Fordæma „öfgafullt“ frumvarp: Íþyngjandi fyrir skógrækt Erla Hlynsdóttir skrifar 8. febrúar 2011 10:59 Bæjarstjórn Norðurþings lýsir yfir áhyggjum af því að „duttlingar“ ráðherra hafi áhrif á skógrækt Mynd úr safni / Anton Brink „Það er skoðun bæjarstjórnar Norðurþings að það frumvarp sem hér er kynnt sé öfgafullt og óþarflega íþyngjandi fyrir íbúa landsins. Það á ekki hvað síst við um ákvæði sem virðast íþyngjandi fyrir framgang skógræktar og landgræðslu." Þetta eru lokaorð harðorðrar bókunar bæjarstjórnarinnar frá 25. janúar um frumvarp til breytinga á lögum um náttúruvernd. Þar tekur bæjarstjórn undir ítarlega greinargerð bæjarráðs frá 13. janúar og gerir að sínum. Í greinargerðinni eru settar fram alvarlegar athugasemdir við frumvarpið í ellefu liðum. „Hlaðin fordómum" „Ráðið telur tillögurnar öfgafullar og óásættanlegar eins og þær eru kynntar og því tilefni til verulegra athugasemda við frumvarpið af hálfu sveitarfélagsins Norðurþings," segir í bókuninni. Meðal athugasemda er að fjórða grein frumvarpsins um innflutning framandi lífvera á svæði virðist „hlaðin fordómum" í garð nýrra tegunda. Um þriðju grein þar sem fjallað er um náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar segir: „Markmið breytingarinnar virðist helst vera að auka opinber afskipti af breytingum óverulegs votlendis með tilheyrandi skrifræði og tilkostnaði. " Og auk þess: „Það verður að telja gerræðislegt að vernda sérstaklega með lögum öll þau fjölmörgu votlendissvæði sem ekki eru stærri en 1-3 ha að flatarmáli sem sérstæð og fágæt náttúrufyrirbæri."Eykur flækjustig Birkiskóga á einnig að vernda sérstaklega samkvæmt frumvarpinu en þegar eru tiltölulega ítarleg ákvæði til verndar þeim í skógræktarlögum. „Því virðist óþarft, og aðeins til þess fallið að auka flækjustig, að bæta verndun birkiskóga inn í 37. gr. laga um náttúruvernd," segir í bókuninni.Háð duttlingum ráðherra Þegar kemur að dreifingu lifandi lífvera segir í frumvarpinu að ráðherra setji um hana reglugerð, en að ráðherra geti ákveðið að vissum tegundum megi dreifa án leyfis ef ekki er talin hætta á að þær ógni líffræðilegri fjölbreytni. Þetta gagnrýna bæjarstjórnarmenn í Norðurþingi og benda á að engin ákvæði eru í tillögunni um á hvaða forsendum ráðherra ákveður lista leyfilegra tegunda og hann getur breytt honum án aðkomu Alþingis. „Þannig virðist t.d. búið að gera alla landgræðslu og skógrækt hérlendis háða duttlungum umhverfisráðherra. Það virðist gerræðislegt og er ekki ásættanlegt að mati bæjarráðs Norðurþings."Tenglar:Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd Fundargerð bæjarráðs Norðurþings, sjá 17. lið Tengdar fréttir Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög „Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að.“ 1. febrúar 2011 22:00 Bændur segja lagabreytingar setja túnrækt í uppnám Bændasamtökin telja að drög að breytingum á náttúruverndarlögum muni hefta og hindra eðilega búskaparhætti, koma í veg fyrir framþróun í landbúnaði og setja venjulega túnræktun í uppnám. 31. janúar 2011 12:36 Skógfræðingar segja vistfræðinga á villigötum Stjórn Skógfræðingafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um breytingar á náttúruverndarlögum. „Fylgismenn og höfundar frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum koma nú fram og saka „tiltekin félagasamtök" og „talsmenn skógræktar" um hörð og ofsafengin viðbrögð við áðurnefndu lagafrumvarpi,“ segir í yfirlýsingunni. 2. febrúar 2011 13:24 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
„Það er skoðun bæjarstjórnar Norðurþings að það frumvarp sem hér er kynnt sé öfgafullt og óþarflega íþyngjandi fyrir íbúa landsins. Það á ekki hvað síst við um ákvæði sem virðast íþyngjandi fyrir framgang skógræktar og landgræðslu." Þetta eru lokaorð harðorðrar bókunar bæjarstjórnarinnar frá 25. janúar um frumvarp til breytinga á lögum um náttúruvernd. Þar tekur bæjarstjórn undir ítarlega greinargerð bæjarráðs frá 13. janúar og gerir að sínum. Í greinargerðinni eru settar fram alvarlegar athugasemdir við frumvarpið í ellefu liðum. „Hlaðin fordómum" „Ráðið telur tillögurnar öfgafullar og óásættanlegar eins og þær eru kynntar og því tilefni til verulegra athugasemda við frumvarpið af hálfu sveitarfélagsins Norðurþings," segir í bókuninni. Meðal athugasemda er að fjórða grein frumvarpsins um innflutning framandi lífvera á svæði virðist „hlaðin fordómum" í garð nýrra tegunda. Um þriðju grein þar sem fjallað er um náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar segir: „Markmið breytingarinnar virðist helst vera að auka opinber afskipti af breytingum óverulegs votlendis með tilheyrandi skrifræði og tilkostnaði. " Og auk þess: „Það verður að telja gerræðislegt að vernda sérstaklega með lögum öll þau fjölmörgu votlendissvæði sem ekki eru stærri en 1-3 ha að flatarmáli sem sérstæð og fágæt náttúrufyrirbæri."Eykur flækjustig Birkiskóga á einnig að vernda sérstaklega samkvæmt frumvarpinu en þegar eru tiltölulega ítarleg ákvæði til verndar þeim í skógræktarlögum. „Því virðist óþarft, og aðeins til þess fallið að auka flækjustig, að bæta verndun birkiskóga inn í 37. gr. laga um náttúruvernd," segir í bókuninni.Háð duttlingum ráðherra Þegar kemur að dreifingu lifandi lífvera segir í frumvarpinu að ráðherra setji um hana reglugerð, en að ráðherra geti ákveðið að vissum tegundum megi dreifa án leyfis ef ekki er talin hætta á að þær ógni líffræðilegri fjölbreytni. Þetta gagnrýna bæjarstjórnarmenn í Norðurþingi og benda á að engin ákvæði eru í tillögunni um á hvaða forsendum ráðherra ákveður lista leyfilegra tegunda og hann getur breytt honum án aðkomu Alþingis. „Þannig virðist t.d. búið að gera alla landgræðslu og skógrækt hérlendis háða duttlungum umhverfisráðherra. Það virðist gerræðislegt og er ekki ásættanlegt að mati bæjarráðs Norðurþings."Tenglar:Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd Fundargerð bæjarráðs Norðurþings, sjá 17. lið
Tengdar fréttir Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög „Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að.“ 1. febrúar 2011 22:00 Bændur segja lagabreytingar setja túnrækt í uppnám Bændasamtökin telja að drög að breytingum á náttúruverndarlögum muni hefta og hindra eðilega búskaparhætti, koma í veg fyrir framþróun í landbúnaði og setja venjulega túnræktun í uppnám. 31. janúar 2011 12:36 Skógfræðingar segja vistfræðinga á villigötum Stjórn Skógfræðingafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um breytingar á náttúruverndarlögum. „Fylgismenn og höfundar frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum koma nú fram og saka „tiltekin félagasamtök" og „talsmenn skógræktar" um hörð og ofsafengin viðbrögð við áðurnefndu lagafrumvarpi,“ segir í yfirlýsingunni. 2. febrúar 2011 13:24 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Vistfræðingar fagna tillögum um náttúruverndarlög „Stjórn Vistfræðifélags Íslands fagnar meginatriðum tillagna að breytingum á náttúruverndarlögum. Hún telur það vera skref í átt til samræmingar íslenskrar löggjafar við lagasetningar vestrænna ríkja og við alþjóðasamninga og samvinnuverkefna sem Ísland er aðili að.“ 1. febrúar 2011 22:00
Bændur segja lagabreytingar setja túnrækt í uppnám Bændasamtökin telja að drög að breytingum á náttúruverndarlögum muni hefta og hindra eðilega búskaparhætti, koma í veg fyrir framþróun í landbúnaði og setja venjulega túnræktun í uppnám. 31. janúar 2011 12:36
Skógfræðingar segja vistfræðinga á villigötum Stjórn Skógfræðingafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um breytingar á náttúruverndarlögum. „Fylgismenn og höfundar frumvarps um breytingar á náttúruverndarlögum koma nú fram og saka „tiltekin félagasamtök" og „talsmenn skógræktar" um hörð og ofsafengin viðbrögð við áðurnefndu lagafrumvarpi,“ segir í yfirlýsingunni. 2. febrúar 2011 13:24