Flytja langreyðarkjöt til Japan Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 20. mars 2014 21:58 Skipið ALMA undirbýr siglingu til Japan. Mynd/Daníel Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. hefur staðið fyrir útskipun á langreyðakjöti í skipið ALMA í Hafnarfjarðarhöfn síðustu daga. Skipið heldur til Japan að fermingu lokinni. Í tilkynningu frá Alþjóðadýravelferðarsjóðnum segir að tilraunir Hvals hf. til útflutnings hafi misheppnast í tvígang. Annars vegar hafi kjötfarminum verið snúið við og hins vegar hafi fyrirtækið gert tilraun til að flytja hvalkjötið í gegnum Kanada. Brugðust kanadískir stjórnmálamenn illa við, og olli tilraunin einnig talsverðu uppþoti og óánægju meðal almennings í Kanada. Nú á að flytja kjötið beina leið til Japan. Kassarnir, sem voru fluttir um borð í skipið, voru merktir „Frosið hvalakjöt" á japönsku. Forsvarsmenn Alþjóðadýravelferðarsjóðsins fullyrða að markaðsaðstæður fyrir sölu á hvalkjöti í Japan séu erfiðar. Í raun bendi allt til þess að Hvalur hf. sé aðeins að flytja kjötið úr íslenskum frystikistum í japanskar. Hvalur í útrýmingarhættu Langreyður er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt samningi um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (CITES). Markmið CITES er að gæta þess að milliríkjaverslun með dýr og afurðir þeirra ógni ekki lífstofni dýranna. Sally Jewell, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Barack Obama Bandaríkjaforseta frá því í febrúar að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnkuðu skilvirkni fyrrnefnds samnings. „Hvalveiðar Íslendinga grafa undan þeirri viðleitni um allan heim að vernda hvali,“ var haft eftir Sally Jewell innanríkisráðherra í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Við sama tilefni kom fram að Obama myndi ákvarða innan sextíu daga hvaða aðgerðir væru viðeigandi til að bregðast við skilaboðunum úr ráðuneytinu. Samkvæmt bandarískum lögum getur forsetinn sett viðskiptabann á fiskinnflutning frá Íslandi. Aðeins einu sinni hefur verið gripið til slíks banns vegna hvalveiða og þá gegn Japan. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., svaraði fyrirspurn Vísis vegna fyrirhugaðs útflutnings. Hann segir útflutninginn enga nýlundu. „Er við stunduðum hvalveiðar hér á árum áður, komu oft og aftur frystiskip og lestuðu okkar afurðir í Hafnarfirði til Japan." Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. hefur staðið fyrir útskipun á langreyðakjöti í skipið ALMA í Hafnarfjarðarhöfn síðustu daga. Skipið heldur til Japan að fermingu lokinni. Í tilkynningu frá Alþjóðadýravelferðarsjóðnum segir að tilraunir Hvals hf. til útflutnings hafi misheppnast í tvígang. Annars vegar hafi kjötfarminum verið snúið við og hins vegar hafi fyrirtækið gert tilraun til að flytja hvalkjötið í gegnum Kanada. Brugðust kanadískir stjórnmálamenn illa við, og olli tilraunin einnig talsverðu uppþoti og óánægju meðal almennings í Kanada. Nú á að flytja kjötið beina leið til Japan. Kassarnir, sem voru fluttir um borð í skipið, voru merktir „Frosið hvalakjöt" á japönsku. Forsvarsmenn Alþjóðadýravelferðarsjóðsins fullyrða að markaðsaðstæður fyrir sölu á hvalkjöti í Japan séu erfiðar. Í raun bendi allt til þess að Hvalur hf. sé aðeins að flytja kjötið úr íslenskum frystikistum í japanskar. Hvalur í útrýmingarhættu Langreyður er á válista yfir dýr í útrýmingarhættu samkvæmt samningi um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (CITES). Markmið CITES er að gæta þess að milliríkjaverslun með dýr og afurðir þeirra ógni ekki lífstofni dýranna. Sally Jewell, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Barack Obama Bandaríkjaforseta frá því í febrúar að hvalveiðar Íslendinga í viðskiptaskyni minnkuðu skilvirkni fyrrnefnds samnings. „Hvalveiðar Íslendinga grafa undan þeirri viðleitni um allan heim að vernda hvali,“ var haft eftir Sally Jewell innanríkisráðherra í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Við sama tilefni kom fram að Obama myndi ákvarða innan sextíu daga hvaða aðgerðir væru viðeigandi til að bregðast við skilaboðunum úr ráðuneytinu. Samkvæmt bandarískum lögum getur forsetinn sett viðskiptabann á fiskinnflutning frá Íslandi. Aðeins einu sinni hefur verið gripið til slíks banns vegna hvalveiða og þá gegn Japan. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., svaraði fyrirspurn Vísis vegna fyrirhugaðs útflutnings. Hann segir útflutninginn enga nýlundu. „Er við stunduðum hvalveiðar hér á árum áður, komu oft og aftur frystiskip og lestuðu okkar afurðir í Hafnarfirði til Japan."
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira