Fólk gangi í félag múslima í mótmælaskyni Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. júní 2014 07:00 Salmann segir alla velkomna í Félag múslima á Íslandi. Vísir/GVA „Ég hef fengið tölvupóst frá fólki sem spyr hvernig það eigi að skrá sig í félagið. Ég var svolítið hissa en mjög ánægður með þær fyrirspurnir,“ segir Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, aðspurður hvort hann hafi fundið fyrir auknum skráningum í Félag múslima á Íslandi síðustu vikur.Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, vakti athygli á því í pistli á Facebook-síðu sinni í gær að ekki þyrfti að játa islamska trú til að ganga í Félag múslima á Íslandi. Veltir Gunnar Smári því fyrir sér að skrá sig í félagið í hálfgerðu mótmælaskyni svo sóknargjöld sem hann greiðir á ári hverju renni til Félags múslima á Íslandi en verði ekki ráðstafað af fjárlaganefnd Alþingis þar sem Gunnar Smári tilheyrir ekki trúfélagi sem stendur. „Þar er nú formaður Vigdís Hauksdóttir, helsti hugmyndafræðingurinn að baki andmannúðarstefnu Framsóknarflokksins. Ég efast um að Vigdísi muni um mínar 9.000 krónur á ári; en ég er samt að hugsa um að skrá mig í Félag múslima á Íslandi svo félagsfólkið þar geti notað þessa þúsundkalla til að verjast árásum og lygum Framsóknarmanna og fylgismanna þeirra,“ skrifar Gunnar Smári meðal annars.Ekki skilyrði að vera múslimi Mikið hefur verið rætt um múslima á Íslandi eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlutun til félagsins. Umræðan hefur vakið upp sterk viðbrögð meðal margra og lagði Salmann fram kæru til lögreglunnar í síðustu viku vegna hatursfullra ummæla sem féllu í athugasemdakerfi á Visir.is. Var meðal annars um að ræða líflátshótanir. Samkvæmt lögum Félags múslima á Íslandi geta þeir sem eru sammála markmiðum félagsins gerst félagar, en meðal markmiðanna er að gera múslimum á Íslandi kleift að iðka trú sína og stuðla að jákvæðum viðhorfum þeirra, er ekki fylgja islam, til trúarbragðanna. Salmann fagnar þeim stuðningi sem múslimar hafa fengið en telur skynsamlegra fyrir landsmenn að skrá sig úr Framsóknarflokknum en þjóðkirkjunni. „Það er ekkert skilyrði að vera múslimi til að vera meðlimur og það eru náttúrulega allir velkomnir. En mér finnst betra að fólk haldi sig við sína trú og það sem það virkilega trúir á. Í kristindómi er rými til að berjast fyrir mannréttindum annarra. Það var ekki þjóðkirkjan sem hóf þessa umræðu þannig að ég mæli með því að fólk skrái sig frekar úr Framsóknarflokknum og láti hann finna fyrir því.“Agnes M. Sigurðardóttir harmar að umræða um mosku sé á villigötum.Vísir/GVASjúklingar sem þarf að lækna Hann harmar þá umræðu sem hefur skapast í kjölfar ummæla Sveinbjargar Birnu. „Þetta er lítill hópur á móti mannréttindum sem hefur hátt. Það sorglegasta er að elsti stjórnmálaflokkur landsins skuli hafa verið fánaberi þessa óhugnanlega stríðs. Ég er búinn að búa hér í 45 ár og þekki bara góða Íslendinga. En inn á milli eru nokkrir sjúklingar sem þarf að lækna. Við þurfum að láta stjórnmálamenn vita að það er ekki hægt að gera allt til að ná sér í atkvæði. Við erum lítið samfélag og megum ekki við því að fólki sé att saman,“ segir Salmann.Einkamál hvers og einsAgnes M. Sigurðardóttir, biskups Íslands, segir umræðu um mosku á villigötum. „Umræðan er á villigötum ef við hrópum og byggjum skoðanir okkar á fordómum í staðinn fyrir að kynna okkur málin. Það sem ég hef heyrt og séð af þessari umræðu er mikið til þeir sem eru á móti mosku og á móti því að múslimar fái hér sinn helgistað til að tilbiðja sinn guð. Það sem ég hef lesið ber keim af því að fólk hafi heyrt fréttir utan úr heimi sem eru ekki beint jákvæðar í garð múslima. Mér finnst það frekar þannig en að fólk hafi kynnt sér málin. Mér finnst slæmt þegar fólk byggir skoðanir sínar á fyrirfram gefnum forsendum sem það hefur ekki kannað til hlítar. Það er ekki til bóta, hvorki fyrir einstaklinginn né samfélagið.“ Agnes segir einfalt að skrá sig í og úr trúfélagi á Íslandi og að fólk þurfi einfaldlega að sækja sér viðeigandi eyðublöð á vef Þjóðskrár. Hún vill lítið tjá sig um sína skoðun á því ef rétt reynist að landsmenn skrái sig í viss trúfélög í mótmælaskyni. „Það er einkamál hvers og eins hvort hann skráir sig í trúfélag eða úr því. Ég hef í raun ekki meira um það að segja.“ Post by Gunnar Smári Egilsson. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Ég hef fengið tölvupóst frá fólki sem spyr hvernig það eigi að skrá sig í félagið. Ég var svolítið hissa en mjög ánægður með þær fyrirspurnir,“ segir Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, aðspurður hvort hann hafi fundið fyrir auknum skráningum í Félag múslima á Íslandi síðustu vikur.Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, vakti athygli á því í pistli á Facebook-síðu sinni í gær að ekki þyrfti að játa islamska trú til að ganga í Félag múslima á Íslandi. Veltir Gunnar Smári því fyrir sér að skrá sig í félagið í hálfgerðu mótmælaskyni svo sóknargjöld sem hann greiðir á ári hverju renni til Félags múslima á Íslandi en verði ekki ráðstafað af fjárlaganefnd Alþingis þar sem Gunnar Smári tilheyrir ekki trúfélagi sem stendur. „Þar er nú formaður Vigdís Hauksdóttir, helsti hugmyndafræðingurinn að baki andmannúðarstefnu Framsóknarflokksins. Ég efast um að Vigdísi muni um mínar 9.000 krónur á ári; en ég er samt að hugsa um að skrá mig í Félag múslima á Íslandi svo félagsfólkið þar geti notað þessa þúsundkalla til að verjast árásum og lygum Framsóknarmanna og fylgismanna þeirra,“ skrifar Gunnar Smári meðal annars.Ekki skilyrði að vera múslimi Mikið hefur verið rætt um múslima á Íslandi eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlutun til félagsins. Umræðan hefur vakið upp sterk viðbrögð meðal margra og lagði Salmann fram kæru til lögreglunnar í síðustu viku vegna hatursfullra ummæla sem féllu í athugasemdakerfi á Visir.is. Var meðal annars um að ræða líflátshótanir. Samkvæmt lögum Félags múslima á Íslandi geta þeir sem eru sammála markmiðum félagsins gerst félagar, en meðal markmiðanna er að gera múslimum á Íslandi kleift að iðka trú sína og stuðla að jákvæðum viðhorfum þeirra, er ekki fylgja islam, til trúarbragðanna. Salmann fagnar þeim stuðningi sem múslimar hafa fengið en telur skynsamlegra fyrir landsmenn að skrá sig úr Framsóknarflokknum en þjóðkirkjunni. „Það er ekkert skilyrði að vera múslimi til að vera meðlimur og það eru náttúrulega allir velkomnir. En mér finnst betra að fólk haldi sig við sína trú og það sem það virkilega trúir á. Í kristindómi er rými til að berjast fyrir mannréttindum annarra. Það var ekki þjóðkirkjan sem hóf þessa umræðu þannig að ég mæli með því að fólk skrái sig frekar úr Framsóknarflokknum og láti hann finna fyrir því.“Agnes M. Sigurðardóttir harmar að umræða um mosku sé á villigötum.Vísir/GVASjúklingar sem þarf að lækna Hann harmar þá umræðu sem hefur skapast í kjölfar ummæla Sveinbjargar Birnu. „Þetta er lítill hópur á móti mannréttindum sem hefur hátt. Það sorglegasta er að elsti stjórnmálaflokkur landsins skuli hafa verið fánaberi þessa óhugnanlega stríðs. Ég er búinn að búa hér í 45 ár og þekki bara góða Íslendinga. En inn á milli eru nokkrir sjúklingar sem þarf að lækna. Við þurfum að láta stjórnmálamenn vita að það er ekki hægt að gera allt til að ná sér í atkvæði. Við erum lítið samfélag og megum ekki við því að fólki sé att saman,“ segir Salmann.Einkamál hvers og einsAgnes M. Sigurðardóttir, biskups Íslands, segir umræðu um mosku á villigötum. „Umræðan er á villigötum ef við hrópum og byggjum skoðanir okkar á fordómum í staðinn fyrir að kynna okkur málin. Það sem ég hef heyrt og séð af þessari umræðu er mikið til þeir sem eru á móti mosku og á móti því að múslimar fái hér sinn helgistað til að tilbiðja sinn guð. Það sem ég hef lesið ber keim af því að fólk hafi heyrt fréttir utan úr heimi sem eru ekki beint jákvæðar í garð múslima. Mér finnst það frekar þannig en að fólk hafi kynnt sér málin. Mér finnst slæmt þegar fólk byggir skoðanir sínar á fyrirfram gefnum forsendum sem það hefur ekki kannað til hlítar. Það er ekki til bóta, hvorki fyrir einstaklinginn né samfélagið.“ Agnes segir einfalt að skrá sig í og úr trúfélagi á Íslandi og að fólk þurfi einfaldlega að sækja sér viðeigandi eyðublöð á vef Þjóðskrár. Hún vill lítið tjá sig um sína skoðun á því ef rétt reynist að landsmenn skrái sig í viss trúfélög í mótmælaskyni. „Það er einkamál hvers og eins hvort hann skráir sig í trúfélag eða úr því. Ég hef í raun ekki meira um það að segja.“ Post by Gunnar Smári Egilsson.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira