Innlent

Formaður dómstólaráðs telur kyn dómara ekki skipta máli við úrlausn nauðgunarbrota

sunna kristín hilmarsdóttir skrifar
Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. vísir
Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, telur að kyn dómara skipti ekki máli þegar nauðgunarbrot koma til kasta dómstóla.

Þetta kom fram í erindi hans á málþingi í Háskólanum í Reykjavík í dag um meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brotanna.

Símon tók dæmi um fjóra sýknudóma sem féllu nýverið í nauðgunarmálum í héraði en þeir vöktu mikla reiði í samfélaginu og var meðal annars blásið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjavíkur vegna þeirra.

Sjá einnig: Átján prósent tilkynntra nauðgana enduðu fyrir dómi

Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, á málþinginu í Háskólanum í Reykjavík.vísir/vilhelm
Í málunum fjórum var héraðsdómur fjölskipaður, bæði körlum og konum. Samtals dæmdu í málunum sex konur og sex karlar.

Dómararnir voru í öllum tilvikum sammála um að sýkna bæri sakborningana og sagði Símon reyndar að fátítt væri að héraðsdómur væri klofinn í niðurstöðu sinni þegar kæmi að sönnunarmati. Það sama ætti við um Hæstarétt. Þá væri þess jafnan gætt nú að dómurinn væri fjölskipaður þegar kæmi að nauðgunarbrotum.

Símon sagði það vera sína skoðun að æskilegast væri að kynjahlutföllin við dómstóla væru sem jöfnust. Þess væri ekki langt að bíða að sú yrði raunin alls staðar enda væru nú fjölmargar konur í lögmannastétt og þeim fjölgar ört.

Þá nefndi Símon jafnframt að hlutfall dómara við stærsta héraðsdómstól landsins, Reykjavík, væri tiltölulega jafnt.


Tengdar fréttir

Allir sýknaðir af hópnauðgun

Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×