Foringjarnir ósáttir við Grænu gönguna Sunna Valgerðardóttir skrifar 30. apríl 2013 07:00 Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir hvaða hópa sem er hafa rétt á því að vekja athygli á sínum málefnum hvenær sem er, meira að segja fyrsta maí. Fréttablaðið/Daníel „Ég er almennt á móti því þegar hinir og þessir reyna að eigna sér þennan dag. Menn eru að setja upp alls konar íþróttamót og hitt og þetta sem hefur farið í taugarnar á mér í gegnum árin,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, og vísar til Grænu göngunnar, sem samtök umhverfisverndarsinna hafa boðað til fyrsta maí til að vekja athygli á umhverfismálum. Yfir þúsund manns höfðu boðað komu sína í gönguna í gær. „Ég veit ekkert akkúrat hvað er þarna á ferðinni, en þegar ég heyrði þetta kom snúður á mig. Mín almenna skoðun er sú að launþegahreyfingin eigi að eiga athyglina fyrsta maí. Það fer verulega í taugarnar á mér þegar aðrir eru að reyna að troða sér inn á þann dag.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir orð Árna. „Mér finnst að umhverfisverndarsinnar, fyrirtækin í landinu og aðrir hagsmunahópar eigi að leyfa okkur að hafa þennan dag um málefni launafólks,“ segir hann. „Vissulega eru umhverfismálin þar á meðal en þessi ganga er ekki boðuð frá hagsmunum launafólks.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir verkalýðshreyfinguna ekki huga nægilega mikið að umhverfismálum. „Á sama tíma og ég skil að verkalýðsleiðtogar vilji hafa þennan dag fyrir sig verða þeir að skilja að umhverfisvernd er að verða ansi snar þáttur í að verja lífskjör,“ segir hann. „Ég held að umhverfismál séu víða tekin upp á degi verkalýðsins.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir gönguna ekki vera skipulagða sem samkeppni við verkalýðinn. „Þetta hitti á þennan dag því þetta er frídagur og svo viljum við koma málum okkar á framfæri áður en ný ríkisstjórn verður mynduð,“ segir hann. „Það er ekki verið að beina þessu gegn verkalýðshreyfingunni á nokkurn hátt.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
„Ég er almennt á móti því þegar hinir og þessir reyna að eigna sér þennan dag. Menn eru að setja upp alls konar íþróttamót og hitt og þetta sem hefur farið í taugarnar á mér í gegnum árin,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, og vísar til Grænu göngunnar, sem samtök umhverfisverndarsinna hafa boðað til fyrsta maí til að vekja athygli á umhverfismálum. Yfir þúsund manns höfðu boðað komu sína í gönguna í gær. „Ég veit ekkert akkúrat hvað er þarna á ferðinni, en þegar ég heyrði þetta kom snúður á mig. Mín almenna skoðun er sú að launþegahreyfingin eigi að eiga athyglina fyrsta maí. Það fer verulega í taugarnar á mér þegar aðrir eru að reyna að troða sér inn á þann dag.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur undir orð Árna. „Mér finnst að umhverfisverndarsinnar, fyrirtækin í landinu og aðrir hagsmunahópar eigi að leyfa okkur að hafa þennan dag um málefni launafólks,“ segir hann. „Vissulega eru umhverfismálin þar á meðal en þessi ganga er ekki boðuð frá hagsmunum launafólks.“ Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir verkalýðshreyfinguna ekki huga nægilega mikið að umhverfismálum. „Á sama tíma og ég skil að verkalýðsleiðtogar vilji hafa þennan dag fyrir sig verða þeir að skilja að umhverfisvernd er að verða ansi snar þáttur í að verja lífskjör,“ segir hann. „Ég held að umhverfismál séu víða tekin upp á degi verkalýðsins.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir gönguna ekki vera skipulagða sem samkeppni við verkalýðinn. „Þetta hitti á þennan dag því þetta er frídagur og svo viljum við koma málum okkar á framfæri áður en ný ríkisstjórn verður mynduð,“ segir hann. „Það er ekki verið að beina þessu gegn verkalýðshreyfingunni á nokkurn hátt.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira