Fólk gangi í félag múslima í mótmælaskyni Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. júní 2014 07:00 Salmann segir alla velkomna í Félag múslima á Íslandi. Vísir/GVA „Ég hef fengið tölvupóst frá fólki sem spyr hvernig það eigi að skrá sig í félagið. Ég var svolítið hissa en mjög ánægður með þær fyrirspurnir,“ segir Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, aðspurður hvort hann hafi fundið fyrir auknum skráningum í Félag múslima á Íslandi síðustu vikur.Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, vakti athygli á því í pistli á Facebook-síðu sinni í gær að ekki þyrfti að játa islamska trú til að ganga í Félag múslima á Íslandi. Veltir Gunnar Smári því fyrir sér að skrá sig í félagið í hálfgerðu mótmælaskyni svo sóknargjöld sem hann greiðir á ári hverju renni til Félags múslima á Íslandi en verði ekki ráðstafað af fjárlaganefnd Alþingis þar sem Gunnar Smári tilheyrir ekki trúfélagi sem stendur. „Þar er nú formaður Vigdís Hauksdóttir, helsti hugmyndafræðingurinn að baki andmannúðarstefnu Framsóknarflokksins. Ég efast um að Vigdísi muni um mínar 9.000 krónur á ári; en ég er samt að hugsa um að skrá mig í Félag múslima á Íslandi svo félagsfólkið þar geti notað þessa þúsundkalla til að verjast árásum og lygum Framsóknarmanna og fylgismanna þeirra,“ skrifar Gunnar Smári meðal annars.Ekki skilyrði að vera múslimi Mikið hefur verið rætt um múslima á Íslandi eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlutun til félagsins. Umræðan hefur vakið upp sterk viðbrögð meðal margra og lagði Salmann fram kæru til lögreglunnar í síðustu viku vegna hatursfullra ummæla sem féllu í athugasemdakerfi á Visir.is. Var meðal annars um að ræða líflátshótanir. Samkvæmt lögum Félags múslima á Íslandi geta þeir sem eru sammála markmiðum félagsins gerst félagar, en meðal markmiðanna er að gera múslimum á Íslandi kleift að iðka trú sína og stuðla að jákvæðum viðhorfum þeirra, er ekki fylgja islam, til trúarbragðanna. Salmann fagnar þeim stuðningi sem múslimar hafa fengið en telur skynsamlegra fyrir landsmenn að skrá sig úr Framsóknarflokknum en þjóðkirkjunni. „Það er ekkert skilyrði að vera múslimi til að vera meðlimur og það eru náttúrulega allir velkomnir. En mér finnst betra að fólk haldi sig við sína trú og það sem það virkilega trúir á. Í kristindómi er rými til að berjast fyrir mannréttindum annarra. Það var ekki þjóðkirkjan sem hóf þessa umræðu þannig að ég mæli með því að fólk skrái sig frekar úr Framsóknarflokknum og láti hann finna fyrir því.“Agnes M. Sigurðardóttir harmar að umræða um mosku sé á villigötum.Vísir/GVASjúklingar sem þarf að lækna Hann harmar þá umræðu sem hefur skapast í kjölfar ummæla Sveinbjargar Birnu. „Þetta er lítill hópur á móti mannréttindum sem hefur hátt. Það sorglegasta er að elsti stjórnmálaflokkur landsins skuli hafa verið fánaberi þessa óhugnanlega stríðs. Ég er búinn að búa hér í 45 ár og þekki bara góða Íslendinga. En inn á milli eru nokkrir sjúklingar sem þarf að lækna. Við þurfum að láta stjórnmálamenn vita að það er ekki hægt að gera allt til að ná sér í atkvæði. Við erum lítið samfélag og megum ekki við því að fólki sé att saman,“ segir Salmann.Einkamál hvers og einsAgnes M. Sigurðardóttir, biskups Íslands, segir umræðu um mosku á villigötum. „Umræðan er á villigötum ef við hrópum og byggjum skoðanir okkar á fordómum í staðinn fyrir að kynna okkur málin. Það sem ég hef heyrt og séð af þessari umræðu er mikið til þeir sem eru á móti mosku og á móti því að múslimar fái hér sinn helgistað til að tilbiðja sinn guð. Það sem ég hef lesið ber keim af því að fólk hafi heyrt fréttir utan úr heimi sem eru ekki beint jákvæðar í garð múslima. Mér finnst það frekar þannig en að fólk hafi kynnt sér málin. Mér finnst slæmt þegar fólk byggir skoðanir sínar á fyrirfram gefnum forsendum sem það hefur ekki kannað til hlítar. Það er ekki til bóta, hvorki fyrir einstaklinginn né samfélagið.“ Agnes segir einfalt að skrá sig í og úr trúfélagi á Íslandi og að fólk þurfi einfaldlega að sækja sér viðeigandi eyðublöð á vef Þjóðskrár. Hún vill lítið tjá sig um sína skoðun á því ef rétt reynist að landsmenn skrái sig í viss trúfélög í mótmælaskyni. „Það er einkamál hvers og eins hvort hann skráir sig í trúfélag eða úr því. Ég hef í raun ekki meira um það að segja.“ Post by Gunnar Smári Egilsson. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ég hef fengið tölvupóst frá fólki sem spyr hvernig það eigi að skrá sig í félagið. Ég var svolítið hissa en mjög ánægður með þær fyrirspurnir,“ segir Salmann Tamimi, trúarleiðtogi múslima á Íslandi, aðspurður hvort hann hafi fundið fyrir auknum skráningum í Félag múslima á Íslandi síðustu vikur.Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, vakti athygli á því í pistli á Facebook-síðu sinni í gær að ekki þyrfti að játa islamska trú til að ganga í Félag múslima á Íslandi. Veltir Gunnar Smári því fyrir sér að skrá sig í félagið í hálfgerðu mótmælaskyni svo sóknargjöld sem hann greiðir á ári hverju renni til Félags múslima á Íslandi en verði ekki ráðstafað af fjárlaganefnd Alþingis þar sem Gunnar Smári tilheyrir ekki trúfélagi sem stendur. „Þar er nú formaður Vigdís Hauksdóttir, helsti hugmyndafræðingurinn að baki andmannúðarstefnu Framsóknarflokksins. Ég efast um að Vigdísi muni um mínar 9.000 krónur á ári; en ég er samt að hugsa um að skrá mig í Félag múslima á Íslandi svo félagsfólkið þar geti notað þessa þúsundkalla til að verjast árásum og lygum Framsóknarmanna og fylgismanna þeirra,“ skrifar Gunnar Smári meðal annars.Ekki skilyrði að vera múslimi Mikið hefur verið rætt um múslima á Íslandi eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík, sagðist vilja afturkalla lóðarúthlutun til félagsins. Umræðan hefur vakið upp sterk viðbrögð meðal margra og lagði Salmann fram kæru til lögreglunnar í síðustu viku vegna hatursfullra ummæla sem féllu í athugasemdakerfi á Visir.is. Var meðal annars um að ræða líflátshótanir. Samkvæmt lögum Félags múslima á Íslandi geta þeir sem eru sammála markmiðum félagsins gerst félagar, en meðal markmiðanna er að gera múslimum á Íslandi kleift að iðka trú sína og stuðla að jákvæðum viðhorfum þeirra, er ekki fylgja islam, til trúarbragðanna. Salmann fagnar þeim stuðningi sem múslimar hafa fengið en telur skynsamlegra fyrir landsmenn að skrá sig úr Framsóknarflokknum en þjóðkirkjunni. „Það er ekkert skilyrði að vera múslimi til að vera meðlimur og það eru náttúrulega allir velkomnir. En mér finnst betra að fólk haldi sig við sína trú og það sem það virkilega trúir á. Í kristindómi er rými til að berjast fyrir mannréttindum annarra. Það var ekki þjóðkirkjan sem hóf þessa umræðu þannig að ég mæli með því að fólk skrái sig frekar úr Framsóknarflokknum og láti hann finna fyrir því.“Agnes M. Sigurðardóttir harmar að umræða um mosku sé á villigötum.Vísir/GVASjúklingar sem þarf að lækna Hann harmar þá umræðu sem hefur skapast í kjölfar ummæla Sveinbjargar Birnu. „Þetta er lítill hópur á móti mannréttindum sem hefur hátt. Það sorglegasta er að elsti stjórnmálaflokkur landsins skuli hafa verið fánaberi þessa óhugnanlega stríðs. Ég er búinn að búa hér í 45 ár og þekki bara góða Íslendinga. En inn á milli eru nokkrir sjúklingar sem þarf að lækna. Við þurfum að láta stjórnmálamenn vita að það er ekki hægt að gera allt til að ná sér í atkvæði. Við erum lítið samfélag og megum ekki við því að fólki sé att saman,“ segir Salmann.Einkamál hvers og einsAgnes M. Sigurðardóttir, biskups Íslands, segir umræðu um mosku á villigötum. „Umræðan er á villigötum ef við hrópum og byggjum skoðanir okkar á fordómum í staðinn fyrir að kynna okkur málin. Það sem ég hef heyrt og séð af þessari umræðu er mikið til þeir sem eru á móti mosku og á móti því að múslimar fái hér sinn helgistað til að tilbiðja sinn guð. Það sem ég hef lesið ber keim af því að fólk hafi heyrt fréttir utan úr heimi sem eru ekki beint jákvæðar í garð múslima. Mér finnst það frekar þannig en að fólk hafi kynnt sér málin. Mér finnst slæmt þegar fólk byggir skoðanir sínar á fyrirfram gefnum forsendum sem það hefur ekki kannað til hlítar. Það er ekki til bóta, hvorki fyrir einstaklinginn né samfélagið.“ Agnes segir einfalt að skrá sig í og úr trúfélagi á Íslandi og að fólk þurfi einfaldlega að sækja sér viðeigandi eyðublöð á vef Þjóðskrár. Hún vill lítið tjá sig um sína skoðun á því ef rétt reynist að landsmenn skrái sig í viss trúfélög í mótmælaskyni. „Það er einkamál hvers og eins hvort hann skráir sig í trúfélag eða úr því. Ég hef í raun ekki meira um það að segja.“ Post by Gunnar Smári Egilsson.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira