Formaður Landverndar um virkjanamál: "Efnahagsleg áhætta sem við eigum ekki að taka.“ Jóhannes Stefánsson skrifar 28. maí 2013 18:22 Um 1000 manns söfnuðust saman fyrir framan Stjórnarráð Íslands síðdegis í dag. Hópurinn afhenti aðstoðarmanni forsætisráðherra umsagnir um rammaáætlun. Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar var á svæðinu og segir að hann hafi verið ánægður með gjörninginn. „Það var bara góð stemning. Við vorum með græna fána og afhentum aðstoðarmanni forsætisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem við teljum að forsætisráðherra hafi ekki lesið. Þetta er áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um virkjanamál og stóriðjuframkvæmdir.“ Guðmundur segir að óvissa ríki nú í málaflokknum: „Það hefur ekki verið útskýrt hvað á að gera nákvæmlega [í virkjanamálum innsk. blm.] en það hefur þó verið talað um að reisa álver í Helguvík. Ef það á að verða að veruleika hefur verið talað um að færa þurfi átta virkjanakosti yfir í nýtingarflokk. Það verða nokkrar virkjanir á Reykjanesi, þrjár virkjanir í Neðri-Þjórsá og líka í Skaftárhreppi á umdeildum svæðum. Ég held að umhverfisráðherra hafi í umræðunni opnað á það að virkja á mið-hálendinu. Það hefur þó ekki verið útskýrt nákvæmlega þetta hvernig þetta verður lagt fyrir þingið.“ Guðmundur segist vonast til þess að forsætisráðherra og ríkisstjórnin mundi endurskoða afstöðu sína til stóriðjuframkvæmda og virkjana. „Við vonumst til þess að ríkisstjórnin dragi aðeins úr þessum yfirlýsingum sínum og hefji samtal við náttúruverndarhreyfingar, útivistarfélög, sveitarfélög og ferðaþjónusturfyrirtæki og reyni að fara einhverja raunverulega sáttaleið. Það er ekki verið að reyna það með því að láta þessar yfirlýsingar falla sem hafa birst á síðustu dögum.“Gefur lítið fyrir röksemdir þeirra sem vilja virkja meira Aðspurður um rök þeirra sem telja atvinnuuppbyggingu settur stóllinn fyrir dyrnar verði ekki af virkjanaframkvæmdum segir Guðmundur: „Við erum ekki á móti atvinnuuppbyggingu en við teljum að þetta sé ekki fær leið. Það eru of miklar fórnir sem þarf að færa fyrir þessa stóriðjuuppbyggingu. Fyrrverandi forseti Nýsköpunarsjóðs benti á að þetta væru dýrustu störf sem hægt væri að skapa og formaður Ungra sjálfstæðismanna hefur líka bent á það í grein að það séu aðrar leiðir betri í efnahags- og atvinnumálum. Við tökum undir það.“ Guðmundur segir mörgum yfirsjást hagsmunina sem eru í húfi í málinu og segir flest rök hníga til þess að fara beri hægar í virkjanamálum: „Þetta er eina eðlilega niðurstaðan þegar maður skoðar málið ofan í kjölinn. Bæði út frá umhverfisverndinni, hagsmunum ferðaþjónustu og af hagfræðilegum ástæðum. Þetta er of stór biti inn í hagkerfið og ef af álveri í Helguvík verður þá erum við farin að selja 90% af allri orku sem við framleiðum í landinu til álvera. Það er efnahagsleg áhætta sem við eigum ekki að taka.“ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Um 1000 manns söfnuðust saman fyrir framan Stjórnarráð Íslands síðdegis í dag. Hópurinn afhenti aðstoðarmanni forsætisráðherra umsagnir um rammaáætlun. Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar var á svæðinu og segir að hann hafi verið ánægður með gjörninginn. „Það var bara góð stemning. Við vorum með græna fána og afhentum aðstoðarmanni forsætisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem við teljum að forsætisráðherra hafi ekki lesið. Þetta er áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um virkjanamál og stóriðjuframkvæmdir.“ Guðmundur segir að óvissa ríki nú í málaflokknum: „Það hefur ekki verið útskýrt hvað á að gera nákvæmlega [í virkjanamálum innsk. blm.] en það hefur þó verið talað um að reisa álver í Helguvík. Ef það á að verða að veruleika hefur verið talað um að færa þurfi átta virkjanakosti yfir í nýtingarflokk. Það verða nokkrar virkjanir á Reykjanesi, þrjár virkjanir í Neðri-Þjórsá og líka í Skaftárhreppi á umdeildum svæðum. Ég held að umhverfisráðherra hafi í umræðunni opnað á það að virkja á mið-hálendinu. Það hefur þó ekki verið útskýrt nákvæmlega þetta hvernig þetta verður lagt fyrir þingið.“ Guðmundur segist vonast til þess að forsætisráðherra og ríkisstjórnin mundi endurskoða afstöðu sína til stóriðjuframkvæmda og virkjana. „Við vonumst til þess að ríkisstjórnin dragi aðeins úr þessum yfirlýsingum sínum og hefji samtal við náttúruverndarhreyfingar, útivistarfélög, sveitarfélög og ferðaþjónusturfyrirtæki og reyni að fara einhverja raunverulega sáttaleið. Það er ekki verið að reyna það með því að láta þessar yfirlýsingar falla sem hafa birst á síðustu dögum.“Gefur lítið fyrir röksemdir þeirra sem vilja virkja meira Aðspurður um rök þeirra sem telja atvinnuuppbyggingu settur stóllinn fyrir dyrnar verði ekki af virkjanaframkvæmdum segir Guðmundur: „Við erum ekki á móti atvinnuuppbyggingu en við teljum að þetta sé ekki fær leið. Það eru of miklar fórnir sem þarf að færa fyrir þessa stóriðjuuppbyggingu. Fyrrverandi forseti Nýsköpunarsjóðs benti á að þetta væru dýrustu störf sem hægt væri að skapa og formaður Ungra sjálfstæðismanna hefur líka bent á það í grein að það séu aðrar leiðir betri í efnahags- og atvinnumálum. Við tökum undir það.“ Guðmundur segir mörgum yfirsjást hagsmunina sem eru í húfi í málinu og segir flest rök hníga til þess að fara beri hægar í virkjanamálum: „Þetta er eina eðlilega niðurstaðan þegar maður skoðar málið ofan í kjölinn. Bæði út frá umhverfisverndinni, hagsmunum ferðaþjónustu og af hagfræðilegum ástæðum. Þetta er of stór biti inn í hagkerfið og ef af álveri í Helguvík verður þá erum við farin að selja 90% af allri orku sem við framleiðum í landinu til álvera. Það er efnahagsleg áhætta sem við eigum ekki að taka.“
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira