Innlent

Forritarar etja kappi í HR - frí námsvist í verðlaun

Forritarnir sitja sveittir og leysa þrautir.
Forritarnir sitja sveittir og leysa þrautir.
Um 120 framtíðar forritarar taka nú þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna á vegum Háskólans í Reykjavík í samvinnu við Nýherja.

Metþátttaka er í keppninni í dag, eða 44 lið hvaðanæva af landinu. Forritunarkeppnin er opin öllum nemendum í mennta- og framhaldsskólum sem hafa áhuga á forritun, hönnun og tölvum.

Forritunarkeppni framhaldsskólanna er skipt niður í þrjár deildir; í Leonard Hofstadter-deildinni leysa keppendur mörg smá verkefni og eitt stórt verkefni þar sem reynir á tæknilega færni, hugsanlega með notkun grafísks notendaviðmóts, gagnagrunns og vefforritunar; í Sheldon Cooper-deildinni leysa keppendur mörg smá verkefni og nokkur heldur stærri verkefni sem reyna á rökhugsun og útfærslu á lausnaraðferðum; og Howard Wolowitz-deildin er hugsuð fyrir byrjendur og þá sem hafa áhuga á að kynna sér forritun.

Veitt verða fjölmörg verðlaun í keppninni, svo sem niðurfellingu skólagjalda í Háskólanum í Reykjavík á fyrstu önn fyrir lið sem lenda í 1. sætunum í Leonard Hofstadter og Sheldon Cooper deildunum. Þá veitir Nýherji einnig verðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×