Innlent

Formaður VR segir að með sama áframhaldi verði rauðu strikin virk í febrúar

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segist hafa töluverðar áhyggjur af því að markmið með kjarasamningum hafi ekki náðst miðað við þær upplýsingar sem fram koma í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Rauðu strikin í kjarasamningum gætu hæglega farið að virka þegar samningarnir verða teknir upp í febrúar. Þá færi staðan á vinnumarkaði aftur á byrjunarreit.

Samningar við bankamenn lausir

200 starfsmenn fjármálafyrirtækja hækka um 200 þús. kr. á mánuði, en bankamenn eru hástökkvarar samkvæmt tekjublaði frjálsrar verslunar, samningar við bankamenn eru lausir en þeir munu væntanlega fara fram á aðrir starfsmenn fái líka kjarabætur.

Ólafía segir að þótt það sé of snemmt að vera með dómsdagsspár og skoða þurfi málið í heild sinni sé þó ástæða til að minna á að ef einstaka hópar fari fram úr því sem fékkst fram í samningum, sé hægt að rifta samningum þegar hann varð endurskoðaður í febrúar. Hún hafi áhyggjur af því að sú verði raunin eins og það líti út núna.

Annað launaumhverfi bankanna

Og Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að almenningur hafi setið eftir, það sé ljóst af því sem fram kemur í tekjublaðinu. „Það er áberandi að bankakerfið er að búa sér til eitthvað annað launakerfi en aðrar atvinnugreinar,“ segir Árni Páll. „Það er líka sláandi að sjá arðgreiðslur og hagnað vegna sölu á eignarhlutum í fyrirtækjum í sjávarútveginum. Þeim er að ganga vel, þessum fyrirtækjum, sem nutu góðs af gengisfalli krónunnar. Eftir situr almenningur með afleiðingarnar af því gengisfalli. Við sjáum háar skattgreiðslur hjá lykilfólki í þessum greinum, sem endurspegla góða afkomu. Almenningur borgaði fyrir þennan afkomubata með falli krónunnar og hærri skuldum. Það er ekki búið að jafna þann reikning.“


Tengdar fréttir

Kári tekjuhæstur á árinu

Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er með rúmlega 29 milljónir króna í mánaðarlaun samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×