Vigdís Hauks og Pétur fá ekki afsökunarbeiðni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 14:12 Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) hafnar því að nýleg auglýsing bandalagsins sé persónulegt áhlaup á þingmennina Pétur Blöndal og Vigdísi Hauksdóttur. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð en Ellen telur ekki tilefni til að biðja þingmennina afsökunar. Pétur tók málið upp á Alþingi í gær og var allt annað en sáttur en í auglýsingunni er spilað myndskeið af fundi sem hann sat og ýjað að því að hann hafi ekki sagt satt á fundinum. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann. Ellen ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að þingmennirnir hefðu verið upplýstir um að upptaka væri í gangi og að ekkert hefði verið slitið úr samhengi. „Þau eru bæði stjórnmálamenn, Pétur búinn að vera lengur í þessum bransa en Vigdís og vita hver ábyrgð þeirra er. Þau eru kjörin til áhrifa. Þau sögðu þetta og þetta var tekið upp. Þau vissu um upptökuna og það er ekkert óeðlilegt að við höfum eftir þeim og spilum það sem þau hafa sagt,“ sagði Ellen og bætti við að auglýsingin hafi verið lítið sem ekkert unnin. Þá vísar hún til þess að önnur umræða fjárlaga hafi hafist í dag. Auglýsingarnar séu tímasettar til þess að hafa áhrif á umræðuna um fjárlögin. Bandalagið vonist til þess að ríkisstjórnin standi við kosningaloforð sín. „Nú hafa þau tækifæri til að standa við þessi orð. Fjárlögin hafa ekki enn verið samþykkt – þetta er enn frumvarp þannig að núna er bara tími til að gera betur,“ sagði Ellen. Umræddar auglýsingar má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands. Tengdar fréttir Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið "Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki. Hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann á þingi í dag. 19. nóvember 2014 15:45 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir 30% af íbúum í Árborg eru af erlendum uppruna Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) hafnar því að nýleg auglýsing bandalagsins sé persónulegt áhlaup á þingmennina Pétur Blöndal og Vigdísi Hauksdóttur. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð en Ellen telur ekki tilefni til að biðja þingmennina afsökunar. Pétur tók málið upp á Alþingi í gær og var allt annað en sáttur en í auglýsingunni er spilað myndskeið af fundi sem hann sat og ýjað að því að hann hafi ekki sagt satt á fundinum. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann. Ellen ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að þingmennirnir hefðu verið upplýstir um að upptaka væri í gangi og að ekkert hefði verið slitið úr samhengi. „Þau eru bæði stjórnmálamenn, Pétur búinn að vera lengur í þessum bransa en Vigdís og vita hver ábyrgð þeirra er. Þau eru kjörin til áhrifa. Þau sögðu þetta og þetta var tekið upp. Þau vissu um upptökuna og það er ekkert óeðlilegt að við höfum eftir þeim og spilum það sem þau hafa sagt,“ sagði Ellen og bætti við að auglýsingin hafi verið lítið sem ekkert unnin. Þá vísar hún til þess að önnur umræða fjárlaga hafi hafist í dag. Auglýsingarnar séu tímasettar til þess að hafa áhrif á umræðuna um fjárlögin. Bandalagið vonist til þess að ríkisstjórnin standi við kosningaloforð sín. „Nú hafa þau tækifæri til að standa við þessi orð. Fjárlögin hafa ekki enn verið samþykkt – þetta er enn frumvarp þannig að núna er bara tími til að gera betur,“ sagði Ellen. Umræddar auglýsingar má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands.
Tengdar fréttir Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið "Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki. Hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann á þingi í dag. 19. nóvember 2014 15:45 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir 30% af íbúum í Árborg eru af erlendum uppruna Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið "Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki. Hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann á þingi í dag. 19. nóvember 2014 15:45