Enski boltinn

Formlegar viðræður hafnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fellaini fagnar marki með Everton.
Fellaini fagnar marki með Everton. Nordicphotos/Getty
Manchester United hefur hafið viðræður við Everton um kaup á belgíska landsliðsmanninum Marouane Fellaini.

Fellaini spilaði undir stjórn David Moyes, knattspyrnustjóra United, hjá Everton og hefur Skotinn margoft lýst yfir aðdáun sinni á miðjumanninum hárprúða.

Guardian segir að Fellaini hafi mikinn áhuga á að leika undir stjórn Moyes og að United leiði kapphlaupið um skallamanninn öfluga. Talið er að kaupverðið gæti numið um 24 milljónum punda. Belginn var keyptur frá Standard Liege í Belgíu árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×