Flugvallarmenn vilja tré burt úr Öskjuhlíð 9. desember 2011 08:00 Áhættumat hefur leitt í ljós að trén í Öskjuhlíðinni hafa vaxið verulega upp fyrir svokallaðan hindranaflöt vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. FRéttablaðið/Vilhelm „Það er einkennilegt að borgin ákveði að stráfella þarna fjölda trjáa út af flugvelli sem hvort sem er á að fara," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er andvígur því að orðið verði við ósk flugmálayfirvalda um grisjun trjáa í Öskjuhlíð vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. Flugmálayfirvöld hafa í tvo og hálfan mánuð óskað samþykkis Reykjavíkurborgar fyrir því að sagað verði ofan af sumum hæstu trjánum í Öskjuhlíð eða þau felld. Jón Baldvin Pálsson, flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, segir í bréfi sem hann sendi umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar 20. september að tré í Öskjuhlíðinni hafi hækkað svo mikið að þau skapi hættu fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki frá austur-vesturbraut vallarins. Lækka þurfi eða fella þau tré sem skagi hátt upp í svokallaðan hindranaflöt í Öskjuhlíð. „Þar sem þetta er brýnt öryggismál er þess óskað að úrlausn málsins verði hraðað eins og kostur er," segir flugvallarstjóri í niðurlagi bréfs síns. Afgreiðslu erindis flugvallarstjórans var frestað í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur á miðvikudag að ósk Gísla Marteins, sem vill að Skógræktarfélag Reykjavíkur veiti fyrst umsögn um málið. „Ég er mjög eindregið andsnúinn því að fella þessi tré," segir Gísli Marteinn. Hann kveður mikil verðmæti fólgin í Öskjuhlíðarskóginum, sem búið sé að rækta í sextíu ár. „Þetta er ekki fyrsta dæmi þess í heiminum að skógur vaxi," heldur Gísli Marteinn áfram. Að trén myndu hækka hafi þvert á móti legið fyrir alla tíð og menn ávallt séð það fyrir að flugvöllurinn myndi fara. „Ég vil auðvitað ekki frekar en neinn að flugöryggi sé stefnt í tvísýnu en ég veit að við eigum það góða flugumsjónarmenn og flugtæknifræðinga að þeir finna einhverjar lausnir á því aðrar en að fella skóginn. Í dag meta menn skóglendi mjög mikils og líta ekkert á það sem möguleika að stráfella skóga," segir Gísli Marteinn. „Við sjáum það í hendi okkar að ef farið verður út í þetta er bókstaflega tekið besta skógarsvæðið úr Öskjuhlíðinni. Þá yrði hreinlega einum þriðja af útivistarsvæðinu meira eða minna fórnað og sjónrænu áhrifin yrðu gríðarleg," segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. gar@frettabladid.isJón Baldvin PálssonHelgi Gíslason Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Það er einkennilegt að borgin ákveði að stráfella þarna fjölda trjáa út af flugvelli sem hvort sem er á að fara," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er andvígur því að orðið verði við ósk flugmálayfirvalda um grisjun trjáa í Öskjuhlíð vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. Flugmálayfirvöld hafa í tvo og hálfan mánuð óskað samþykkis Reykjavíkurborgar fyrir því að sagað verði ofan af sumum hæstu trjánum í Öskjuhlíð eða þau felld. Jón Baldvin Pálsson, flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, segir í bréfi sem hann sendi umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar 20. september að tré í Öskjuhlíðinni hafi hækkað svo mikið að þau skapi hættu fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki frá austur-vesturbraut vallarins. Lækka þurfi eða fella þau tré sem skagi hátt upp í svokallaðan hindranaflöt í Öskjuhlíð. „Þar sem þetta er brýnt öryggismál er þess óskað að úrlausn málsins verði hraðað eins og kostur er," segir flugvallarstjóri í niðurlagi bréfs síns. Afgreiðslu erindis flugvallarstjórans var frestað í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur á miðvikudag að ósk Gísla Marteins, sem vill að Skógræktarfélag Reykjavíkur veiti fyrst umsögn um málið. „Ég er mjög eindregið andsnúinn því að fella þessi tré," segir Gísli Marteinn. Hann kveður mikil verðmæti fólgin í Öskjuhlíðarskóginum, sem búið sé að rækta í sextíu ár. „Þetta er ekki fyrsta dæmi þess í heiminum að skógur vaxi," heldur Gísli Marteinn áfram. Að trén myndu hækka hafi þvert á móti legið fyrir alla tíð og menn ávallt séð það fyrir að flugvöllurinn myndi fara. „Ég vil auðvitað ekki frekar en neinn að flugöryggi sé stefnt í tvísýnu en ég veit að við eigum það góða flugumsjónarmenn og flugtæknifræðinga að þeir finna einhverjar lausnir á því aðrar en að fella skóginn. Í dag meta menn skóglendi mjög mikils og líta ekkert á það sem möguleika að stráfella skóga," segir Gísli Marteinn. „Við sjáum það í hendi okkar að ef farið verður út í þetta er bókstaflega tekið besta skógarsvæðið úr Öskjuhlíðinni. Þá yrði hreinlega einum þriðja af útivistarsvæðinu meira eða minna fórnað og sjónrænu áhrifin yrðu gríðarleg," segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. gar@frettabladid.isJón Baldvin PálssonHelgi Gíslason
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira