Formaður dómaranefndar ósammála Antoni og Hlyni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2011 14:42 Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómaranna Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar að sleppa því að senda inn agaskýrslu vegna rauða spjaldsins sem þeir gáfu Akureyringnum, Guðmundi Hólmar Helgasyni, í gær. Þar sem þeir slepptu því var ekki hægt að dæma Guðmund Hólmar í leikbann og hann er því löglegur í næsta leik liðanna. "Þeir mátu það sem svo að brotið væri ekki þess eðlis að þeir þyrftu að skila inn skýrslu. Þeir meta það sem svo að brotið hafi ekki verið þess eðlis að leikmaðurinn hafi rænt andstæðing skoti að marki," sagði Guðjón við Vísi en hann óskaði eftir skýrslu frá dómurunum um hvers vegna þeir hefðu ákveðið að sleppa því að senda inn skýrsluna. "Þeir meta það sem svo að brotið hafi átt sér stað án vafa. Þeir telja aftur á móti að rauða spjaldið hafi ekki átt sér stað fyrr en í fjórða skrefinu. Sem sagt eftir leyfilegan skrefafjölda. Fyrst leikmaðurinn var kominn úr færinu á meðan allt var löglegt, innan gæsalappa, kalli atvikið ekki á skýrslu. Ég met þá skýringu og túlkun þeirra en er aftur á móti ekki eins sannfærður og þeir," sagði Guðjón en hann mun senda atvikið til handknattleikssambands Evrópu, EHF, og fá úr því skorið hvort þetta sé rétt mat hjá Antoni og Hlyni. Það mun aftur á móti ekki hafa nein áhrif á málið. Guðjón segist hafa viljað sjá málið fara í þann farveg að dómararnir hefðu skilað inn skýrslu. Aganefnd hefði í kjölfarið tekið málið fyrir og síðan dæmt hvort rétt væri að senda Guðmund í bann eður ei. "Mér finnst það vera réttur farvegur. Ég virði samt skoðun dómaranna. Ég skipa þeim ekki fyrir. Þeir eru dómararnir og taka ákvarðanir. Eina sem ég get gert er að leiðbeina þeim," sagði Guðjón en hann vill fá það skýrt frá EHF hvort beri alltaf að skila agaskýrslu eftir rautt spjald eður ei. "Ég taldi skýrt að það þyrfti að skila inn skýrslu en ber virðingu fyrir þeirra túlkun að þeir þurfi ekki að skila skýrslu. Úr þessu þurfum við samt að fá skorið svo hægt verði að vinna þessi mál í ákveðnum farvegi í framtíðinni." Olís-deild karla Tengdar fréttir Alls óvíst hvort Guðmundur Hólmar fari í bann Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason fékk að líta umdeilt rautt spjald undir lok leiks Akureyrar og FH í úrslitum N1-deildar karla í gær. 27. apríl 2011 12:22 Guðmundur Hólmar fer ekki í leikbann HSÍ hefur staðfest að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, muni ekki fara í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH í gær. 27. apríl 2011 14:14 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómaranna Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar að sleppa því að senda inn agaskýrslu vegna rauða spjaldsins sem þeir gáfu Akureyringnum, Guðmundi Hólmar Helgasyni, í gær. Þar sem þeir slepptu því var ekki hægt að dæma Guðmund Hólmar í leikbann og hann er því löglegur í næsta leik liðanna. "Þeir mátu það sem svo að brotið væri ekki þess eðlis að þeir þyrftu að skila inn skýrslu. Þeir meta það sem svo að brotið hafi ekki verið þess eðlis að leikmaðurinn hafi rænt andstæðing skoti að marki," sagði Guðjón við Vísi en hann óskaði eftir skýrslu frá dómurunum um hvers vegna þeir hefðu ákveðið að sleppa því að senda inn skýrsluna. "Þeir meta það sem svo að brotið hafi átt sér stað án vafa. Þeir telja aftur á móti að rauða spjaldið hafi ekki átt sér stað fyrr en í fjórða skrefinu. Sem sagt eftir leyfilegan skrefafjölda. Fyrst leikmaðurinn var kominn úr færinu á meðan allt var löglegt, innan gæsalappa, kalli atvikið ekki á skýrslu. Ég met þá skýringu og túlkun þeirra en er aftur á móti ekki eins sannfærður og þeir," sagði Guðjón en hann mun senda atvikið til handknattleikssambands Evrópu, EHF, og fá úr því skorið hvort þetta sé rétt mat hjá Antoni og Hlyni. Það mun aftur á móti ekki hafa nein áhrif á málið. Guðjón segist hafa viljað sjá málið fara í þann farveg að dómararnir hefðu skilað inn skýrslu. Aganefnd hefði í kjölfarið tekið málið fyrir og síðan dæmt hvort rétt væri að senda Guðmund í bann eður ei. "Mér finnst það vera réttur farvegur. Ég virði samt skoðun dómaranna. Ég skipa þeim ekki fyrir. Þeir eru dómararnir og taka ákvarðanir. Eina sem ég get gert er að leiðbeina þeim," sagði Guðjón en hann vill fá það skýrt frá EHF hvort beri alltaf að skila agaskýrslu eftir rautt spjald eður ei. "Ég taldi skýrt að það þyrfti að skila inn skýrslu en ber virðingu fyrir þeirra túlkun að þeir þurfi ekki að skila skýrslu. Úr þessu þurfum við samt að fá skorið svo hægt verði að vinna þessi mál í ákveðnum farvegi í framtíðinni."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Alls óvíst hvort Guðmundur Hólmar fari í bann Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason fékk að líta umdeilt rautt spjald undir lok leiks Akureyrar og FH í úrslitum N1-deildar karla í gær. 27. apríl 2011 12:22 Guðmundur Hólmar fer ekki í leikbann HSÍ hefur staðfest að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, muni ekki fara í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH í gær. 27. apríl 2011 14:14 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Alls óvíst hvort Guðmundur Hólmar fari í bann Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason fékk að líta umdeilt rautt spjald undir lok leiks Akureyrar og FH í úrslitum N1-deildar karla í gær. 27. apríl 2011 12:22
Guðmundur Hólmar fer ekki í leikbann HSÍ hefur staðfest að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, muni ekki fara í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH í gær. 27. apríl 2011 14:14