif.“ Tengdar fréttir Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Flugmenn hjá Icelandair vilja margfalt meiri hækkun en samið hefur verið um á almennum markaði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa hafnað samningi með almennri launahækkun upp á 2,8 prósent sem gildir til eins árs. Samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) við Icelandair hefur flugstjóri með fimmtán ára starfsreynslu ríflega milljón krónur í föst laun á mánuði. Byrjunarlaun nýs flugmanns hjá fyrirtækinu eru um hálf milljón króna á mánuði. Boðað hefur verið til tólf tíma verkfalls hjá félaginu þann 9. maí næstkomandi. „Við erum ekki partur af ASÍ og erum ekki skuldbundnir af því,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA. Samningaviðræður hafa farið fram síðastliðnar vikur en ekki hefur þokast í átt að samkomulagi. „Það hefur ekkert gengið. Þetta snýst ekki bara um launaprósentur heldur kjarasamninginn í heild sinni,“ segir Hafsteinn. Enginn flugmaður greiddi atkvæði gegn verkfalli. Í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag sagði Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, flugmenn ekki vera að loka landinu því farþegar gætu enn ferðast með öðrum flugfélögum hingað til lands. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ummælin hafa vakið furðu hjá starfsfólki Icelandair. „Við trúum því ekki að formaðurinn mæli fyrir munn allra flugmanna þegar hann hvetur fólk til þess að beina viðskiptum sínum til samkeppnisaðila.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að verkfall muni hafa verulega neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustunnar. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum boðuðu verkfallsaðgerðum. Við erum að áætla að tapaðar gjaldeyristekjur séu milljarður á dag á þessum árstíma. Hver einasta klukkustund í þessari óvissu hefur mikil áhrif.“
Tengdar fréttir Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08
Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38