Formaður Landsbjargar: Erum að lýsa upp í öll horn 31. október 2012 10:37 Hörður Már Harðarson. „Við erum bara að lýsa upp í öll horn," segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins, var birt á netinu. Á myndbandinu má heyra samskipti á milli Guðmundar Arnar Jóhannessonar við ótilgreindan mann, en af samskiptum þeirra má ráða að þeir séu að undirbúa gjaldeyrisbrask og peningaþvott. Þá eru reikningar birtir af millifærslum á félag í eigu Guðmundar. Þar kemur meðal annars fram nafn félagins Tulip ehf., en það voru fjórar og hálf milljón lagðar inn á reikning félagsins árið 2011. Sama félag sá um söluátak Blátt áfram árið 2010. Í samtali við DV í dag, sem hóf umfjöllun um málið, kom fram að Guðmundur Örn teldi að það væri maður sem heitir Bóas Ragnar Bóasson hefði sett myndbandið á Youtube. Sá er fasteignasali og rak á sínum tíma meðal annars fyrirtækið Kúpon. Ekki hefur náðst í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Guðmundur sagði myndbandið hefnd eftir að hann kærði Bóas fyrir skjalafals. Sjálfur hefur Guðmundur ekki viljað ræða viðskiptin ítarlega. Hörður Már, formaður Landsbjargar, segir að ekkert óeðlilegt hefði fundist í bókhaldi Landsbjargar. „Þetta tengist okkur ekkert," segir Hörður Már, samtalið á upptökunni mun hafa átt sér stað árið 2010 en Guðmundur hóf störf hjá Landsbjörg á þessu ári. Engu að síður er gefið til kynna í myndbandinu að Guðmundur hafi getað misnotað aðstöðu sína hjá Landsbjörg. „Okkur finnst þetta sorglegt mál," segir Hörður og bætir við að Guðmundur verði að verja sitt mannorð á viðeigandi vettvangi. „En það er alveg skýrt hjá stjórninni að hann stígur til hliðar," segir Hörður Már, Guðmundur er komin í leyfi frá störfum vegna málsins, en það var tilkynnt í gærkvöldi. Spurður hvort það sé möguleiki á því að Guðmundur snúi aftur til starfa segist Hörður ótímabært að tjá sig um það, „þessa stundina tek ég bara afstöðu með félaginu," bætir hann við og á þá að sjálfsögðu við Landsbjörg. Mest lesið Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Innlent Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Sjá meira
„Við erum bara að lýsa upp í öll horn," segir Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, en starfsfólk er búið að fara yfir bókhald félagsins og kanna hvort þar sé að finna eitthvað óeðlilegt, eftir að myndbandi um framkvæmdastjóra félagsins, var birt á netinu. Á myndbandinu má heyra samskipti á milli Guðmundar Arnar Jóhannessonar við ótilgreindan mann, en af samskiptum þeirra má ráða að þeir séu að undirbúa gjaldeyrisbrask og peningaþvott. Þá eru reikningar birtir af millifærslum á félag í eigu Guðmundar. Þar kemur meðal annars fram nafn félagins Tulip ehf., en það voru fjórar og hálf milljón lagðar inn á reikning félagsins árið 2011. Sama félag sá um söluátak Blátt áfram árið 2010. Í samtali við DV í dag, sem hóf umfjöllun um málið, kom fram að Guðmundur Örn teldi að það væri maður sem heitir Bóas Ragnar Bóasson hefði sett myndbandið á Youtube. Sá er fasteignasali og rak á sínum tíma meðal annars fyrirtækið Kúpon. Ekki hefur náðst í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Guðmundur sagði myndbandið hefnd eftir að hann kærði Bóas fyrir skjalafals. Sjálfur hefur Guðmundur ekki viljað ræða viðskiptin ítarlega. Hörður Már, formaður Landsbjargar, segir að ekkert óeðlilegt hefði fundist í bókhaldi Landsbjargar. „Þetta tengist okkur ekkert," segir Hörður Már, samtalið á upptökunni mun hafa átt sér stað árið 2010 en Guðmundur hóf störf hjá Landsbjörg á þessu ári. Engu að síður er gefið til kynna í myndbandinu að Guðmundur hafi getað misnotað aðstöðu sína hjá Landsbjörg. „Okkur finnst þetta sorglegt mál," segir Hörður og bætir við að Guðmundur verði að verja sitt mannorð á viðeigandi vettvangi. „En það er alveg skýrt hjá stjórninni að hann stígur til hliðar," segir Hörður Már, Guðmundur er komin í leyfi frá störfum vegna málsins, en það var tilkynnt í gærkvöldi. Spurður hvort það sé möguleiki á því að Guðmundur snúi aftur til starfa segist Hörður ótímabært að tjá sig um það, „þessa stundina tek ég bara afstöðu með félaginu," bætir hann við og á þá að sjálfsögðu við Landsbjörg.
Mest lesið Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Innlent Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Sjá meira