Foreldar bólusetja börn sín gegn hlaupabólu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. maí 2013 18:30 Færst hefur í vöxt síðustu ár að foreldrar bólusetji sjálfir börn sín gegn hlaupabólu. Árlega eru allt að nítján manns lagðir inn á spítala vegna alvarlegra einkenna hennar. Yfirlæknir hjá Landlækni segir að almenna bólusetning gegn hlaupabólu vera hagkvæma fyrir samfélög. Á hverju ári veikist fjöldi barna hér á landi af hlaupabólu en talið er að um nær öll börn fái hana fyrir fullorðinsaldur. Tekið getur viku til tíu daga fyrir sjúkdóminn að ganga yfir og oft fylgir honum mikill kláði og óþægindi. Líkt og hjá þessum tæplega þriggja ára strák sem var í dag heima hjá sér með hlaupabólu. Þá er talið að leggja þurfi allt að nítján manns inn á spítala árlega vegna hlaupabólu hér á landi, langflestir af þeim eru börn. Algengast er að þau fái bakteríusýkingar út frá sárum sínum. „Hlaupabóla getur verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum. Það gleymist stundum,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins. Síðustu tíu ár hefur verið í boði sérstakt bóluefni gegn hlaupabólu hér á landi. Börn eru ekki bólusett sjálfkrafa í ungbarnaeftirliti hjá Heilsugæslunum gegn hlaupabólu heldur þurfa foreldrar sjálfir að kaupa efnið. Bóluefnið heitir Varilrix og kostar skammturinn af því um 8.000 kr. Bólusetja þarf hvert barn tvisvar sinnum. Þar til fyrir þremur árum seldust yfirleitt um 50 skammtar af bóluefninu á ári en síðustu þrjú ár hefur fæst í vöxt að foreldrar bólusetji börn sín. Þannig seldust í fyrra 220 skattar af bóluefninu. „Foreldrar spyrja meira um þetta og það hefur farið í vöxt og aukist að foreldrar láti bólusetja börnin sín og það er bara gottt mál,“ segir Þórólfur. Mjög ólíklegt er að þau börn sem fá bóluefnið fái hlaupabólu og ef þau fá hana þá fá þau mjög væg einkenni. Þórólfur segir það hafa verið skoðað hvort að hefja eigi almenna bólusetningu gegn hlaupabólu hér á landi. Samkvæmt rannsókn sem unnin var við hagfræðideild Háskóla Íslands og birt árið 2009 kostaði hlaupabóla samfélagið þá 290 milljónir á ári. Þar skiptir mestu vinnutap aðstandenda barna með hlaupabólu. Kostnaður við að bólusetja hvert barn tvisvar hefði verið 156 milljónir og því þjóðhagslegur sparnaður af bólusetningunni. „Það hefur verið litið á þetta og þá með hliðsjón af úttektum erlendis frá sem sýnir að bóluetningin er hagkvæm og virkar vel. Umræðan hefur ekki farið á alvarlegt stig hér innanlands hvort það eigi að taka þetta upp hjá öllum börnum en það er margt sem að bendir til þess að við þurfum að gera það á næstunni,“ segir Þórólfur Þórólfur segir að ef að börn fá hlaupabólu þá sé til lyf sem geti gagnast þeim. „Það er til veirulyf sem að virkjar vel við hlaupabólu ef að meðferðin er hafin mjög snemma kannski á fyrsta sólarhring eða öðrum sólarhring þá er til veirulyf á markaði sem að virkjar mjög vel. Það hins vegar gleymist stundum og er ekki mikið notað því miður myndi ég segja, “ segir hann að lokum. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Færst hefur í vöxt síðustu ár að foreldrar bólusetji sjálfir börn sín gegn hlaupabólu. Árlega eru allt að nítján manns lagðir inn á spítala vegna alvarlegra einkenna hennar. Yfirlæknir hjá Landlækni segir að almenna bólusetning gegn hlaupabólu vera hagkvæma fyrir samfélög. Á hverju ári veikist fjöldi barna hér á landi af hlaupabólu en talið er að um nær öll börn fái hana fyrir fullorðinsaldur. Tekið getur viku til tíu daga fyrir sjúkdóminn að ganga yfir og oft fylgir honum mikill kláði og óþægindi. Líkt og hjá þessum tæplega þriggja ára strák sem var í dag heima hjá sér með hlaupabólu. Þá er talið að leggja þurfi allt að nítján manns inn á spítala árlega vegna hlaupabólu hér á landi, langflestir af þeim eru börn. Algengast er að þau fái bakteríusýkingar út frá sárum sínum. „Hlaupabóla getur verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum. Það gleymist stundum,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins. Síðustu tíu ár hefur verið í boði sérstakt bóluefni gegn hlaupabólu hér á landi. Börn eru ekki bólusett sjálfkrafa í ungbarnaeftirliti hjá Heilsugæslunum gegn hlaupabólu heldur þurfa foreldrar sjálfir að kaupa efnið. Bóluefnið heitir Varilrix og kostar skammturinn af því um 8.000 kr. Bólusetja þarf hvert barn tvisvar sinnum. Þar til fyrir þremur árum seldust yfirleitt um 50 skammtar af bóluefninu á ári en síðustu þrjú ár hefur fæst í vöxt að foreldrar bólusetji börn sín. Þannig seldust í fyrra 220 skattar af bóluefninu. „Foreldrar spyrja meira um þetta og það hefur farið í vöxt og aukist að foreldrar láti bólusetja börnin sín og það er bara gottt mál,“ segir Þórólfur. Mjög ólíklegt er að þau börn sem fá bóluefnið fái hlaupabólu og ef þau fá hana þá fá þau mjög væg einkenni. Þórólfur segir það hafa verið skoðað hvort að hefja eigi almenna bólusetningu gegn hlaupabólu hér á landi. Samkvæmt rannsókn sem unnin var við hagfræðideild Háskóla Íslands og birt árið 2009 kostaði hlaupabóla samfélagið þá 290 milljónir á ári. Þar skiptir mestu vinnutap aðstandenda barna með hlaupabólu. Kostnaður við að bólusetja hvert barn tvisvar hefði verið 156 milljónir og því þjóðhagslegur sparnaður af bólusetningunni. „Það hefur verið litið á þetta og þá með hliðsjón af úttektum erlendis frá sem sýnir að bóluetningin er hagkvæm og virkar vel. Umræðan hefur ekki farið á alvarlegt stig hér innanlands hvort það eigi að taka þetta upp hjá öllum börnum en það er margt sem að bendir til þess að við þurfum að gera það á næstunni,“ segir Þórólfur Þórólfur segir að ef að börn fá hlaupabólu þá sé til lyf sem geti gagnast þeim. „Það er til veirulyf sem að virkjar vel við hlaupabólu ef að meðferðin er hafin mjög snemma kannski á fyrsta sólarhring eða öðrum sólarhring þá er til veirulyf á markaði sem að virkjar mjög vel. Það hins vegar gleymist stundum og er ekki mikið notað því miður myndi ég segja, “ segir hann að lokum.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira